Fréttastofa breska ríkisútvarpsins hefur beðist afsökunar á mistökum sem gerð voru við vinnslu fréttar um andlát körfuboltamannsins Kobe Bryant, sem lést í þyrluslysi í gær.
Þar sem fréttaþulur stiklaði á stóru yfir feril Bryant birtust myndir af annarri körfuboltastjörnu, LeBron James.
I genuinely cannot believe that the actual BBC News at 10 just did this pic.twitter.com/n6csMV9OOG
— Matthew Champion (@matthewchampion) January 26, 2020
James er núverandi leikmaður Los Angeles Lakers, liðinu sem Bryant lék með allan sinn feril. Mistökin hafa valdið reiði margra netverja, og hafa margir lýst yfir þeirri skoðun sinni að málið lykti af kynþáttafordómum, auk þess sem bent hefur verið á að James og Bryant sé langt frá því að líkjast hvor öðrum í útliti.
BBC hefur nú beðist afsökunar á mistökunum, og sagt að um mannleg mistök hafi verið að ræða.
In tonight’s coverage of the death of Kobe Bryant on #BBCNewsTen we mistakenly used pictures of LeBron James in one section of the report. We apologise for this human error which fell below our usual standards on the programme.
— Paul Royall (@paulroyall) January 26, 2020