Þau kvöddu á árinu 2018 Atli Ísleifsson skrifar 22. desember 2018 10:00 George og Barbara Bush, fyrrverandi forsetahjón Bandaríkjanna, vísindamaðurinn Stephen Hawking, söngkonurnar Aretha Franklin og Dolores O'Riordan og leikarinn Burt Reynolds féllu öll frá á árinu. Fjölmargir þekktir einstaklingar úti í heimi kvöddu þennan heim á árinu sem brátt líður undir lok. Í hópi þeirra sem önduðust á árinu eru fyrrverandi Bandaríkjaforseti, einn merkasti vísindamaður síðari tíma, ein besta söngkona allra tíma og einn allra vinsælasti plötusnúður heims. Vísir tók saman nokkur nöfn sem Íslendingum ættu mörg hver að vera kunnug.Úr heimi stjórnmála og kóngafólksKofi Annan, fyrrverandi framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, lést í ágúst, áttatíu ára að aldri. Annan, sem var fæddur í Gana, var sjöundi maðurinn til að gegna embætti framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna og annar Afríkumaðurinn. Það gerði hann á árunum 1997 til 2006.Paddy Ashdown, fyrrverandi leiðtogi Frjálslynda flokksins (Lib Dem) í Bretlandi, er látinn, 77 ára að aldri. Lord Ashdown gegndi formennsku í flokknum á árunum 1988 til 1999.Pik Botha, fyrrverandi utanríkisráðherra Suður-Afríku, lést í október, 86 ára að aldri. Hann gegndi embætti utanríkisráðherra landsins á síðustu árum aðskilnaðarstefnunnar, frá 1977 til 1994.Barbara Bush, fyrrverandi forsetafrú Bandaríkjanna, lést í apríl, 92 ára að aldri. Hún var eiginkona George H W Bush, sem var varaforseti Bandaríkjanna á árunum 1981 til 1989 og svo forseti 1989 til 1993. Hún beitti sér sérstaklega fyrir því að auka læsi meðal ungs fólks í Bandaríkjunum.George H W Bush, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, lést þann 30. nóvember, 94 ára að aldri. Hann gegndi forsetaembættinu á árunum 1989 til 1993, en hafði fyrr setið sem þingmaður Repúblikana í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, var sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum og forstjóri leyniþjónustunnar CIA.Peter Carington, breskur stjórnmálamaður sem gegndi embætti framkvæmdastjóra NATO 1984-88, lést í júlí, 99 ára að aldri. Hann var utanríkisráðherra Bretlands á árinum 1979-82 í ríkisstjórn Margaret Thatcher.Marielle Franco, brasilískur stjórnmálamaður og baráttukona fyrir mannréttindum, var myrt í Rio de Janeiro, þar sem hún starfaði sem borgarfulltrúi, í mars, skömmu eftir að hafa flutt ræðu. Hún varð 38 ára gömul.Hinrik, eiginmaður Margrétar Þórhildar Danadrottningar, lést á árinu.GettyHinrik prins, eiginmaður Margrétar Þórhildar Danadrottningar, lést í febrúar, 83 ára að aldri. Hinn franskættaði Hinrik var fæddur 11. júní 1934 og kvæntist Margréti Þórhildi árið 1967. Hann lét af konunglegum skyldum árið 2016.Tessa Jowell, bresk fyrrverandi þingkona Verkamannaflokksins, lést í maí, sjötug að aldri. Hún átti sæti í neðri deild breska þingsins frá 1992 til 2015. Þá tók hún sæti í efri deild þingsins.Wim Kok, fyrrverandi forsætisráðherra Hollands, lést í október, áttræður að aldri. Hann gegndi embætti forsætisráðherra landsins á árunum 1994 til 2002.Ruud Lubbers, fyrrverandi forsætisráðherra Hollands, lést í febrúar, 78 ára að aldri. Lubbers var á sínum tíma formaður Kristilegra demókrata og er sá maður sem lengst allra hefur gegnt embætti forsætisráðherra Hollands. Hann stýrði landinu á árunum 1982 til 1994.Winnie Mandela lést í apríl.GettyWinnie Mandela, suður-afrísk baráttukona, lést í apríl, 81 árs að aldri. Mandela var fyrrverandi eiginkona Nelson Mandela, fyrrverandi forseta Suður-Afríku, og voru þau hjónin á sínum tíma ein helsta táknmynd baráttunnar gegn aðskilnaðarstefnunni í landinu.John McCain, bandarískur öldungadeildarþingmaður og forsetaframbjóðandi Repúblikana, lést í ágúst, 81 ára að aldri. McCain hafði setið á þingi frá árinu 1982, fyrst í fulltrúadeild þingsins og svo öldungadeildinni frá 1986. Hann bauð sig fram til embættis forseta árið 2008 og tapaði þá fyrir Barack Obama. Hann greindist með heilaæxli fyrr á árinu og gagnrýndi reglulega Donald Trump Bandaríkjaforseta síðustu æviár sín.Odvar Nordli, fyrrverandi forsætisráðherra Noregs, lést í janúar, níræður að aldri. Nordli myndaði ríkisstjórn sína 15. janúar 1976 og gegndi hann embætti forsætisráðherra til 4. febrúar 1981 þegar ríkisstjórn Gro Harlem Brundtland tók við völdum eftir innanflokksátök í Verkamannaflokknum.Lisbet Palme, ekkja Olof Palme, fyrrverandi forsætisráðherra Svíþjóðar, lést í október, 87 ára að aldri. Lisbet Palme var barnasálfræðingur að mennt og var um tíma forseti UNICEF í Svíþjóð.Tran Dai Quang, forseti Víetnams, lést í september, 61 árs að aldri. Hann tók við embætti forseta vorið 2016.Louise Slaughter, bandarísk þingkona Repúblikanaflokksins, lést í mars, 88 ára að aldri. Hún átti sæti í fulltrúadeild þingsins frá 1987 til dauðadags fyrir New York ríki.Thorvald Stoltenberg, norskur stjórnmálamaður, lést í júlí 87 ára að aldri. Hann var dómsmálaráðherra Noregs á árunum 1979-81 og utanríkisráðherra 1987-89 og 1990-93 í stjórnum norska Verkamannaflokksins. Hann var faðir Jens Stoltenberg, fyrrverandi forsætisráðherra Noregs og núverandi framkvæmdastjóra NATO.Morgan Tsvangirai, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Simbabve til margra ára, lést í febrúar, 65 ára að aldri. Stjórnmálabarátta Tsvangirai einkenndist af stöðugum átökum við forsetann fyrrverandi, Robert Mugabe og bárust reglulega fréttir af því að Tsvangirai hafi verið fangelsaður og beittur ofbeldi af mönnum Mugabe.Ola Ullsten, fyrrverandi forsætisráðherra Svíþjóðar, lést í maí 86 ára að aldri. Hann gegndi embætti forsætisráðherra á árunum 1978 til 1979 og var formaður Þjóðarflokksins (Folkpartiet) frá 1978 til 1983.Mary Wilson, ljóðskáld og eiginkona Harold Wilson, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, lést í júní 102 ára að aldri. Harold Wilson gegndi embætti forsætisráðherra á árunum 1964 til 1970 og svo aftur frá 1974 til 1976.Alaxender Zakharchenko, leiðtogi aðskilnaðarsinna í Donetsk í austurhluta Úkraínu, var ráðinn af dögum í sprengjuárás á kaffihúsi í ágúst. Zakarchenko bar titilinn forsætisráðherra lýðveldis Donetsk. Aðskilnaðarsinnar eru á bandi Rússlandsstjórnar og hertóku stór svæði í Úkraínu árið 2014. Rúmlega tíu þúsund manns hafa fallið í átökunum síðan og rúmlega ein og hálf milljón manna hafa þurft að flýja heimili sín.Menning og listirLys Assia, svissnesk söngkona sem vann fyrstu Eurovision keppnina árið 1956, lést í mars, 94 ára að aldri. Assia söng lagið Refrain í fyrstu keppninni fyrir hönd Sviss.Sænski plötusnúðurinn Avicii.Getty/Mike PontAvicii, sænskur tónlistarframleiðandi og plötusnúður, lést í apríl, 28 ára að aldri. Hann hét Tim Bergling réttu nafni og var frumkvöðull þegar kom að nútíma danstónlist og vann til fjölda verðlauna. Hann gaf út tvær breiðskífur, True árið 2013 og Stories árið 2015, og slógu þær báðar rækilega í gegn. Meðal þekktra laga hans var Wake Me Up og You Make Me.Charles Aznavour, franskur stórsöngvari og tónskáld, lést í október, 94 ára að aldri. Aznavour var þekktur tenórsöngvari og spannaði ferill hans rúma sjö áratugi. Hann hljóðritaði rúmlega 1.200 lög á átta tungumálum og samdi á annað þúsund laga. Hann var einn ástsælasti söngvari Frakklands. Bernardo Bertolucci, ítalskur kvikmyndaleikstjóri, lést í nóvember, 77 ára gamall. Hann vann til Óskarsverðlauna fyrir myndina The Last Emperor frá árinu 1987, en á meðal annarra mynda hans eru The Last Tango in Paris og The Conformist.Paul Bocuse, franskur stjörnukokkur, lést í janúar, 91 árs að aldri. Bocuse er helst minnst fyrir framlag sitt til franskrar matargerðar og er heimsmeistaramót kokka, Bocuse d'Or, nefnt í höfuðið á honum. Anthony Bourdain, bandarískur sjónvarpskokkur, lést í júní, 61 árs að aldri. Bourdain er af mörgum talinn einn merkasti kokkur í heimi, framleiddi fjölda sjónvarpsþátta um matseld, og hlaut fjölda verðlauna fyrir afrek á sínu sviði. Johannes Brost, sænskur leikari, lést í janúar, 71 árs að aldri. Brost var í hópi þekktustu leikara Svíþjóðar og verður einna helst minnst fyrir hlutverk sitt sem Joker í sápuóperunni Rederiet sem var á dagskrá SVT á árunum 1992 til 2000.Montserrat Caballé, spænsk óperusöngkona, lést í október, 85 ára að aldri. Caballé gerði garðinn meðal annars frægan fyrir samstarf sitt með söngvaranum Freddie Mercury þegar þau sungu saman lagið Barcelona. Lagið varð einkennislag Ólympíuleikanna í Barcelona árið 1992.Reg E. Cathey, bandarískur leikari sem þekktastur er fyrir hlutverk sitt sem rifjasalinn Freddy í þáttaröðinni House of Cards, lést í febrúar, 59 ára að aldri.Emma Chambers fór með hlutverk litlu systur persónu Hugh Grant í stórmyndinni Notting Hill.Emma Chambers, bresk leikkona sem er einna þekktust fyrir hlutverk sitt í Notting Hill, lést í febrúar, 53 ára að aldri. Chambers fór með hlutverk Honey, litly systur persónu Hugh Grant, í Notting Hill.Eddie Clarke, gítarleikari bresku rokksveitarinnar Motörhead, lést í janúar, 67 ára að aldri. Hann var betur þekktur sem „Fast Eddie“ og var í hópi þeirra sem stofnaði sveitina árið 1975. Hann hætti í sveitinni árið 1982.Anne V. Coates, breskur kvikmyndaklippari, lést í maí 92 ára að aldri. Hún vann meðal annars Óskarsverðlaun fyrir að hafa klippt kvikmyndina Arabíu-Lawrence frá árinu 1962.Hugh Dane, bandarískur leikari sem einna þekktastur var fyrir hlutverk sitt sem öryggisvörðurinn Hank í sjónvarpsþáttunum The Office, lést í maí, 75 ára gamall.Hubert de Givenchy, franskur tískuhönnuður, lést í mars, 91 árs að aldri. Hann er þekktastur fyrir að hafa hannað kjóla á Audrey Hepburn og Jackie Kennedy.R. Lee Ermey, sem þekktastur er fyrir túlkun sína á harðskeytta liðþjálfanum „Gunny“ Hartman í stríðsmyndinni Full Metal Jacket, lést í apríl, 74 ára gamall.Jessica Falkholt, áströlsk leikkona sem gerði garðinn frægan í þáttunum Home and Away, lést í janúar, 29 ára að aldri. Falkholt lést af sárum sínum eftir að hafa lent í bílslysi á öðrum degi jóla 2017. Móðir, faðir og Annabelle, systir Falkholt, létu einnig lífið í slysinu. Milos Forman, tékknesk ættaði leikstjórinn sem er þekktastur fyrir kvikmyndirnar Gaukshreiðrið og Amadeus lést í apríl, 86 ára að aldri. Hann festi einnig rokksöngleikinn Hárið á filmu árið 1979 og gerði myndina Ríkið gegn Larry Flint árið 1996.Aretha Franklin, bandarísk söngkona og sálargoðsögn, lést í ágúst, 76 ára að aldri. Franklin vann til 18 Grammy verðlauna og var ein söluhæsta tónlistarkona allra tíma. Meðal þekktra laga hennar má nefna Respect og I Say a Little Prayer.France Gall, frönsk söngkona, lést í janúar, sjötug að aldri. Hún sló í gegn sautján ára gömul og vakti heimsathygli þegar hún vann sigur í Eurovision árið 1965, þegar hún keppti fyrir hönd Lúxemborgar. Sigurlagið bar heitið Poupée de cire, poupée de son.Eunice Gayson, ensk leikkona sem verður helst minnst fyrir að leika ástkonu njósnarans James Bond, lést í júní, níræð að aldri. Hún lék persónu Sylviu Trench í myndinni Dr. No sem kom út árið 1962 og var fyrsta myndin sem byggði á sögum Ians Fleming um Bond. Hún lék sömu persónu í næstu mynd, From Russia with Love.Pamela Gidley, sem þekktust var fyrir hlutverk sitt sem Teresa Banks í Twin Peaks-kvikmyndinni Fire Walk With Me, lést í apríl, 52 ára að aldri.William Goldman, bandarískur rithöfundur og handritshöfundur, lést í nóvember 87 ára gamall. Hann vann tvívegis til Óskarsverðlauna fyrir kvikmyndahandrit sín, Butch Cassidy and the Sundance Kid frá 1969 og All the President's Men árið 1976.Morten Grunwald, danskur leikari, lést í nóvember, 83 ára gamall. Grunwald er Íslendingum að góðu kunnur fyrir leik sinn í bíómyndunum um Olsen-gengið þar sem hann fór með hlutverk Benny Frandsen. Alls voru gerðar fjórtán myndir um uppátæki gengisins.Barbara Harris, bandarísk leikkona sem fór meðal annars með hlutverk í A Thousand Clowns, Plaza Suite, Nashville, Family Plot, Freaky Friday, Peggy Sue Got Married, og Grosse Pointe Blank, lést í ágúst 83 ára gömul.Edwin Hawkins, bandarískur gospelsöngvari, lést í janúar, 74 ára að aldri. Hann var frumkvöðull innan gospeltónlistarinnar þar sem hann söng sálma í dægurlagastíl. Hann er þekktastur fyrir lagið Oh Happy Day sem kom út árið 1969.Stephen Hillenburg, skapari teiknimyndasvampsins SpongeBob SquarePants, eða Svamps Sveinssonar, lést í nóvember, 57 ára að aldri. Svampur Sveinsson kom fyrst fram á sjónarsviðið árið 1999. Tab Hunter, bandarískur leikari, lést í júlí, 86 ára að aldri. Hann var þekktur hjartaknúsari á sjötta og sjöunda áratug síðustu aldar. Hunter var samkynhneigður og er hans einna helst minnst fyrir að vera talsmaður og fyrirmynd hinseginfólks. Hunter lék í kvikmyndum á borð við Damn Yankees og Battle Cry og þá gaf hann út hið vinsæla lag Young Love. Joe Jackson, faðir tónlistarmannanna Michael og Janet Jackson, lést í júní, 89 ára að aldri. Hann var umboðsmaður barna sinna sem flest lögðu tónlistina fyrir sig. Sridevi Kapoor, indversk Bollywood-stjarna, lést í febrúar, 54 ára gömul. Hún lést af völdum hjartaáfalls. Sridevi hóf leiklistarferil sinn einungis fjögurra ára gömul og á ferli sínum lék hún í fleiri en 150 Bollywood-myndum. Margot Kidder, sem þekktust er fyrir hlutverk sitt sem Lois Lane í Superman-kvikmyndum áttunda og níunda áratugarins, lést í apríl, 69 ára gömul. Ed King, fyrrverandi gítarleikari rokksveitarinnar Lynyrd Skynyrd, lést í ágúst, 68 ára að aldri. Gítarleikarinn, var meðal höfunda ofursmellsins Sweet Home Alabama. Claude Lanzmann, franskur leikstjóri, rithöfundur og blaðamaður, lést í júlí, 92 ára að aldri. Lanzmann er þekktastur fyrir Shoah, níu klukkustunda langa heimildarmynd sína um helför gyðinga sem þykir ein af merkustu heimildarmyndum sögunnar.Danski tónlistarmaðurinn Kim Larsen á sviði.GettyKim Larsen, danskur söngvari, lést í september, 72 ára að aldri. Hann var mikil alþýðuhetja og þekktur fyrir að standa með smælingjum. Larsen stofnaði hljómsveitina Gasolin