Fótbolti

Sjáið íslensku stelpurnar rúlla upp þeim dönsku í dag | Myndband

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Fanndís Friðiksdóttir var næstum því búin að skora fimmta markið þegar hún skaut í stöng úr aukaspyrnu.
Fanndís Friðiksdóttir var næstum því búin að skora fimmta markið þegar hún skaut í stöng úr aukaspyrnu. Vísir/Anton
Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta er í frábærum málum í sínum riðli á Algarve-mótinu í Portúgal eftir 4-1 stórsigur á Dönum í dag.

Íslensku stelpurnar hafa fullt hús, 6 stig, og markatöluna 6-2 eftir tvo fyrstu leiki sína á mótinu og þurfa aðeins stig til viðbótar til þess að tryggja sér sæti í úrslitaleiknum.

Elín Metta Jensen skoraði fyrsta markið á 10. mínútu eftir mistök danska markvarðarins og annað markið var sjálfsmark Dana eftir hornspyrnu Katrínar Ómarsdóttur.

Sandra María Jessen (59. mínúta) og Hólmfríður Magnúsdóttir (90. mínúta) innsigluðu sigurinn í seinni hálfleiknum eftir að Dani höfðu minnkað muninn í 2-1 á 52. mínútu.

Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska liðsins, gerði tíu breytingar á byrjunarliði sínu en það skipti engu máli. Breiddin er orðin mikil í íslenska kvennalandsliðinu.

Sporttv er á staðnum og hefur sett inn myndband með mörkum íslenska liðsins í dag. Það er hægt að sjá þetta myndband hér fyrir neðan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×