Aron Elís skoraði sigurmark í uppbótartíma og reddaði Guðmundi fyrir horn Tómas Þór Þórðarson skrifar 1. nóvember 2015 18:59 Aron Elís skoraði sitt fimmta mark í deildinni. mynd/aafk.no Tveir fyrrverandi leikmenn FH; Matthías Vilhjálmsson og Björn Daníel Sverrison, voru báðir á skotskónum í 29. og næst síðustu umferð norsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í kvöld. Hólmar Örn Eyjólfsson var í byrjunarliði Noregsmeistara Rosenborg sem virðast vera hættir að spila vörn eftir að liðið tryggði sér titilinn. Það fékk á sig þrjú mörk í síðustu umferð og þrjú mörk í kvöld á heimavelli gegn Haugesund, en Matthías bjargaði meisturunum með sigurmarki á 83. mínútu, 4-3, eftir að koma inn á sem varamaður aðeins tveimur mínútum áður. Rosenborg er með tíu stiga forskot á toppi deildarinnar og fyrir löngu búið að tryggja sér Noregsmeistaratitilinn.Björn að skríða saman Björn Daníel Sverrisson missti af stærstum hluta tímabilsins hjá Viking Stavanger vegna meiðsla, en hann hefur komið ágætlega inn í liðið undir lok tímabilsins. Viking tapaði gegn Ole Gunnar Solskjær og lærisveinum í Molde á útivelli, 4-1. Heimamenn komust í 3-0 á fyrstu 55 mínútum leiksins áður en Björn Daníel minnkaði muninn með fallegu marki á 81. mínútu. Jón Daði Böðvarsson og Indriði Sigurðsson voru einnig í byrjunarliði norsku Víkinganna sem eru í fimmta sæti deildarinnar með 50 stig.Árni í stuði Árni Vilhjálmsson er heldur betur að minna á sig undir lok tímabilsins með Lilleström eftir að hafa verið meiddur stóran hluta þess. Eftir að skora í síðustu tveimur leikjum lagði hann upp mark fyrir Freddy Friday í 3-1 sigri Lilleström á Sarpsborg í kvöld. Finnur Orri Margeirsson var kominn aftur í byrjunarlið Lilleström sem siglir lygnan sjó í áttunda sæti deildarinnar með 44 stig á fyrstu leiktíð Rúnars Kristjánssonar sem þjálfari liðsins.Aron Elís hetjan Aron Elís Þrándarson var hetja Álasunds, en hann tryggði sínu liði sætan sigur á útivelli gegn Mjöndalen, 2-1, með marki á 94. mínútu. Mjöndalen hafði jafnað leikinn á fyrstu mínútu í uppbótartíma. Þetta er fimmta mark Arons Elís í 16 leikjum í deildinni en hann er að spila sitt fyrsta tímabil í atvinnumennsku. Álasund er með 38 stig í níunda sæti deildarinnar þegar ein umferð er eftir, en markið gerði Guðmundi Kristjánssyni og félögum hans í Start mikinn greiða.Einn séns enn Eina Íslendingaliðið sem er í vandræðum er nefnilega start Start, en þar á bæ hefur ekkert gengið síðan Matthías Vilhjálmsson hvarf á braut um mitt tímabil og samdi við meistara Rosenborg. Guðmundur Kristjánsson var ekki í leikmannahópi Start í kvöld sem tapaði fyrir Stabæk, 3-2, á útivelli. Á sama tíma vann Tromsö sigur á Bodö/Glimt, 3-1, og hélt sæti sínu í deildinni. Guðmundur og félagar eru í umspilssætinu með eins stigs forskot á Mjöndalen fyrir lokaumferðina þökk sé Aroni Elís. Annað liðið mun falla og hitt þarf að bjarga sæti sínu í einvígi heima og að heiman gegn liði úr B-deildinni. Mjöndalen heimsækir Viking í lokaumferðinni en Start fær Molde í heimsókn. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Allsber kona truflaði úrslitaleikinn Sport Bellamy heldur ekki vatni yfir Orra: „Verður heimsþekktur“ Fótbolti Þegar Walesverjar reyndu að gera lítið úr Íslendingum með apagrímum Fótbolti Ísland neyðist í fyrsta sinn til að spila heimaleik erlendis Fótbolti Ronaldo segir að næsti gestur hans muni setja Internetið á hliðina Fótbolti Paul hló að tilboði heimsmeistarans en skoðar málið Sport Þjálfari Noregs rakar inn milljónum Fótbolti Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Handbolti Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Enski boltinn Daðrað við elítuna eða hætta á falli? Fótbolti Fleiri fréttir Hareide ætlar að stöðva taplausa hrinu Wales Ísland neyðist í fyrsta sinn til að spila heimaleik erlendis Aron á leið til Katar og verður ekki á leik kvöldsins Þjálfari Noregs rakar inn milljónum Bellamy heldur ekki vatni yfir Orra: „Verður heimsþekktur“ Fyrirliðinn trúir: „Ansi mörg vopn sem við höfum upp á að bjóða“ Daðrað við elítuna eða hætta á falli? Þegar Walesverjar reyndu að gera lítið úr Íslendingum með apagrímum Ronaldo segir að næsti gestur hans muni setja Internetið á hliðina Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Hringir og hringir en fær alltaf nei Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Týndu báðir vegabréfinu sínu og missa af landsleikjum San Marínó vann aftur og komst upp Króatar og Danir tryggðu sér sæti í átta liða úrslitunum 27 þúsund miðar seldir á leikinn á morgun Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Jóhann Berg um Aron Einar: Ég veit hvernig honum líður Kane í viðtali við nýju styttuna af honum Svona var blaðamannafundur Íslands í Wales Aron Einar ekki með á morgun Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Ekki útlit fyrir breytingar á hópnum fyrir stórleikinn gegn Wales Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Hin 38 ára Marta gerði tvær að fíflum með ótrúlegu marki Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Sjá meira
Tveir fyrrverandi leikmenn FH; Matthías Vilhjálmsson og Björn Daníel Sverrison, voru báðir á skotskónum í 29. og næst síðustu umferð norsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í kvöld. Hólmar Örn Eyjólfsson var í byrjunarliði Noregsmeistara Rosenborg sem virðast vera hættir að spila vörn eftir að liðið tryggði sér titilinn. Það fékk á sig þrjú mörk í síðustu umferð og þrjú mörk í kvöld á heimavelli gegn Haugesund, en Matthías bjargaði meisturunum með sigurmarki á 83. mínútu, 4-3, eftir að koma inn á sem varamaður aðeins tveimur mínútum áður. Rosenborg er með tíu stiga forskot á toppi deildarinnar og fyrir löngu búið að tryggja sér Noregsmeistaratitilinn.Björn að skríða saman Björn Daníel Sverrisson missti af stærstum hluta tímabilsins hjá Viking Stavanger vegna meiðsla, en hann hefur komið ágætlega inn í liðið undir lok tímabilsins. Viking tapaði gegn Ole Gunnar Solskjær og lærisveinum í Molde á útivelli, 4-1. Heimamenn komust í 3-0 á fyrstu 55 mínútum leiksins áður en Björn Daníel minnkaði muninn með fallegu marki á 81. mínútu. Jón Daði Böðvarsson og Indriði Sigurðsson voru einnig í byrjunarliði norsku Víkinganna sem eru í fimmta sæti deildarinnar með 50 stig.