á áttunda áratug síðustu aldar og hóf síðar sólóferil. Árið 1983 gaf hann út plötuna Midt om Natten en talið er að um 650 þúsund eintök hafi selst af þeirri plötu sem gerir hana þá söluhæstu í Danmörku. Hann hefur selt milljónir platna í heildina og spilaði nokkrum sinnum á Íslandi. Stan Lee, bandaríski myndasagnahöfundur, lést í nóvember, 95 ára að aldri. Lee er sá sem skapaði ofurhetjur á borð við Kóngulóarmanninn, Iron Man, Hulk, Captain America, Thor og X-Men svo dæmi séu tekin. Ursula K Le Guin, bandarískur vísindaskáldsagnahöfundur, lést í janúar, 88 ára að aldri. Hún var einna þekktust fyrir bækur sínar í Earthsea-bókaröðinni og bókinni The Left Hand of Darkness frá árinu 1969. Lill-Babs, sænska leik- og söngkonan sem hét Barbro Svensson réttu nafni, lést í apríl, áttræð að aldri. Hún var einn þekktasti listamaður Svíþjóðar, tók þátt í Eurovision fyrir hönd Svíþjóðar árið 1961 og fór meðal annars með hlutverk í þáttunum Bonusfamiljen sem margir Íslendingar þekkja.Sondra Locke, bandarísk leikkona, lést í desember, 74 ára að aldri. Locke var tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir leik sinn í kvikmyndinni The Heart Is a Lonely Hunter. Þá lék hún í sex kvikmyndum með fyrrverandi kærasta sínum, bandaríska leikaranum og leikstjóranum Clint Eastwood.Galt MacDermot, höfundur tónlistarinnar í söngleiknum Hárinu, lést í desember, 89 ára að aldri. Hann var einnig þekktur fyrir að hafa samið tónlistina í söngleiknum Two Gentlemen of Verona, sem byggði á samnefndu leikriti William Shakespeare.Katherine MacGregor, bandarísk leikkona sem þekktust er fyrir hlutverk sitt í Húsinu á sléttunni, lést í nóvember, 93 ára að aldri. Hún fór með hlutverk hinnar ríku og illgjörnu Harriet Oleson. Leikarinn John Mahoney var þekktastur fyrir hlutverk sitt sem Marty Crane, föður Frasier í samnefndum þáttum.GettyJohn Mahoney, bresk-bandarískur leikari sem þekktastur er fyrir hlutverk sitt í þáttunum um Frasier, lést í febrúar, 77 ára gamall. Hann fór með hlutverk Martin Crane, föður bræðranna Frasier og Niles Crane. Dorothy Maloney, bandarísk leikkona sem vann til Óskarsverðlauna fyrir hlutverk sitt í myndinni Written in the Wild frá 1956, lést í janúar, 93 ára að aldri. Frægðarsól hennar skein skærast í upphafi sjöunda áratugarins, en árið 1992 fór hún með hlutverk í kvikmyndinni Basic Instinct.Vanessa Marquez, sem þekktust er fyrir hlutverk sitt sem hjúkrunarfræðingurinn Wendy Goldman í Bráðavaktinni, ER, var skotin til bana af lögreglu í Kaliforníuríki í ágúst. Marquez var við slæma andlega heilsu þegar lögreglu bar að garði og er sögð hafa fengið ítrekuð flog. Þegar reynt var að hlúa að henni brást hún skyndilega ókvæða við og dró fram skotvopn. Lögregla skaut Marquez þá til bana.Penny Marshall, bandarískur grínisti og leikstjóri, lést í desember, 75 ára að aldri. Hún var fyrsta konan til að leikstýra kvikmynd sem halaði inn meira en hundrað milljónum dala. Hún naut fyrst frægðar fyrir leik sinn í þáttunum Laverne & Shirley en sneri sér síðar meir að leikstjórn. Hún leikstýrði meðal annars myndinni Big, A League of Their Own og Awakenings.Maurane, belgísk söngkona sem hét Claudine Lauypaerts réttu nafn, lést í maí, 57 ára að aldri. Hún var best þekkt í heimalandinu fyrir störf sín sem kynnir sjónvarpsþáttarins Nouvelle Star, sem er söngkeppni fyrir belgísk börn.Jon James McMurray, kanadískur rappari, lét lífið í október þar sem hann var við tökur á nýju tónlistarmyndbandi. Tökurnar fólu í sér að hann gekk á væng lítillar flugvélar í háloftunum. Mac Miller, bandaríski rappari, lést í september, 26 ára að aldri. Miller glímdi við mikla eiturlyfjafíkn og átti um tíma í sambandi við söngkonuna Aríönu Grande.VS Naipaul, rithöfundur frá Trínídad sem hlaut bókmenntaverðlaun Nóbels árið 2001, lést í ágúst, 85 ára að aldri. Þekktasta verk hans var bókin Hús fyrir herra Biswas.Dolores O‘Riordan, söngkona írsku hljómsveitarinnar The Cranberries lést í janúar, 46 ára að aldri. Frægðarsól sveitarinnar skein hvað skærast á tíunda áratug síðustu aldar þar sem sveitin raðaði mörgum smellum á topp vinsældarlista, meðal annars Zombie, Linger, Dreams, Salvation og Ode to My Family. Nicolas Roeg, breskur kvikmyndaleikstjóri sem þekktastur er fyrir hryllingsmynd sína, Don't Look Now frá árinu 1973 með þeim Julie Christie og Donald Sutherland í aðalhlutverki, lést í nóvember, níræður að aldri. Hann leikstýrði einnig Nornunum, Performance og The Man Who Fell to Earth. Arto Paasilinna, einn vinsælasti rithöfundur Finnlands, lést í október, 76 ára að aldri. Paasilinna er þekktastur fyrir bók sína, Ár hérans, eða Jäniksen vuosi á frummálinu, sem gefin var út árið 1977.Kim Porter, bandarísk fyrirsæta og leikkona sem átti í stormasömu sambandi við tónlistarmanninn Sean „Diddy“ Combs um þrettán ára skeið, lést í nóvember, 47 ára gömul. Porter eignaðist alls fjögur börn, þar af þrjú með Diddy. Charlotte Rae, bandarísk leikkona, lést í ágúst, 92 ára gömul. Hún fór með hlutverk í þáttum á borð við Diff'rent Strokes og The Facts of Life.Douglas Rain, kanadískur leikari sem ljáði tölvunni drungalegu Hal, rödd sína í kvökmyndinni 2001: A Space Odyssey, lést í nóvember, 90 ára að aldri. Burt Reynolds, bandarískur leikari, lést í september, 82 ára að aldri. Reynolds, sem skartaði oft yfirvaraskeggi, sló í gegn í sjónvarpsþáttum á borð við Gunsmoke og Dan August og svo í kvikmyndinni Deliverance frá árinu 1972. Hann fór með hlutverk í nærri tvö hundruð kvikmyndum og sjónvarpsþáttum, en á meðal þekktra kvikmynda leikarans má nefna The Longest Yard frá árinu 1974, Smokey and the Bandit frá 1977 og Boogie Nights frá árinu 2000.Joel Robuchon, franskur meistarakokkur, lést í ágúst, 73 ára að aldri. Hann vann sér inn 32 Michelin stjörnur, byggði upp fræga gúrmet-veitingastaðakeðju, og var lærifaðir stjörnukokksins Gordon Ramsay. Philip Roth, bandarískur rithöfundur, lést í maí, 85 ára að aldri. Roth var einn merkasti núlifandi höfundur Bandaríkjanna og hlaut á sínum ferli fjölmörg verðlaun á borð við Pulitzer, Man Booker verðlaunin og National Book Award. Á meðal frægustu verka hans má nefna American Pastoral, I Married a Communist og Portnoy's Complaint.Mark Salling, bandarískur leikari sem er best þekktur fyrir leik sinn í þáttunum Glee, lést í janúar, 35 ára að aldri. Salling fannst látinn, en hann átti yfir höfði sér fjögurra til sjö ára fangelsisvist eftir að hann gekkst við því að hafa undir höndum kynferðislegar myndir og myndbönd tengdum börnum. Hann fór með hlutverk Noah Puckerman í Glee á árunum 2009 til 2015.Margit Sandemo, norskur rithöfundur sem ritaði bækurnar um Ísfólkið, lést í september, 94 ára að aldri. Sandemo hóf ritun bókanna um Ísfólkið árið 1980. Í sögunum segir frá ættarsögu Ísfólksins frá 16. öld og til nútímans, en á ættinni hvílir mikil bölvun. Bækurnar urðu alls 47 talsins.Simon Shelton, breskur leikari sem þekktastur er fyrir að fara með hlutverk Tinky Winky í Stubbunum eða Teletubbies, lést í janúar, 52 ára gamall.Mark E Smith, söngvari og forsprakki bresku sveitarinnar The Fall, lést í janúar, sextugur að aldri. The Fall náði alls 27 lögum inn á breska vinsældalistann á árunum 1984 til 2004.Isao Takahata, japanskur anime-leikstjóri og einn stofnenda hins rómaða kvikmyndaframleiðslufyrirtækis Studio Ghibli, lést í apríl, 82 ára gamall. Hann hlaut Óskarsverðlaunatilefningu árið 2014 fyrir kvikmyndina The Tale of the Princess Kaguya en hans þekktasta verk er án efa Grave of the Fireflies sem kom út árið 1988.Ole Thestrup, danskur leikari, lést í febrúar, 69 ára að aldri. Thestrup naut mikilla vinsælda í Danmörku og vann til fjölda verðlauna á leiklistarferli sínum. Hann gerði garðinn frægan meðal annars í sjónvarpsþáttaröðinni Borgen þar sem hann fór með hlutverk hægrimannsins Svend Åge Saltum.Verne Troyer var þekktastur fyrir hlutverk sitt sem Mini-Me í myndunum um Austin Powers.GettyVerne Troyer, bandarískur leikari, lést í apríl, 49 ára að aldri. Hann var best þekktur fyrir að leika klón Dr. Evil í Austin Powers-myndunum sem Dr. Evil kallaði Mini-Me.Kate Valentine, bandarískur hönnuður, lést í júní, 55 ára að aldri. Kate var þekkt fyrir að hafa stofnað tískumerkið Kate Spade New York árið en hún seldi síðasta hluti sína í fyrirtækinu árið 2006. Hún ásamt öðrum stofnuðu nýtt tískumerki árið 2016 undir nafninu Frances Valentine.Jerry Van Dyke, bandarískur leikari og grínisti, lést í janúar, 86 ára að aldri. Dyke var í fjórgang tilnefndur til Emmy-verðlauna fyrir hlutverk sitt í þáttunum Coach sem framleiddir voru á árunum 1989 til 1997. Lari White, bandarísk kántrísöngkona, lést í janúar, 52 ára að aldri eftir baráttu við krabbamein. White vann þrívegis til Grammy-verðlauna fyrir plötur sínar en á meðal þekktustu laga hennar eru That's My Baby, Now I Know og That's How You Know (When You're in Love).Hugh Wilson, höfundur gamanþáttaraðarinnar WKRP in Cincinnati og leikstjóri fyrstu myndarinnar um Lögregluskólann, Police Academy, lést í janúar, 74 ára gamall.Scott Wilson, sem þekktastur er fyrir hlutverk sitt í þáttunum Walking Dead, lést í október, 76 ára að aldri. Wilson fór með hlutverk bóndans Hershel Greene í þáttunum á árunum 2010 til 2014.XXXTentacion, bandarískur rappari, var skotinn til bana í bíl sínum í Miami í júní. Zombie Boy, kanadísk fyrirsæta, lést í ágúst, 32 ára að aldri. Hann hét Rick Genest réttu nafni og var þekktur fyrir beina- og líffærahúðflúr sín og birtist meðal annars í tónlistarmyndbandi Lady Gaga við lagið Born This Way.ÍþróttirPaul Alcock, breskur knattspyrnudómari, lést í janúar, 64 ára að aldri. Hann dæmdi alls 94 úrvalsdeildarleiki í Englandi á árunum 1995 til 2000 en verður líklegast einna helst minnst fyrir atvik sem varð í leik Sheffield Wednesday og Arsenal árið 1998 þar sem Ítalinn Paolo di Canio, leikmaður Wednesday, hrinti Alcock eftir að sá hafði sýnt di Canio rauða spjaldið.Frank Andersson, sænskur glímukappi, lést í september, 62 ára að aldri. Hann vann nokkum sinnum til gullverðlauna á heimsmeistaramóti í glímu og brons á Ólympíuleikunum í Los Angeles 1984.Jimmy Armfield, fyrrverandi fyrirliði enska landsliðsins í knattspyrnu og framkvæmdastjóri Leeds, lést í janúar, 82 ára að aldri. Hann var í hóp landsliðsins þegar Englendingar tryggði sér heimsmeistaratitilinn í knattspyrnu á heimavelli árið 1966.Roger Bannister, breskur hlaupari sem var fyrsti maðurinn til að hlaupa eina mílu (1,6 kílómetra) á undir fjórum mínútum, lést í mars, 88 ára gamall. Nicholas Bett, kenískur grindahlaupari, lést í bílslysi í ágúst, 28 ára að aldri. Hann varð heimsmeistari í 400 metra grindarhlaupi á HM í Peking árið 2015. Goran Bunjevčević, serbneskur knattspyrnumaður, lést í júní, 45 ára að aldri. Bunjevčević gekk til liðs við Tottenham frá Rauðu stjörnunni í Belgrad árið 2003 og var honum ætlað að fylla skarð Sol Campbell sem hafði þá gengið í raðir erkifjendanna í Arsenal.Doug Ellis, fyrrverandi stjórnarformaður enska knattspyrnuliðsins Aston Villa, lést í október, 94 ára að aldri. Ellis gegndi stjórnarformennsku í félaginu í tvígang, en í seinna skiptið frá 1982 til 2006. Henri Michel, franskur knattspyrnumaður og þjálfari, lést í apríl, sjötugur að aldri. Hann náði þeim áfanga að þjálfa átta landslið á glæstum ferli, meðal annars knattspyrnulandslið Frakklands á árunum 1984 til 1988. Hann spilaði sjálfur 58 landsleiki fyrir Frakka. Liam Miller, fyrrverandi leikmaður Manchester United og írska landsliðsins, lést í febrúar eftir baráttu við krabbamein. Hann varð 36 ára gamall.Quini, spænskur knattspyrnumaður sem spilaði lengi með liði Barcelona, lést í febrúar, 68 ára að aldri. Hann spilaði sem framherji og skoraði 54 mörk í hundrað leikjum með Barcelona á árunum 1980 til 1984. Quini rataði í heimsfréttirnar árið 1981 þegar honum var rænt af tveimur mönnum og haldið í gíslingu í tæpan mánuð.Cyrille Regis, fyrrum framherji West Bromwich Albion og enska landsliðsins, lést í janúar, 59 ára að aldri. Regis var í hópi frumkvöðla svartra fótboltamanna og spilaði í frægri framlínu West Brom með þeim Laurie Cunningham og Brendon Batson.Jlloyd Samuel, fyrrum leikmaður Aston Villa og Bolton, lést í bílslysi í maí, 37 ára gamall. Hann var frá Trínídad og Tóbagó.Sigi Schmid, sigursælasti þjálfarinn í sögu bandarísku MLS-deildarinnar í fótbolta, lést í desember, 65 ára að aldri. Hinn þýski Schmid stýrði LA Galaxy til sigur í MLS árið 2002 og Columbus Crew árið 2008.Vibeke Skofterud, norsk skíðagöngudrottning, lést í júlí, 38 ára að aldri. Á ferli sínum náði Skofterud bæði að verða Ólympíu- og heimsmeistari og vann alls fimmtán mót í heimsbikarnum. Vibeke Skofterud varð Ólympíumeistari í 4x5 km boðgöngu á Ólympíuleikunum í Vancouver árið 2010. Hún lét lífið eftir slys á vatnssleða.Vichai Srivaddhanaprabha, taílenskur auðjöfur og eigandi enska knattspyrnuliðsins Leicester, lést í október, sextugur að aldri. Srivaddhanaprabha keypti Leicester árið 2010 og gerðist í kjölfarið stjórnarformaður félagsins. Ray Wilkins, fyrrverandi landsliðsmaður Englands í fótbolta, lést í apríl, 61 árs gamall. Wilkins spilaði með stórliðum á borð við Chelsea, Manchester United, AC Milan og Paris Saint-Germain á glæstum 24 ára löngum ferli en hann spilaði einnig 84 landsleiki fyrir England. ViðskiptiPaul Allen, annar stofnanda Microsoft og eigandi NFL liðsins Seattle Seahawks og NBA liðsins Portland Trailblazers, lést í október, 65 ára að aldri. Allen stofnaði fyrirtækið Microsoft árið 1975 ásamt félaga sínum Bill Gates. Wang Jian, kínverskur viðskiptajöfur, lést eftir fall í júlí, 57 ára að aldri. Hann var stjórnarformaður kínverska risafyrirtækisins HNA. Félagið á stóra hluti í öðrum stórfyrirtækjum: t.a.m. hótelkeðjunni Hilton, Deutsche Bank ásamt því að eiga fjölda skýjakljúfa í Lundúnum.Ingvar Kamprad, stofnandi IKEA, féll frá á árinu.GettyIngvar Kamprad, stofnandi sænsku húsgangakeðjunnar IKEA, lést í janúar, 91 árs að aldri. Hann stofnaði