Liverpool og Chelsea unnu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 25. febrúar 2009 19:45 Didier Drogba fagnar marki sínu í kvöld. Nordic Photos / Getty Images Liverpool og Chelsea unnu bæði sína leiki í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Yossi Benayoun tryggði Liverpool kærkominn sigur á Real Madrid á útivelli með laglegu skallamarki á 82. mínútu. Didier Drogba reyndist hetja Chelsea er vann 1-0 sigur á Juventus. Þá vann Bayern München 5-0 stórsigur á Sporting Lissabon og það í Portúgal. Panathinaikos náði einnig góðum úrslitum er liðið gerði 1-1 jafntefli gegn Villarreal á Spáni. Real Madrid - Liverpool 0-1 0-1 Yossi Benayoun (82.) Steven Gerrard var ekki í byrjunarliði Liverpool en Xabi Alonso var í byrjunarliðinu eftir að hafa tekið út leikbann. Dirk Kuyt og Fernando Torres voru í fremstu víglínu. Hjá Real Madrid var gerð ein breyting frá síðasta leik. Arjen Robben kom inn fyrir Klaas-Jan Huntelaar sem er ekki gjaldgengur með Real Madrid í Meistaradeildinni. Heimamenn byrjuðu betur en það voru leikmenn Liverpool, þeir Torres og Yossi Benayoun, sem fengu hættulegri færin framan af. Iker Casillas var hins vegar vel á verði í bæði skiptin. Gonzalo Higuain skoraði svo mark á 30. mínútu sem var dæmt af vegna rangstöðu. Undir lok fyrri hálfleiks átti svo Xabi Alonso ævintýralega skottilraun er hann reyndi að skora frá eigin vallarhelmingi. Skotið var gott en Casillas sá við honum. Síðari hálfleikur var talsvert rólegri en sá fyrri. Eitt hættulegasta færið fékk Arjen Robben á 71. mínútu er hann átti gott skot að marki sem Pepe Reina varði vel. Þegar skammt var til leiksloka brast þó ísinn loksins. Gabriel Heinze gerði sig sekan er hann handlék knöttinn á hættulegu svæði. Fabio Aurelio tók aukaspyrnuna og rataði hún beint á kollinn á Benayoun sem stýrði knettinum í netið með hörkuskalla sem Casillas átti ekki möguleika á. Chelsea - Juventus 1-01-0 Didier Drogba (12.) Ein breyting var gerð á liði Chelsea sem vann Aston Villa um helgina. Ashley Cole kom inn fyrir Paulo Ferreira sem á við meiðsla að stríða. Deco var fjarverandi vegna meiðsla. Hjá Juventus voru gerðar þrjár breytingar frá síðasta leik liðsins. Alessandro Del Piero kom inn fyrir David Trezeguet og þeir Amauri og Olof Mellberg eru í liðinu á kostnað Vincenzo Iaquinta og Zdenek Grygera. Fyrsta mark leiksins kom á tólftu mínútu. Salomon Kalou átti sendingu inn í teig þar sem Frank Lampard var og hann skildi eftir boltann fyrir Didier Drogba sem skoraði með laglegu skoti. Fleiri urðu mörkin ekki þó svo að bæði lið hafi fengið sín tækifæri í leiknum. Mikilvægt mark hjá Drogba en Chelsea á þó erfiðan leik fyrir höndum á Ítalíu. Sporting Lissabon - Bayern München 0-50-1 Franck Ribery (42.) 0-2 Miroslav Klose (57.) 0-3 Franck Ribery, víti (63.) 0-4 Luca Toni (84.)0-5 Luca Toni (90.) Villarreal - Panathinaikos 1-1 0-1 Giorgos Karagounis (59.) 1-1 Giuseppi Rossi, víti (67.) Meistaradeild Evrópu Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Sjá meira
Liverpool og Chelsea unnu bæði sína leiki í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Yossi Benayoun tryggði Liverpool kærkominn sigur á Real Madrid á útivelli með laglegu skallamarki á 82. mínútu. Didier Drogba reyndist hetja Chelsea er vann 1-0 sigur á Juventus. Þá vann Bayern München 5-0 stórsigur á Sporting Lissabon og það í Portúgal. Panathinaikos náði einnig góðum úrslitum er liðið gerði 1-1 jafntefli gegn Villarreal á Spáni. Real Madrid - Liverpool 0-1 0-1 Yossi Benayoun (82.) Steven Gerrard var ekki í byrjunarliði Liverpool en Xabi Alonso var í byrjunarliðinu eftir að hafa tekið út leikbann. Dirk Kuyt og Fernando Torres voru í fremstu víglínu. Hjá Real Madrid var gerð ein breyting frá síðasta leik. Arjen Robben kom inn fyrir Klaas-Jan Huntelaar sem er ekki gjaldgengur með Real Madrid í Meistaradeildinni. Heimamenn byrjuðu betur en það voru leikmenn Liverpool, þeir Torres og Yossi Benayoun, sem fengu hættulegri færin framan af. Iker Casillas var hins vegar vel á verði í bæði skiptin. Gonzalo Higuain skoraði svo mark á 30. mínútu sem var dæmt af vegna rangstöðu. Undir lok fyrri hálfleiks átti svo Xabi Alonso ævintýralega skottilraun er hann reyndi að skora frá eigin vallarhelmingi. Skotið var gott en Casillas sá við honum. Síðari hálfleikur var talsvert rólegri en sá fyrri. Eitt hættulegasta færið fékk Arjen Robben á 71. mínútu er hann átti gott skot að marki sem Pepe Reina varði vel. Þegar skammt var til leiksloka brast þó ísinn loksins. Gabriel Heinze gerði sig sekan er hann handlék knöttinn á hættulegu svæði. Fabio Aurelio tók aukaspyrnuna og rataði hún beint á kollinn á Benayoun sem stýrði knettinum í netið með hörkuskalla sem Casillas átti ekki möguleika á. Chelsea - Juventus 1-01-0 Didier Drogba (12.) Ein breyting var gerð á liði Chelsea sem vann Aston Villa um helgina. Ashley Cole kom inn fyrir Paulo Ferreira sem á við meiðsla að stríða. Deco var fjarverandi vegna meiðsla. Hjá Juventus voru gerðar þrjár breytingar frá síðasta leik liðsins. Alessandro Del Piero kom inn fyrir David Trezeguet og þeir Amauri og Olof Mellberg eru í liðinu á kostnað Vincenzo Iaquinta og Zdenek Grygera. Fyrsta mark leiksins kom á tólftu mínútu. Salomon Kalou átti sendingu inn í teig þar sem Frank Lampard var og hann skildi eftir boltann fyrir Didier Drogba sem skoraði með laglegu skoti. Fleiri urðu mörkin ekki þó svo að bæði lið hafi fengið sín tækifæri í leiknum. Mikilvægt mark hjá Drogba en Chelsea á þó erfiðan leik fyrir höndum á Ítalíu. Sporting Lissabon - Bayern München 0-50-1 Franck Ribery (42.) 0-2 Miroslav Klose (57.) 0-3 Franck Ribery, víti (63.) 0-4 Luca Toni (84.)0-5 Luca Toni (90.) Villarreal - Panathinaikos 1-1 0-1 Giorgos Karagounis (59.) 1-1 Giuseppi Rossi, víti (67.)
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Sjá meira