Fótbolti

Mourinho: Ekki sama að spila gegn United og Bologna

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Mourinho segir pressu á báðum liðum í seinni leiknum.
Mourinho segir pressu á báðum liðum í seinni leiknum. Nordic Photos/Getty Images

Jose Mourinho, þjálfari Inter, sagði úrslit leiksins í gær eðlilega ekki góð fyrir sitt lið en segir Inter samt eiga ágæta möguleika í seinni leiknum.

„Markalaust jafntefli er ekki góð úrslit fyrir okkur því við megum ekki tapa á Old Trafford. Þetta er líka erfið staða fyrir þá enda myndi jafntefli með skoruðum mörkum fleyta okkur áfram. Það er því pressa á báðum liðum," sagði Mourinho sem var á því að úrslitin væru sanngjörn.

„Þeir voru betri í fyrri hálfleik en við í þeim seinni þannig að við verðum að sætta okkur við þessi úrslit. Svo verð ég að segja að dómarinn var frábært í 90 mínútur. Við munum ekki fá dómara sem verndar leikmenn Inter svona vel á Old Trafford," sagði Mourinho sem var ánægður með Zlatan þó svo hann hafi verið lítt áberandi í leiknum.

„Ég held það sé í lagi að tala um Zlatan því hann átti frábæran leik. Að því sögðu skulum við ekki gleyma því að það er ekki það sama að spila gegn United og Bologna. Mér fannst Davide Santon einnig standa sig vel í sínum fyrsta leik í Meistaradeildinni."








Fleiri fréttir

Sjá meira


×