IKEA árið 1943 þegar hann var aðeins sautján ára gamall og byggði upp það heimsveldi á húsgagnamarkaði sem flestir þekkja.Colin Kroll, einn stofnanda Vine, lést í desember, 35 ára að aldri. Auk þess að stofna Vine, þar sem notendur gátu sett inn sjö sekúndna örmyndbönd, var hann forstjóri smáforritsins HQ Trivia.Peter Sutherland, írskur viðskiptamaður, lögmaður og stjórnmálamaður, lést í janúar, 71 árs að aldri. Hann starfaði sem dómsmálaráðherra Írlands 1982-84, framkvæmdastjóri í framkvæmdastjórn ESB 1985-89, framkvæmdastjóri WTO 1993-95 og stjórnarformaður fjárfestingabankans Goldman Sachs 1995-2015. Vísindi og geimfararStephen Hawking , breskur stjarneðlisfræðingur, lést í mars, 76 ára að aldri. Hann gat sér gott orð fyrir rannsóknir sínar í þyngdarsviðsfræðum, á svartholum og afstæði en eftir hann liggur fjöldi vinsælla bóka, meðal annars Saga Tímans.John Young, bandarískur geimfari, lést í janúar, 87 ára að aldri. Ferill Youngs spannaði 42 ár en enginn annar geimfari hafði starfað svo lengi í þjónustu NASA. Young er eini maðurinn sem hefur stýrt fjórum mismunandi geimförum og enginn maður hefur farið jafnmargar geimferðir og hann, en þær eru sex talsins. Hann var níundi maðurinn til þess að stíga fæti á tunglið árið 1972.AnnaðLjúdmíla Alexeyeva, rússnesk andófskonan og mannréttindasinni, lést í desember, 91 árs að aldri. Hún andæfði stjórnvöldum í Sovétríkjunum sálugu og í Rússlandi samtímans og stofnaði meðal annars elstu mannréttindasamtök Rússlands.James „Whitey“ Bulger, bandarískur mafíuforingi, var myrtur í klefa sínum í alríkisfangelsi í Vestur-Virginíu í október. Bulger hélt Boston í heljargreipum sem foringi glæpagengi og var á flótta undan yfirvöldum í hátt á annan áratug. Hann varð 89 ára. Billy Graham, bandarískur sjónvarpsprédikari, lést í febrúar, 99 ára að aldri. Hann var þekktur um víða veröld fyrir predikanir sínar og hélt þær meðal annars á stórum leikvöngum.Elizabeth Hawley, bandarísk blaðakona, sem þekkt var fyrir skrásetningar á fjallaleiðöngrum í Himalaja-fjallgarðinum, lést í janúar, 94 ára að aldri. Hún ferðaðist til Nepal árið 1959 og festi þar rætur.Dennis Hof, sem þekktastur er fyrir að eiga og reka nokkur lögleg vændishús í Nevadaríki í Bandaríkjunum, lést í október, 72 ára gamall. Hof var í framboði til ríkisþings Nevadaríkis fyrir Repúblikanaflokkinn og var einnig fastagestur á sjónvarpsskjám Bandaríkjamanna en HBO-sjónvarpsstöðin framleiddi raunveruleikaþættina Cathouse um rekstur eins vændishússins árin 2005-2014.Naomi Parker Farley, fyrirmynd Rosie The Riveter, eða Rósu Hnoðneglara, sem hvatti bandarískar konur til þátttöku á vinnumarkaði í seinni heimsstyrjöldinni, lést í janúar, 96 ára að aldri.Jamal Khashoggi, sádi-arabískur fréttamaður, var myrtur á ræðismannsskrifsstofu Sádi-Arabíu í tyrknesku borginni Istanbul. Morðið vakti heimsathygli og hafa stjórnvöld í Sádi-Arabíu sætt mikillar gagnrýni vegna málsins.Thomas S. Monson, forseti mormónakirkjunnar, kirkju Jesú Krists hinna síðari daga heilögu, lést í janúar, níræður að aldri. Monson hafði gegnt stöðu forseta mormónakrikjunnar frá árinu 2008. Joachim Rønneberg, norskur fyrrum andspyrnumaður sem tók þátt í að spilla fyrir áætlunum nasista um þróun kjarnavopna í síðari heimsstyrjöldinni, lést í október, 99 ára að aldri. Forsætisráðherra Noregs lýsti Rønneberg sem einni mestu hetju þjóðarinnar.Oksana Shachko, úkraísk listakona og aðgerðasinni, lést í júlí, 31 árs að aldri. Hún var í hópi stofnenda FEMEN, baráttusamtaka feminista. Andlát Fréttir ársins 2018 Tengdar fréttir Þau kvöddu á árinu 2017 Fjölmargir þekktir einstaklingar úti í heimi kvöddu þennan heim á árinu sem senn er á enda. 18. desember 2017 14:30 Þau kvöddu á árinu 2016 Svo virðist sem hver tónlistargoðsögnin á fætur annarri hafi fallið frá á árinu – þeirra á meðal Prince, Leonard Cohen og David Bowie. 22. desember 2016 13:00 Þau kvöddu á árinu 2015 Fjölmargir þekktir einstaklingar úti í heimi kvöddu þennan heim á árinu sem senn er á enda. Vísir tók saman nokkur nöfn sem Íslendingum ættu að vera kunnug. 17. desember 2015 14:45 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Sjá meira
Fjölmargir þekktir einstaklingar úti í heimi kvöddu þennan heim á árinu sem brátt líður undir lok. Í hópi þeirra sem önduðust á árinu eru fyrrverandi Bandaríkjaforseti, einn merkasti vísindamaður síðari tíma, ein besta söngkona allra tíma og einn allra vinsælasti plötusnúður heims. Vísir tók saman nokkur nöfn sem Íslendingum ættu mörg hver að vera kunnug.Úr heimi stjórnmála og kóngafólksKofi Annan, fyrrverandi framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, lést í ágúst, áttatíu ára að aldri. Annan, sem var fæddur í Gana, var sjöundi maðurinn til að gegna embætti framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna og annar Afríkumaðurinn. Það gerði hann á árunum 1997 til 2006.Paddy Ashdown, fyrrverandi leiðtogi Frjálslynda flokksins (Lib Dem) í Bretlandi, er látinn, 77 ára að aldri. Lord Ashdown gegndi formennsku í flokknum á árunum 1988 til 1999.Pik Botha, fyrrverandi utanríkisráðherra Suður-Afríku, lést í október, 86 ára að aldri. Hann gegndi embætti utanríkisráðherra landsins á síðustu árum aðskilnaðarstefnunnar, frá 1977 til 1994.Barbara Bush, fyrrverandi forsetafrú Bandaríkjanna, lést í apríl, 92 ára að aldri. Hún var eiginkona George H W Bush, sem var varaforseti Bandaríkjanna á árunum 1981 til 1989 og svo forseti 1989 til 1993. Hún beitti sér sérstaklega fyrir því að auka læsi meðal ungs fólks í Bandaríkjunum.George H W Bush, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, lést þann 30. nóvember, 94 ára að aldri. Hann gegndi forsetaembættinu á árunum 1989 til 1993, en hafði fyrr setið sem þingmaður Repúblikana í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, var sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum og forstjóri leyniþjónustunnar CIA.Peter Carington, breskur stjórnmálamaður sem gegndi embætti framkvæmdastjóra NATO 1984-88, lést í júlí, 99 ára að aldri. Hann var utanríkisráðherra Bretlands á árinum 1979-82 í ríkisstjórn Margaret Thatcher.Marielle Franco, brasilískur stjórnmálamaður og baráttukona fyrir mannréttindum, var myrt í Rio de Janeiro, þar sem hún starfaði sem borgarfulltrúi, í mars, skömmu eftir að hafa flutt ræðu. Hún varð 38 ára gömul.Hinrik, eiginmaður Margrétar Þórhildar Danadrottningar, lést á árinu.GettyHinrik prins, eiginmaður Margrétar Þórhildar Danadrottningar, lést í febrúar, 83 ára að aldri. Hinn franskættaði Hinrik var fæddur 11. júní 1934 og kvæntist Margréti Þórhildi árið 1967. Hann lét af konunglegum skyldum árið 2016.Tessa Jowell, bresk fyrrverandi þingkona Verkamannaflokksins, lést í maí, sjötug að aldri. Hún átti sæti í neðri deild breska þingsins frá 1992 til 2015. Þá tók hún sæti í efri deild þingsins.Wim Kok, fyrrverandi forsætisráðherra Hollands, lést í október, áttræður að aldri. Hann gegndi embætti forsætisráðherra landsins á árunum 