Líf útlendingsins viss línudans hvar sem er í heiminum Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 4. mars 2016 10:15 Róbert og Arna Gná við opnun sýningarinnar. Mynd/úr einkasafni Arna Gná Gunnarsdóttir opnaði nýlega myndlistarsýninguna Winter in Strasbourg í Listasal Evrópuráðsins í Strassborg. Hún kveðst vera undir áhrifum frá íslenskri handverkshefð en þó aðallega reyna að túlka hvernig hún upplifi að vera útlendingur og reyna að falla inn í nýtt samfélag án þess að glata eigin menningareinkennum. Arna Gná flutti til Strassborgar fyrir tveimur árum með manni sínum, Róbert Spanó, dómara við Mannréttindadómstól Evrópu, og tveimur sonum. „Okkur líður mjög vel hér en það kom mér á óvart þegar við fluttum hingað hvað munurinn er mikill á Íslendingum og Frökkum. Ég flokka mig sem Skandinava, sem í Suður-Evrópu þykja frekar lokaðir og stífir en mér finnst þvert á móti við frekar opin og frjáls en Frakkar fastir í reglum. Þeir elska skriffinnsku meðan við hugsum, æ, við reddum þessu og erum sveigjanleg. Ég er því dálítið á tánum og að finna út hvernig ég eigi að vera. En ég er auðvitað útlendingur hér en hef ekki prófað að vera útlendingur á Íslandi, kannski er það bara eins, og líf útlendings er línudans hvar sem er í heiminum. Mér finnst það áhugavert umhugsunarefni nú þegar til Vesturlanda flykkist fólk frá öðrum menningarheimi.“ Lífið í Strassborg. Línurnar eins og höft og kassar til að passa inn í. Bleika línan er löngunin til að halda í sitt. Mynd úr einkasafni.Sem dæmi um menningarmuninn milli Íslendinga og Frakka lýsir Arna Gná því þegar yngri sonurinn byrjaði í leikskóla í Strassborg, fjögurra ára. „Þetta var rétt fyrir jól og fyrsta daginn klippti hann út jólatré. Þegar ég kom að sækja hann var mér sýnt hvað þetta væri hryllilega lélegt hjá honum, ég yrði að fara heim og kenna honum að klippa. Annað verkefni var að kenna honum að lita í litabók og ef hann litaði pínulítið út fyrir strik fékk hann fýlukarl í bókina. Þarna fékk ég kúltúrsjokk því okkur finnst allt æðislegt sem börnin gera.“ Sýningin hennar Örnu Gnáar stendur til 24. mars. Hún segir ótrúlega marga hafa mætt á opnun hennar og þrjú verk hafi selst. „Það var gaman að sjá hvað áhuginn var mikill. Gestunum fannst svo merkilegt að ég væri frá Íslandi og töldu sig bara bara sjá íslenskt yfirbragð á myndunum.“ Menning Mest lesið Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Lífið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Lífið Hittast á laun Lífið Fögnuðu Hennar Rödd á alþjóðlegum baráttudegi kvenna Lífið „Loksins kominn til okkar“ Lífið Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Lífið Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Lífið Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Arna Gná Gunnarsdóttir opnaði nýlega myndlistarsýninguna Winter in Strasbourg í Listasal Evrópuráðsins í Strassborg. Hún kveðst vera undir áhrifum frá íslenskri handverkshefð en þó aðallega reyna að túlka hvernig hún upplifi að vera útlendingur og reyna að falla inn í nýtt samfélag án þess að glata eigin menningareinkennum. Arna Gná flutti til Strassborgar fyrir tveimur árum með manni sínum, Róbert Spanó, dómara við Mannréttindadómstól Evrópu, og tveimur sonum. „Okkur líður mjög vel hér en það kom mér á óvart þegar við fluttum hingað hvað munurinn er mikill á Íslendingum og Frökkum. Ég flokka mig sem Skandinava, sem í Suður-Evrópu þykja frekar lokaðir og stífir en mér finnst þvert á móti við frekar opin og frjáls en Frakkar fastir í reglum. Þeir elska skriffinnsku meðan við hugsum, æ, við reddum þessu og erum sveigjanleg. Ég er því dálítið á tánum og að finna út hvernig ég eigi að vera. En ég er auðvitað útlendingur hér en hef ekki prófað að vera útlendingur á Íslandi, kannski er það bara eins, og líf útlendings er línudans hvar sem er í heiminum. Mér finnst það áhugavert umhugsunarefni nú þegar til Vesturlanda flykkist fólk frá öðrum menningarheimi.“ Lífið í Strassborg. Línurnar eins og höft og kassar til að passa inn í. Bleika línan er löngunin til að halda í sitt. Mynd úr einkasafni.Sem dæmi um menningarmuninn milli Íslendinga og Frakka lýsir Arna Gná því þegar yngri sonurinn byrjaði í leikskóla í Strassborg, fjögurra ára. „Þetta var rétt fyrir jól og fyrsta daginn klippti hann út jólatré. Þegar ég kom að sækja hann var mér sýnt hvað þetta væri hryllilega lélegt hjá honum, ég yrði að fara heim og kenna honum að klippa. Annað verkefni var að kenna honum að lita í litabók og ef hann litaði pínulítið út fyrir strik fékk hann fýlukarl í bókina. Þarna fékk ég kúltúrsjokk því okkur finnst allt æðislegt sem börnin gera.“ Sýningin hennar Örnu Gnáar stendur til 24. mars. Hún segir ótrúlega marga hafa mætt á opnun hennar og þrjú verk hafi selst. „Það var gaman að sjá hvað áhuginn var mikill. Gestunum fannst svo merkilegt að ég væri frá Íslandi og töldu sig bara bara sjá íslenskt yfirbragð á myndunum.“
Menning Mest lesið Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Lífið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Lífið Hittast á laun Lífið Fögnuðu Hennar Rödd á alþjóðlegum baráttudegi kvenna Lífið „Loksins kominn til okkar“ Lífið Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Lífið Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Lífið Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira