Viðskipti innlent

Útilokar ekki að fleiri verslanir verði opnaðar

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Jóhannes Jónsson stendur í stórræðum þessa dagana.
Jóhannes Jónsson stendur í stórræðum þessa dagana.
Jóhannes Jónsson kaupmaður útilokar ekki að hann muni opna fleiri en eina matvöruverslun. Fyrsta Iceland verslunin opnar á laugardaginn og verður hún staðsett í Engihjalla í Kópavogi. Þá stendur til að opna Netverslun.

„Neytendur munu ákveða það,“ sagði Jóhannes þegar fréttamaður Stöðvar 2 og Vísis spurði hann að því í gær hvort til stæði að opna fleiri verslanir. Hann sagði jafnframt að hann byggist við því að nýju versluninni yrði vel tekið. Hann hefði rekið Bónus í 20 ár við góðar undirtektir.

Jóhannes segist ætla að reyna að bjóða sem lægst vöruverð og fara þannig í beina samkeppni við þær verslanir sem hann rak áður.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×