Fótbolti

Umboðsmaður Balotelli um Sacchi: Of margir heimskir við völd á Ítalíu

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Mario Balotelli og Mino Raiola.
Mario Balotelli og Mino Raiola. vísir/getty
Mino Raiola, umboðsmaður knattspyrnumanna, á varla til orð vegna ummæla Arrigo Sacchi, fyrrverandi landsliðsþjálfara Ítala, um litað fólk í fótboltanum á Ítalíu.

Eins og greint var frá í morgun sagði Sacchi að of margir svartir strákar væru í unglingaliðunum á Ítalíu og að Ítalir væru að tapa stoltinu og þjóðareinkenni sínu.

„Það eru of margir heimskir menn við völd í ítölsku knattspyrnunni. Þess vegna erum við í skítnum,“ segir Raiola sem er umboðsmaður Mario Balotelli, Zlatan Ibrahimovic og Paul Pogba svo einhverjir séu nefndir.

„Ég skammast mín fyrir að vera Ítali þegar ég les það sem Sacchi sagði. Það eru engir útlendingar í þessum heimi, bara fólk. Íþróttir ættu að vera opnar öllum þeim sem vilja spila og eru bestir í þeim.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×