John Terry, fyrirliði Chelsea, segist ánægður með úrslitin gegn PSG í Meistaradeild Evrópu í kvöld en liðin skildu þá jöfn, 1-1, í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum.
„Bæði lið voru að þreifa fyrir sér í fyrri hálfleik en Thibaut Courtois sýndi frábær tilþrif í markinu og við erum ánægðir með að hafa náð jafntefli hér í kvöld,“ sagði Terry eftir leikinn í kvöld.
„Í fyrra gerðum við okkur afar erfitt fyrir en við erum í mun betri stöðu núna.“
„PSG náði að halda boltanum mjög vel. David Luiz náði að dreifa spilinu vel og þeir náðu að teygja vel á okkur. En mér fannst þetta afar jafnt í kvöld.“
John Terry hrósaði einnig Branislav Ivanovic sem skoraði mark Chelsea í kvöld. „Hann hefur hæsta gæðaflokki sem varnarmaður í ár eins og oft áður. Hann kemur svo alltaf með ógn fram á við.“