1994 til 2002.Ruud Lubbers, fyrrverandi forsætisráðherra Hollands, lést í febrúar, 78 ára að aldri. Lubbers var á sínum tíma formaður Kristilegra demókrata og er sá maður sem lengst allra hefur gegnt embætti forsætisráðherra Hollands. Hann stýrði landinu á árunum 1982 til 1994.Winnie Mandela lést í apríl.GettyWinnie Mandela, suður-afrísk baráttukona, lést í apríl, 81 árs að aldri. Mandela var fyrrverandi eiginkona Nelson Mandela, fyrrverandi forseta Suður-Afríku, og voru þau hjónin á sínum tíma ein helsta táknmynd baráttunnar gegn aðskilnaðarstefnunni í landinu.John McCain, bandarískur öldungadeildarþingmaður og forsetaframbjóðandi Repúblikana, lést í ágúst, 81 ára að aldri. McCain hafði setið á þingi frá árinu 1982, fyrst í fulltrúadeild þingsins og svo öldungadeildinni frá 1986. Hann bauð sig fram til embættis forseta árið 2008 og tapaði þá fyrir Barack Obama. Hann greindist með heilaæxli fyrr á árinu og gagnrýndi reglulega Donald Trump Bandaríkjaforseta síðustu æviár sín.Odvar Nordli, fyrrverandi forsætisráðherra Noregs, lést í janúar, níræður að aldri. Nordli myndaði ríkisstjórn sína 15. janúar 1976 og gegndi hann embætti forsætisráðherra til 4. febrúar 1981 þegar ríkisstjórn Gro Harlem Brundtland tók við völdum eftir innanflokksátök í Verkamannaflokknum.Lisbet Palme, ekkja Olof Palme, fyrrverandi forsætisráðherra Svíþjóðar, lést í október, 87 ára að aldri. Lisbet Palme var barnasálfræðingur að mennt og var um tíma forseti UNICEF í Svíþjóð.Tran Dai Quang, forseti Víetnams, lést í september, 61 árs að aldri. Hann tók við embætti forseta vorið 2016.Louise Slaughter, bandarísk þingkona Repúblikanaflokksins, lést í mars, 88 ára að aldri. Hún átti sæti í fulltrúadeild þingsins frá 1987 til dauðadags fyrir New York ríki.Thorvald Stoltenberg, norskur stjórnmálamaður, lést í júlí 87 ára að aldri. Hann var dómsmálaráðherra Noregs á árunum 1979-81 og utanríkisráðherra 1987-89 og 1990-93 í stjórnum norska Verkamannaflokksins. Hann var faðir Jens Stoltenberg, fyrrverandi forsætisráðherra Noregs og núverandi framkvæmdastjóra NATO.Morgan Tsvangirai, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Simbabve til margra ára, lést í febrúar, 65 ára að aldri. Stjórnmálabarátta Tsvangirai einkenndist af stöðugum átökum við forsetann fyrrverandi, Robert Mugabe og bárust reglulega fréttir af því að Tsvangirai hafi verið fangelsaður og beittur ofbeldi af mönnum Mugabe.Ola Ullsten, fyrrverandi forsætisráðherra Svíþjóðar, lést í maí 86 ára að aldri. Hann gegndi embætti forsætisráðherra á árunum 1978 til 1979 og var formaður Þjóðarflokksins (Folkpartiet) frá 1978 til 1983.Mary Wilson, ljóðskáld og eiginkona Harold Wilson, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, lést í júní 102 ára að aldri. Harold Wilson gegndi embætti forsætisráðherra á árunum 1964 til 1970 og svo aftur frá 1974 til 1976.Alaxender Zakharchenko, leiðtogi aðskilnaðarsinna í Donetsk í austurhluta Úkraínu, var ráðinn af dögum í sprengjuárás á kaffihúsi í ágúst. Zakarchenko bar titilinn forsætisráðherra lýðveldis Donetsk. Aðskilnaðarsinnar eru á bandi Rússlandsstjórnar og hertóku stór svæði í Úkraínu árið 2014. Rúmlega tíu þúsund manns hafa fallið í átökunum síðan og rúmlega ein og hálf milljón manna hafa þurft að flýja heimili sín.Menning og listirLys Assia, svissnesk söngkona sem vann fyrstu Eurovision keppnina árið 1956, lést í mars, 94 ára að aldri. Assia söng lagið Refrain í fyrstu keppninni fyrir hönd Sviss.Sænski plötusnúðurinn Avicii.Getty/Mike PontAvicii, sænskur tónlistarframleiðandi og plötusnúður, lést í apríl, 28 ára að aldri. Hann hét Tim Bergling réttu nafni og var frumkvöðull þegar kom að nútíma danstónlist og vann til fjölda verðlauna. Hann gaf út tvær breiðskífur, True árið 2013 og Stories árið 2015, og slógu þær báðar rækilega í gegn. Meðal þekktra laga hans var Wake Me Up og You Make Me.Charles Aznavour, franskur stórsöngvari og tónskáld, lést í október, 94 ára að aldri. Aznavour var þekktur tenórsöngvari og spannaði ferill hans rúma sjö áratugi. Hann hljóðritaði rúmlega 1.200 lög á átta tungumálum og samdi á annað þúsund laga. Hann var einn ástsælasti söngvari Frakklands. Bernardo Bertolucci, ítalskur kvikmyndaleikstjóri, lést í nóvember, 77 ára gamall. Hann vann til Óskarsverðlauna fyrir myndina The Last Emperor frá árinu 1987, en á meðal annarra mynda hans eru The Last Tango in Paris og The Conformist.Paul Bocuse, franskur stjörnukokkur, lést í janúar, 91 árs að aldri. Bocuse er helst minnst fyrir framlag sitt til franskrar matargerðar og er heimsmeistaramót kokka, Bocuse d'Or, nefnt í höfuðið á honum. Anthony Bourdain, bandarískur sjónvarpskokkur, lést í júní, 61 árs að aldri. Bourdain er af mörgum talinn einn merkasti kokkur í heimi, framleiddi fjölda sjónvarpsþátta um matseld, og hlaut fjölda verðlauna fyrir afrek á sínu sviði. Johannes Brost, sænskur leikari, lést í janúar, 71 árs að aldri. Brost var í hópi þekktustu leikara Svíþjóðar og verður einna helst minnst fyrir hlutverk sitt sem Joker í sápuóperunni Rederiet sem var á dagskrá SVT á árunum 1992 til 2000.Montserrat Caballé, spænsk óperusöngkona, lést í október, 85 ára að aldri. Caballé gerði garðinn meðal annars frægan fyrir samstarf sitt með söngvaranum Freddie Mercury þegar þau sungu saman lagið Barcelona. Lagið varð einkennislag Ólympíuleikanna í Barcelona árið 1992.Reg E. Cathey, bandarískur leikari sem þekktastur er fyrir hlutverk sitt sem rifjasalinn Freddy í þáttaröðinni House of Cards, lést í febrúar, 59 ára að aldri.Emma Chambers fór með hlutverk litlu systur persónu Hugh Grant í stórmyndinni Notting Hill.Emma Chambers, bresk leikkona sem er einna þekktust fyrir hlutverk sitt í Notting Hill, lést í febrúar, 53 ára að aldri. Chambers fór með hlutverk Honey, litly systur persónu Hugh Grant, í Notting Hill.Eddie Clarke, gítarleikari bresku rokksveitarinnar Motörhead, lést í janúar, 67 ára að aldri. Hann var betur þekktur sem „Fast Eddie“ og var í hópi þeirra sem stofnaði sveitina árið 1975. Hann hætti í sveitinni árið 1982.Anne V. Coates, breskur kvikmyndaklippari, lést í maí 92 ára að aldri. Hún vann meðal annars Óskarsverðlaun fyrir að hafa klippt kvikmyndina Arabíu-Lawrence frá árinu 1962.Hugh Dane, bandarískur leikari sem einna þekktastur var fyrir hlutverk sitt sem öryggisvörðurinn Hank í sjónvarpsþáttunum The Office, lést í maí, 75 ára gamall.Hubert de Givenchy, franskur tískuhönnuður, lést í mars, 91 árs að aldri. Hann er þekktastur fyrir að hafa hannað kjóla á Audrey Hepburn og Jackie Kennedy.R. Lee Ermey, sem þekktastur er fyrir túlkun sína á harðskeytta liðþjálfanum „Gunny“ Hartman í stríðsmyndinni Full Metal Jacket, lést í apríl, 74 ára gamall.Jessica Falkholt, áströlsk leikkona sem gerði garðinn frægan í þáttunum Home and Away, lést í janúar, 29 ára að aldri. Falkholt lést af sárum sínum eftir að hafa lent í bílslysi á öðrum degi jóla 2017. Móðir, faðir og Annabelle, systir Falkholt, létu einnig