Eigandi Heimkaups steinhissa á vel heppnuðu aprílgabbi Kristín Ólafsdóttir skrifar 2. apríl 2019 13:36 Á meðal þeirra miðla sem birtu frétt um kaupin voru Ríkisútvarpið, Stundin, Viðskiptablaðið og DV. Fréttirnar voru allar fjarlægðar af vefsíðum miðlanna skömmu eftir að þær birtust. Mynd/Samsett Óhætt er að segja að aprílgabb vefverslunarinnar Heimkaups hafi heppnast afar vel í gær en íslenskir fjölmiðlar gerðu sér margir mat úr falskri fréttatilkynningu þess efnis að verslunarrisinn Target hefði keypt verslunina. Eigandi Heimkaups segist steinhissa á því hversu margir féllu fyrir gabbinu og hlupu apríl.Fátt sem benti til annars en að satt reyndist Í fréttatilkynningunni, sem send var út á vegum Heimkaups skömmu eftir hádegi í gær, sagði m.a. að „gríðarlegur uppgangur“ vefverslunarinnar hafi vakið athygli Target, sem hafi í kjölfarið ákveðið að festa kaup á öllu hlutafé Heimkaups. Þá hafi bæði nafni verslunarinnar og slóð inn á vef hennar verið breytt í Target.is. Þegar inn á hina nýju vefsíðu var komið tók merki Target á móti notendum, og fátt sem benti til annars en að kaup verslunarrisans hafi gengið í gegn. Smelltu notendur hins vegar á hnapp til að kynna sér „allar nýju vörurnar“ voru þeir leiddir inn á síðu sem rækilega var merkt 1. apríl. „Takk fyrir að hlaupa 1. apríl með okkur,“ sagði jafnframt í skilaboðum á vefnum og notendum boðið upp á afsláttarkóða, sem enn er hægt að nýta sér í versluninni. Þeir notendur sem gera sér ferð inn á Target.is í dag grípa þó í tómt, að undanskilinni 1. apríl-kveðju.Þessi síða tók á móti notendum sem reyndu að kynna sér nýju vörurnar sem fylgdu kaupum Target á Heimkaup.Skjáskot/heimkaup.isÍslenskir fjölmiðlar hlupu margir apríl og birtu fréttir á vefsíðum sínum um kaupin. Þar á meðal voru Ríkisútvarpið, Viðskiptablaðið, Stundin og DV. Fréttirnar voru þó í öllum tilvikum fjarlægðar af síðum miðlanna skömmu eftir að þær birtust. Þá er ljóst að Guðmundi Magnasyni, eiganda Heimkaups, var mikið í mun að halda gríninu til streitu. Þegar Vísir náði tali af honum í gær sagðist hann spenntur fyrir kaupunum og sagði þau hafa átt sér tiltölulega stuttan aðdraganda, eða frá áramótum. Guðmundur fékkst þó ekki til þess að hafna því beinum orðum að um aprílgabb væri að ræða þegar hann var inntur eftir því og benti blaðamanni á að fikra sig áfram á vefnum til að komast að hinu sanna.Guðmundur Magnason, eigandi Heimkaups.Fréttablaðið/EyþórHeppnaðist betur en þau áttu von á Guðmundur segir í samtali við Vísi í dag að aprílgabbið hafi heppnast afar vel og vakið mikla lukku. „Ég reyndar verð að viðurkenna að ég varð steinhissa á því hversu margir fjölmiðlar hlupu, af því að grínið var svo grunnt,“ segir Guðmundur. Þá hafi ekki verið lagt ýkja mikið í aprílgabbið, þó að það kunni að virðast íburðarmikið. Þannig hafi Heimkaup fengið lánað lénið Target.is, sem er í eigu Íslendings, en ekki fest kaup á því fyrir hrekkinn. Þá hafi hvorki verið notast við opinbert merki Target né rétta rauða litinn sem prýðir það. „Við í rauninni gerðum ekki mjög mikið, þetta er gert á korteri. Og heppnaðist kannski betur en við áttum von á,“ segir Guðmundur.En ertu nokkuð með samviskubit yfir því að hafa platað blaðamenn?„Ég talaði við tvo fjölmiðla og ég hafði það ekki í mér að svara því beinum orðum [að um aprílgabb væri að ræða]. Ég gat talað í kringum það en svo kom beina spurningin og þá koxaði ég,“ segir Guðmundur. Aprílgabb Fjölmiðlar Tengdar fréttir Nýjasta Járnsætið gæti verið á Íslandi Ný mynd sem birtist á Twitter-síðu Game of Thrones í gær sýnir aðstæður sem svipar til Íslands þótt ómögulegt sé að fullyrða það. 1. apríl 2019 13:00 Hatari með síðasta aprílgabb dagsins? Hljómsveitin Hatari, fulltrúi Íslands í Eurovision í ár, tilkynnir á síðunni Icelandic Music News að þeir ætli ekki að taka þátt í keppninni í ár. Athygli vekur að tilkynningin kemur 1. apríl. 1. apríl 2019 22:08 Aprílgöbbin 2019: Leituðu að járnsæti í Öskjuhlíðinni, Brokkólíkók og fíkniefnaleitar kanína Í dag er 1. apríl og þá keppist fólk og fyrirtæki í því að reyna fá fólk til að hlaupa 1. apríl með góðu gabbi. 1. apríl 2019 16:30 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Fleiri fréttir Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjá meira
