Erlent

Hulunni hugsanlega svipt af huldulistamanni

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Enginn veit með vissu hver Banksy er.
Enginn veit með vissu hver Banksy er. vísir/getty
Vísindamenn við Queen Mary háskólann í Lundúnum segjast hafa leyst ráðgátuna um breska götulistamanninn Banksy, sem alltaf hefur farið huldu höfði. Þeir halda því fram að þeim hafi tekist að sannreyna gamla kenningu um að listamaðurinn heiti Robin Gunningham og sé frá Bristol.

Þetta segjast þeir hafa gert með því að nota tölvutækni sambærilega þeirri sem notuð er til að hafa uppi á glæpamönnum. Þó sé um óformlega rannsókn að ræða sem ekki megi treysta alfarið á. Talsmaður Banksy hefur ekki tjáð sig um málið.

Verk listamannsins hafa birst víða um heim og eru afar vinsæl, svo mjög að nú þykir enginn maður meðal mönnum meðal listunnenda í Bretlandi og víðar nema viðkomandi eigi verk eftir hann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×