lífið í slysinu. Milos Forman, tékknesk ættaði leikstjórinn sem er þekktastur fyrir kvikmyndirnar Gaukshreiðrið og Amadeus lést í apríl, 86 ára að aldri. Hann festi einnig rokksöngleikinn Hárið á filmu árið 1979 og gerði myndina Ríkið gegn Larry Flint árið 1996.Aretha Franklin, bandarísk söngkona og sálargoðsögn, lést í ágúst, 76 ára að aldri. Franklin vann til 18 Grammy verðlauna og var ein söluhæsta tónlistarkona allra tíma. Meðal þekktra laga hennar má nefna Respect og I Say a Little Prayer.France Gall, frönsk söngkona, lést í janúar, sjötug að aldri. Hún sló í gegn sautján ára gömul og vakti heimsathygli þegar hún vann sigur í Eurovision árið 1965, þegar hún keppti fyrir hönd Lúxemborgar. Sigurlagið bar heitið Poupée de cire, poupée de son.Eunice Gayson, ensk leikkona sem verður helst minnst fyrir að leika ástkonu njósnarans James Bond, lést í júní, níræð að aldri. Hún lék persónu Sylviu Trench í myndinni Dr. No sem kom út árið 1962 og var fyrsta myndin sem byggði á sögum Ians Fleming um Bond. Hún lék sömu persónu í næstu mynd, From Russia with Love.Pamela Gidley, sem þekktust var fyrir hlutverk sitt sem Teresa Banks í Twin Peaks-kvikmyndinni Fire Walk With Me, lést í apríl, 52 ára að aldri.William Goldman, bandarískur rithöfundur og handritshöfundur, lést í nóvember 87 ára gamall. Hann vann tvívegis til Óskarsverðlauna fyrir kvikmyndahandrit sín, Butch Cassidy and the Sundance Kid frá 1969 og All the President's Men árið 1976.Morten Grunwald, danskur leikari, lést í nóvember, 83 ára gamall. Grunwald er Íslendingum að góðu kunnur fyrir leik sinn í bíómyndunum um Olsen-gengið þar sem hann fór með hlutverk Benny Frandsen. Alls voru gerðar fjórtán myndir um uppátæki gengisins.Barbara Harris, bandarísk leikkona sem fór meðal annars með hlutverk í A Thousand Clowns, Plaza Suite, Nashville, Family Plot, Freaky Friday, Peggy Sue Got Married, og Grosse Pointe Blank, lést í ágúst 83 ára gömul.Edwin Hawkins, bandarískur gospelsöngvari, lést í janúar, 74 ára að aldri. Hann var frumkvöðull innan gospeltónlistarinnar þar sem hann söng sálma í dægurlagastíl. Hann er þekktastur fyrir lagið Oh Happy Day sem kom út árið 1969.Stephen Hillenburg, skapari teiknimyndasvampsins SpongeBob SquarePants, eða Svamps Sveinssonar, lést í nóvember, 57 ára að aldri. Svampur Sveinsson kom fyrst fram á sjónarsviðið árið 1999. Tab Hunter, bandarískur leikari, lést í júlí, 86 ára að aldri. Hann var þekktur hjartaknúsari á sjötta og sjöunda áratug síðustu aldar. Hunter var samkynhneigður og er hans einna helst minnst fyrir að vera talsmaður og fyrirmynd hinseginfólks. Hunter lék í kvikmyndum á borð við Damn Yankees og Battle Cry og þá gaf hann út hið vinsæla lag Young Love. Joe Jackson, faðir tónlistarmannanna Michael og Janet Jackson, lést í júní, 89 ára að aldri. Hann var umboðsmaður barna sinna sem flest lögðu tónlistina fyrir sig. Sridevi Kapoor, indversk Bollywood-stjarna, lést í febrúar, 54 ára gömul. Hún lést af völdum hjartaáfalls. Sridevi hóf leiklistarferil sinn einungis fjögurra ára gömul og á ferli sínum lék hún í fleiri en 150 Bollywood-myndum. Margot Kidder, sem þekktust er fyrir hlutverk sitt sem Lois Lane í Superman-kvikmyndum áttunda og níunda áratugarins, lést í apríl, 69 ára gömul. Ed King, fyrrverandi gítarleikari rokksveitarinnar Lynyrd Skynyrd, lést í ágúst, 68 ára að aldri. Gítarleikarinn, var meðal höfunda ofursmellsins Sweet Home Alabama. Claude Lanzmann, franskur leikstjóri, rithöfundur og blaðamaður, lést í júlí, 92 ára að aldri. Lanzmann er þekktastur fyrir Shoah, níu klukkustunda langa heimildarmynd sína um helför gyðinga sem þykir ein af merkustu heimildarmyndum sögunnar.Danski tónlistarmaðurinn Kim Larsen á sviði.GettyKim Larsen, danskur söngvari, lést í september, 72 ára að aldri. Hann var mikil alþýðuhetja og þekktur fyrir að standa með smælingjum. Larsen stofnaði hljómsveitina Gasolin á áttunda áratug síðustu aldar og hóf síðar sólóferil. Árið 1983 gaf hann út plötuna Midt om Natten en talið er að um 650 þúsund eintök hafi selst af þeirri plötu sem gerir hana þá söluhæstu í Danmörku. Hann hefur selt milljónir platna í heildina og spilaði nokkrum sinnum á Íslandi. Stan Lee, bandaríski myndasagnahöfundur, lést í nóvember, 95 ára að aldri. Lee er sá sem skapaði ofurhetjur á borð við Kóngulóarmanninn, Iron Man, Hulk, Captain America, Thor og X-Men svo dæmi séu tekin. Ursula K Le Guin, bandarískur vísindaskáldsagnahöfundur, lést í janúar, 88 ára að aldri. Hún var einna þekktust fyrir bækur sínar í Earthsea-bókaröðinni og bókinni The Left Hand of Darkness frá árinu 1969. Lill-Babs, sænska leik- og söngkonan sem hét Barbro Svensson réttu nafni, lést í apríl, áttræð að aldri. Hún var einn þekktasti listamaður Svíþjóðar, tók þátt í Eurovision fyrir hönd Svíþjóðar árið 1961 og fór meðal annars með hlutverk í þáttunum Bonusfamiljen sem margir Íslendingar þekkja.Sondra Locke, bandarísk leikkona, lést í desember, 74 ára að aldri. Locke var tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir leik sinn í kvikmyndinni The Heart Is a Lonely Hunter. Þá lék hún í sex kvikmyndum með fyrrverandi kærasta sínum, bandaríska leikaranum og leikstjóranum Clint Eastwood.Galt MacDermot, höfundur tónlistarinnar í söngleiknum Hárinu, lést í desember, 89 ára að aldri. Hann var einnig þekktur fyrir að hafa samið tónlistina í söngleiknum Two Gentlemen of Verona, sem byggði á samnefndu leikriti William Shakespeare.Katherine MacGregor, bandarísk leikkona sem þekktust er fyrir hlutverk sitt í Húsinu á sléttunni, lést í nóvember, 93 ára að aldri. Hún fór með hlutverk hinnar ríku og illgjörnu Harriet Oleson. Leikarinn John Mahoney var þekktastur fyrir hlutverk sitt sem Marty Crane, föður Frasier í samnefndum þáttum.GettyJohn Mahoney, bresk-bandarískur leikari sem þekktastur er fyrir hlutverk sitt í þáttunum um Frasier, lést í febrúar, 77 ára gamall. Hann fór með hlutverk Martin Crane, föður bræðranna Frasier og Niles Crane. Dorothy Maloney, bandarísk leikkona sem vann til Óskarsverðlauna fyrir hlutverk sitt í myndinni Written in the Wild frá 1956, lést í janúar, 93 ára að aldri. Frægðarsól hennar skein skærast í upphafi sjöunda áratugarins, en árið 1992 fór hún með hlutverk í kvikmyndinni Basic Instinct.Vanessa Marquez, sem þekktust er fyrir hlutverk sitt sem hjúkrunarfræðingurinn Wendy Goldman í Bráðavaktinni, ER, var skotin til bana af lögreglu í Kaliforníuríki í ágúst. Marquez var við slæma andlega heilsu þegar lögreglu bar að garði og er sögð hafa fengið ítrekuð flog. Þegar reynt var að hlúa að henni brást hún skyndilega ókvæða við og dró fram skotvopn. Lögregla skaut Marquez þá til bana.Penny Marshall, bandarískur grínisti og leikstjóri, lést í desember, 75 ára að aldri. Hún var fyrsta konan til að leikstýra kvikmynd sem halaði inn meira en hundrað milljónum dala. Hún naut fyrst frægðar fyrir leik sinn í þáttunum Laverne & Shirley en sneri sér síðar meir að leikstjórn. Hún leikstýrði meðal