Menningarstjórnun á Bifröst 1. september 2004 00:01 "Þjóðfélagið gerir æ meiri kröfur um endurmenntun og símenntun og mér fannst þetta kjörin leið til að fylgja með í þeim straumi. Þetta leggst mjög vel í mig," segir Jónas Sen píanóleikari og tónlistargagnrýnandi sem skellti sér í meistaranám í menningar- og menntastjórnun við Viðskiptaháskólann á Bifröst í sumar. Honum finnst það spennandi. "Þarna er boðið upp á marga áhugaverða kúrsa og mér finnst ég læra heilmikið," segir hann. Jónas er ekki óvanur lærdómi og þetta er í annað sinn sem hann þreytir mastersnám. "Ég var í Háskóla úti í London fyrir tólf eða þrettán árum og var farinn að sakna þessa akademíska umhverfis," segir hann og hlær þegar hann er beðinn að bera saman London og Borgarfjörðinn. "Mér finnst Borgarfjörðurinn skemmtilegri. Það var líka svo fínt veður þar í sumar og hópurinn góður sem ég var í." Næst lýsir hann námskeiðunum þremur sem hann tók í sumarlotunni. "Eitt var um stjórnun fyrirtækja og var mjög áhugavert fyrir mig því ég veit minna en ekkert um fyrirtæki. Síðan var hagnýt talnagreining þar sem maður þurfti að læra aftur algebru og föll sem var skemmtilegt líka og það þriðja kallast Nútímafræði og er um helstu hugmyndir sem liggja til grundvallar nútímahugsun. Jón Ólafsson heimspekingur kennir það ásamt fleirum." Jónas situr einmitt við ritgerðarsmíð fyrir þann kúrs. "Ég er að skrifa um mörkin milli hámenningar og lágmenningar og hvernig þau hafa verið að minnka hér á landi á síðustu árum," upplýsir hann. Haustönnin byrjar eftir nokkra daga og hún er tekin í fjarnámi á þrefalt lengri tíma en sumarnámið og hið sama á við um vorönnina. Eftir næstu sumartörn er svo komið að mastersritgerðinni og í lokin er Jónas spurður hvort efni hennar sé ákveðið. "Nei, í rauninni ekki. Ég hef nú ár til stefnu," er svarið. Nám Mest lesið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Sjá meira
"Þjóðfélagið gerir æ meiri kröfur um endurmenntun og símenntun og mér fannst þetta kjörin leið til að fylgja með í þeim straumi. Þetta leggst mjög vel í mig," segir Jónas Sen píanóleikari og tónlistargagnrýnandi sem skellti sér í meistaranám í menningar- og menntastjórnun við Viðskiptaháskólann á Bifröst í sumar. Honum finnst það spennandi. "Þarna er boðið upp á marga áhugaverða kúrsa og mér finnst ég læra heilmikið," segir hann. Jónas er ekki óvanur lærdómi og þetta er í annað sinn sem hann þreytir mastersnám. "Ég var í Háskóla úti í London fyrir tólf eða þrettán árum og var farinn að sakna þessa akademíska umhverfis," segir hann og hlær þegar hann er beðinn að bera saman London og Borgarfjörðinn. "Mér finnst Borgarfjörðurinn skemmtilegri. Það var líka svo fínt veður þar í sumar og hópurinn góður sem ég var í." Næst lýsir hann námskeiðunum þremur sem hann tók í sumarlotunni. "Eitt var um stjórnun fyrirtækja og var mjög áhugavert fyrir mig því ég veit minna en ekkert um fyrirtæki. Síðan var hagnýt talnagreining þar sem maður þurfti að læra aftur algebru og föll sem var skemmtilegt líka og það þriðja kallast Nútímafræði og er um helstu hugmyndir sem liggja til grundvallar nútímahugsun. Jón Ólafsson heimspekingur kennir það ásamt fleirum." Jónas situr einmitt við ritgerðarsmíð fyrir þann kúrs. "Ég er að skrifa um mörkin milli hámenningar og lágmenningar og hvernig þau hafa verið að minnka hér á landi á síðustu árum," upplýsir hann. Haustönnin byrjar eftir nokkra daga og hún er tekin í fjarnámi á þrefalt lengri tíma en sumarnámið og hið sama á við um vorönnina. Eftir næstu sumartörn er svo komið að mastersritgerðinni og í lokin er Jónas spurður hvort efni hennar sé ákveðið. "Nei, í rauninni ekki. Ég hef nú ár til stefnu," er svarið.
Nám Mest lesið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Sjá meira