Erlent

Ekkert að finna í Írak

Írakar áttu engin gereyðingarvopn áður en Bandaríkin réðust inn í landið í fyrra. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu vopnaeftirlitsveitar Bandaríkjamanna í Írak. Í skýrslunni kemur hins vegar fram að Saddam Hussein hafi ætlað að hefja framleiðslu á gereyðingarvopnum um leið og hann gæti. Charles Duelfer, yfirmaður vopnaeftirlits Bandaríkjamanna, bar vitni hjá öldungardeildar bandaríska þingsins í gær. Hann sagðist ekki búast við því úr þessu að nein gereyðingarvopn myndu finnast.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×