Innlent

Staðfesta framlengt gæsluvarðhald yfir hinum grunaða í Sandgerði

Andri Eysteinsson skrifar
Sandgerði

Framlengdur gæsluvarðhaldsúrskurður yfir manni á sextugsaldri sem grunaður er um að hafa orðið sambýliskonu sinni að bana á heimili þeirra í Sandgerði í lok síðast mánaðar hefur verið staðfestur af Landsrétti.

Héraðsdómur hafði framlengt gæsluvarðhaldið til 20. maí að kröfu lögreglustjórans á Suðurnesjum en úrskurðurinn var kærður til Landsréttar sem hefur nú staðfest hann.

Konan lést þann 28. mars síðastliðinn en maðurinn var ekki handtekinn fyrr en að fjórum dögum liðnum. Í fyrstu var talið að ekkert óeðlilegt væri við andlát konunnar en við krufningu vaknaði sterkur grunður um að maðurinn hefði orðið henni að bana.

Samkvæmt heimildum fréttastofu hafði maðurinn, þegar úrskurðurinn var framlengdur í héraði, ekki viljað tjá sig við lögreglu og bar við minnisleysi.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×