Árni í stuði Árni Vilhjálmsson er heldur betur að minna á sig undir lok tímabilsins með Lilleström eftir að hafa verið meiddur stóran hluta þess. Eftir að skora í síðustu tveimur leikjum lagði hann upp mark fyrir Freddy Friday í 3-1 sigri Lilleström á Sarpsborg í kvöld. Finnur Orri Margeirsson var kominn aftur í byrjunarlið Lilleström sem siglir lygnan sjó í áttunda sæti deildarinnar með 44 stig á fyrstu leiktíð Rúnars Kristjánssonar sem þjálfari liðsins.Aron Elís hetjan Aron Elís Þrándarson var hetja Álasunds, en hann tryggði sínu liði sætan sigur á útivelli gegn Mjöndalen, 2-1, með marki á 94. mínútu. Mjöndalen hafði jafnað leikinn á fyrstu mínútu í uppbótartíma. Þetta er fimmta mark Arons Elís í 16 leikjum í deildinni en hann er að spila sitt fyrsta tímabil í atvinnumennsku. Álasund er með 38 stig í níunda sæti deildarinnar þegar ein umferð er eftir, en markið gerði Guðmundi Kristjánssyni og félögum hans í Start mikinn greiða.Einn séns enn Eina Íslendingaliðið sem er í vandræðum er nefnilega start Start, en þar á bæ hefur ekkert gengið síðan Matthías Vilhjálmsson hvarf á braut um mitt tímabil og samdi við meistara Rosenborg. Guðmundur Kristjánsson var ekki í leikmannahópi Start í kvöld sem tapaði fyrir Stabæk, 3-2, á útivelli. Á sama tíma vann Tromsö sigur á Bodö/Glimt, 3-1, og hélt sæti sínu í deildinni. Guðmundur og félagar eru í umspilssætinu með eins stigs forskot á Mjöndalen fyrir lokaumferðina þökk sé Aroni Elís. Annað liðið mun falla og hitt þarf að bjarga sæti sínu í einvígi heima og að heiman gegn liði úr B-deildinni. Mjöndalen heimsækir Viking í lokaumferðinni en Start fær Molde í heimsókn.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Allsber kona truflaði úrslitaleikinn Sport Bellamy heldur ekki vatni yfir Orra: „Verður heimsþekktur“ Fótbolti Þegar Walesverjar reyndu að gera lítið úr Íslendingum með apagrímum Fótbolti Ísland neyðist í fyrsta sinn til að spila heimaleik erlendis Fótbolti Ronaldo segir að næsti gestur hans muni setja Internetið á hliðina Fótbolti Paul hló að tilboði heimsmeistarans en skoðar málið Sport Þjálfari Noregs rakar inn milljónum Fótbolti Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Handbolti Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Enski boltinn Daðrað við elítuna eða hætta á falli? Fótbolti Fleiri fréttir Hareide ætlar að stöðva taplausa hrinu Wales Ísland neyðist í fyrsta sinn til að spila heimaleik erlendis Aron á leið til Katar og verður ekki á leik kvöldsins Þjálfari Noregs rakar inn milljónum Bellamy heldur ekki vatni yfir Orra: „Verður heimsþekktur“ Fyrirliðinn trúir: „Ansi mörg vopn sem við höfum upp á að bjóða“ Daðrað við elítuna eða hætta á falli? Þegar Walesverjar reyndu að gera lítið úr Íslendingum með apagrímum Ronaldo segir að næsti gestur hans muni setja Internetið á hliðina Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Hringir og hringir en fær alltaf nei Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Týndu báðir vegabréfinu sínu og missa af landsleikjum San Marínó vann aftur og komst upp Króatar og Danir tryggðu sér sæti í átta liða úrslitunum 27 þúsund miðar seldir á leikinn á morgun Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Jóhann Berg um Aron Einar: Ég veit hvernig honum líður Kane í viðtali við nýju styttuna af honum Svona var blaðamannafundur Íslands í Wales Aron Einar ekki með á morgun Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Ekki útlit fyrir breytingar á hópnum fyrir stórleikinn gegn Wales Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Hin 38 ára Marta gerði tvær að fíflum með ótrúlegu marki Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Sjá meira