Óhætt er að segja að aprílgabb vefverslunarinnar Heimkaups hafi heppnast afar vel í gær en íslenskir fjölmiðlar gerðu sér margir mat úr falskri fréttatilkynningu þess efnis að verslunarrisinn Target hefði keypt verslunina. Eigandi Heimkaups segist steinhissa á því hversu margir féllu fyrir gabbinu og hlupu apríl.Fátt sem benti til annars en að satt reyndist Í fréttatilkynningunni, sem send var út á vegum Heimkaups skömmu eftir hádegi í gær, sagði m.a. að „gríðarlegur uppgangur“ vefverslunarinnar hafi vakið athygli Target, sem hafi í kjölfarið ákveðið að festa kaup á öllu hlutafé Heimkaups. Þá hafi bæði nafni verslunarinnar og slóð inn á vef hennar verið breytt í Target.is. Þegar inn á hina nýju vefsíðu var komið tók merki Target á móti notendum, og fátt sem benti til annars en að kaup verslunarrisans hafi gengið í gegn. Smelltu notendur hins vegar á hnapp til að kynna sér „allar nýju vörurnar“ voru þeir leiddir inn á síðu sem rækilega var merkt 1. apríl. „Takk fyrir að hlaupa 1. apríl með okkur,“ sagði jafnframt í skilaboðum á vefnum og notendum boðið upp á afsláttarkóða, sem enn er hægt að nýta sér í versluninni. Þeir notendur sem gera sér ferð inn á Target.is í dag grípa þó í tómt, að undanskilinni 1. apríl-kveðju.Þessi síða tók á móti notendum sem reyndu að kynna sér nýju vörurnar sem fylgdu kaupum Target á Heimkaup.Skjáskot/heimkaup.isÍslenskir fjölmiðlar hlupu margir apríl og birtu fréttir á vefsíðum sínum um kaupin. Þar á meðal voru Ríkisútvarpið, Viðskiptablaðið, Stundin og DV. Fréttirnar voru þó í öllum tilvikum fjarlægðar af síðum miðlanna skömmu eftir að þær birtust. Þá er ljóst að Guðmundi Magnasyni, eiganda Heimkaups, var mikið í mun að halda gríninu til streitu. Þegar Vísir náði tali af honum í gær sagðist hann spenntur fyrir kaupunum og sagði þau hafa átt sér tiltölulega stuttan aðdraganda, eða frá áramótum. Guðmundur fékkst þó ekki til þess að hafna því beinum orðum að um aprílgabb væri að ræða þegar hann var inntur eftir því og benti blaðamanni á að fikra sig áfram á vefnum til að komast að hinu sanna.Guðmundur Magnason, eigandi Heimkaups.Fréttablaðið/EyþórHeppnaðist betur en þau áttu von á Guðmundur segir í samtali við Vísi í dag að aprílgabbið hafi heppnast afar vel og vakið mikla lukku. „Ég reyndar verð að viðurkenna að ég varð steinhissa á því hversu margir fjölmiðlar hlupu, af því að grínið var svo grunnt,“ segir Guðmundur. Þá hafi ekki verið lagt ýkja mikið í aprílgabbið, þó að það kunni að virðast íburðarmikið. Þannig hafi Heimkaup fengið lánað lénið Target.is, sem er í eigu Íslendings, en ekki fest kaup á því fyrir hrekkinn. Þá hafi hvorki verið notast við opinbert merki Target né rétta rauða litinn sem prýðir það. „Við í rauninni gerðum ekki mjög mikið, þetta er gert á korteri. Og heppnaðist kannski betur en við áttum von á,“ segir Guðmundur.En ertu nokkuð með samviskubit yfir því að hafa platað blaðamenn?„Ég talaði við tvo fjölmiðla og ég hafði það ekki í mér að svara því beinum orðum [að um aprílgabb væri að ræða]. Ég gat talað í kringum það en svo kom beina spurningin og þá koxaði ég,“ segir Guðmundur.
Aprílgabb Fjölmiðlar Tengdar fréttir Nýjasta Járnsætið gæti verið á Íslandi Ný mynd sem birtist á Twitter-síðu Game of Thrones í gær sýnir aðstæður sem svipar til Íslands þótt ómögulegt sé að fullyrða það. 1. apríl 2019 13:00 Hatari með síðasta aprílgabb dagsins? Hljómsveitin Hatari, fulltrúi Íslands í Eurovision í ár, tilkynnir á síðunni Icelandic Music News að þeir ætli ekki að taka þátt í keppninni í ár. Athygli vekur að tilkynningin kemur 1. apríl. 1. apríl 2019 22:08 Aprílgöbbin 2019: Leituðu að járnsæti í Öskjuhlíðinni, Brokkólíkók og fíkniefnaleitar kanína Í dag er 1. apríl og þá keppist fólk og fyrirtæki í því að reyna fá fólk til að hlaupa 1. apríl með góðu gabbi. 1. apríl 2019 16:30 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Fleiri fréttir Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjá meira
Nýjasta Járnsætið gæti verið á Íslandi Ný mynd sem birtist á Twitter-síðu Game of Thrones í gær sýnir aðstæður sem svipar til Íslands þótt ómögulegt sé að fullyrða það. 1. apríl 2019 13:00
Hatari með síðasta aprílgabb dagsins? Hljómsveitin Hatari, fulltrúi Íslands í Eurovision í ár, tilkynnir á síðunni Icelandic Music News að þeir ætli ekki að taka þátt í keppninni í ár. Athygli vekur að tilkynningin kemur 1. apríl. 1. apríl 2019 22:08
Aprílgöbbin 2019: Leituðu að járnsæti í Öskjuhlíðinni, Brokkólíkók og fíkniefnaleitar kanína Í dag er 1. apríl og þá keppist fólk og fyrirtæki í því að reyna fá fólk til að hlaupa 1. apríl með góðu gabbi. 1. apríl 2019 16:30