annars myndinni Big, A League of Their Own og Awakenings.Maurane, belgísk söngkona sem hét Claudine Lauypaerts réttu nafn, lést í maí, 57 ára að aldri. Hún var best þekkt í heimalandinu fyrir störf sín sem kynnir sjónvarpsþáttarins Nouvelle Star, sem er söngkeppni fyrir belgísk börn.Jon James McMurray, kanadískur rappari, lét lífið í október þar sem hann var við tökur á nýju tónlistarmyndbandi. Tökurnar fólu í sér að hann gekk á væng lítillar flugvélar í háloftunum. Mac Miller, bandaríski rappari, lést í september, 26 ára að aldri. Miller glímdi við mikla eiturlyfjafíkn og átti um tíma í sambandi við söngkonuna Aríönu Grande.VS Naipaul, rithöfundur frá Trínídad sem hlaut bókmenntaverðlaun Nóbels árið 2001, lést í ágúst, 85 ára að aldri. Þekktasta verk hans var bókin Hús fyrir herra Biswas.Dolores O‘Riordan, söngkona írsku hljómsveitarinnar The Cranberries lést í janúar, 46 ára að aldri. Frægðarsól sveitarinnar skein hvað skærast á tíunda áratug síðustu aldar þar sem sveitin raðaði mörgum smellum á topp vinsældarlista, meðal annars Zombie, Linger, Dreams, Salvation og Ode to My Family. Nicolas Roeg, breskur kvikmyndaleikstjóri sem þekktastur er fyrir hryllingsmynd sína, Don't Look Now frá árinu 1973 með þeim Julie Christie og Donald Sutherland í aðalhlutverki, lést í nóvember, níræður að aldri. Hann leikstýrði einnig Nornunum, Performance og The Man Who Fell to Earth. Arto Paasilinna, einn vinsælasti rithöfundur Finnlands, lést í október, 76 ára að aldri. Paasilinna er þekktastur fyrir bók sína, Ár hérans, eða Jäniksen vuosi á frummálinu, sem gefin var út árið 1977.Kim Porter, bandarísk fyrirsæta og leikkona sem átti í stormasömu sambandi við tónlistarmanninn Sean „Diddy“ Combs um þrettán ára skeið, lést í nóvember, 47 ára gömul. Porter eignaðist alls fjögur börn, þar af þrjú með Diddy. Charlotte Rae, bandarísk leikkona, lést í ágúst, 92 ára gömul. Hún fór með hlutverk í þáttum á borð við Diff'rent Strokes og The Facts of Life.Douglas Rain, kanadískur leikari sem ljáði tölvunni drungalegu Hal, rödd sína í kvökmyndinni 2001: A Space Odyssey, lést í nóvember, 90 ára að aldri. Burt Reynolds, bandarískur leikari, lést í september, 82 ára að aldri. Reynolds, sem skartaði oft yfirvaraskeggi, sló í gegn í sjónvarpsþáttum á borð við Gunsmoke og Dan August og svo í kvikmyndinni Deliverance frá árinu 1972. Hann fór með hlutverk í nærri tvö hundruð kvikmyndum og sjónvarpsþáttum, en á meðal þekktra kvikmynda leikarans má nefna The Longest Yard frá árinu 1974, Smokey and the Bandit frá 1977 og Boogie Nights frá árinu 2000.Joel Robuchon, franskur meistarakokkur, lést í ágúst, 73 ára að aldri. Hann vann sér inn 32 Michelin stjörnur, byggði upp fræga gúrmet-veitingastaðakeðju, og var lærifaðir stjörnukokksins Gordon Ramsay. Philip Roth, bandarískur rithöfundur, lést í maí, 85 ára að aldri. Roth var einn merkasti núlifandi höfundur Bandaríkjanna og hlaut á sínum ferli fjölmörg verðlaun á borð við Pulitzer, Man Booker verðlaunin og National Book Award. Á meðal frægustu verka hans má nefna American Pastoral, I Married a Communist og Portnoy's Complaint.Mark Salling, bandarískur leikari sem er best þekktur fyrir leik sinn í þáttunum Glee, lést í janúar, 35 ára að aldri. Salling fannst látinn, en hann átti yfir höfði sér fjögurra til sjö ára fangelsisvist eftir að hann gekkst við því að hafa undir höndum kynferðislegar myndir og myndbönd tengdum börnum. Hann fór með hlutverk Noah Puckerman í Glee á árunum 2009 til 2015.Margit Sandemo, norskur rithöfundur sem ritaði bækurnar um Ísfólkið, lést í september, 94 ára að aldri. Sandemo hóf ritun bókanna um Ísfólkið árið 1980. Í sögunum segir frá ættarsögu Ísfólksins frá 16. öld og til nútímans, en á ættinni hvílir mikil bölvun. Bækurnar urðu alls 47 talsins.Simon Shelton, breskur leikari sem þekktastur er fyrir að fara með hlutverk Tinky Winky í Stubbunum eða Teletubbies, lést í janúar, 52 ára gamall.Mark E Smith, söngvari og forsprakki bresku sveitarinnar The Fall, lést í janúar, sextugur að aldri. The Fall náði alls 27 lögum inn á breska vinsældalistann á árunum 1984 til 2004.Isao Takahata, japanskur anime-leikstjóri og einn stofnenda hins rómaða kvikmyndaframleiðslufyrirtækis Studio Ghibli, lést í apríl, 82 ára gamall. Hann hlaut Óskarsverðlaunatilefningu árið 2014 fyrir kvikmyndina The Tale of the Princess Kaguya en hans þekktasta verk er án efa Grave of the Fireflies sem kom út árið 1988.Ole Thestrup, danskur leikari, lést í febrúar, 69 ára að aldri. Thestrup naut mikilla vinsælda í Danmörku og vann til fjölda verðlauna á leiklistarferli sínum. Hann gerði garðinn frægan meðal annars í sjónvarpsþáttaröðinni Borgen þar sem hann fór með hlutverk hægrimannsins Svend Åge Saltum.Verne Troyer var þekktastur fyrir hlutverk sitt sem Mini-Me í myndunum um Austin Powers.GettyVerne Troyer, bandarískur leikari, lést í apríl, 49 ára að aldri. Hann var best þekktur fyrir að leika klón Dr. Evil í Austin Powers-myndunum sem Dr. Evil kallaði Mini-Me.Kate Valentine, bandarískur hönnuður, lést í júní, 55 ára að aldri. Kate var þekkt fyrir að hafa stofnað tískumerkið Kate Spade New York árið en hún seldi síðasta hluti sína í fyrirtækinu árið 2006. Hún ásamt öðrum stofnuðu nýtt tískumerki árið 2016 undir nafninu Frances Valentine.Jerry Van Dyke, bandarískur leikari og grínisti, lést í janúar, 86 ára að aldri. Dyke var í fjórgang tilnefndur til Emmy-verðlauna fyrir hlutverk sitt í þáttunum Coach sem framleiddir voru á árunum 1989 til 1997. Lari White, bandarísk kántrísöngkona, lést í janúar, 52 ára að aldri eftir baráttu við krabbamein. White vann þrívegis til Grammy-verðlauna fyrir plötur sínar en á meðal þekktustu laga hennar eru That's My Baby, Now I Know og That's How You Know (When You're in Love).Hugh Wilson, höfundur gamanþáttaraðarinnar WKRP in Cincinnati og leikstjóri fyrstu myndarinnar um Lögregluskólann, Police Academy, lést í janúar, 74 ára gamall.Scott Wilson, sem þekktastur er fyrir hlutverk sitt í þáttunum Walking Dead, lést í október, 76 ára að aldri. Wilson fór með hlutverk bóndans Hershel Greene í þáttunum á árunum 2010 til 2014.XXXTentacion, bandarískur rappari, var skotinn til bana í bíl sínum í Miami í júní. Zombie Boy, kanadísk fyrirsæta, lést í ágúst, 32 ára að aldri. Hann hét Rick Genest réttu nafni og var þekktur fyrir beina- og líffærahúðflúr sín og birtist meðal annars í tónlistarmyndbandi Lady Gaga við lagið Born This Way.ÍþróttirPaul Alcock, breskur knattspyrnudómari, lést í janúar, 64 ára að aldri. Hann dæmdi alls 94 úrvalsdeildarleiki í Englandi á árunum 1995 til 2000 en verður líklegast einna helst minnst fyrir atvik sem varð í leik Sheffield Wednesday og Arsenal árið 1998 þar sem Ítalinn Paolo di Canio, leikmaður Wednesday, hrinti Alcock eftir að sá hafði sýnt di Canio rauða spjaldið.Frank Andersson, sænskur glímukappi, lést í september, 62 ára að aldri. Hann vann nokkum sinnum til gullverðlauna á heimsmeistaramóti í glímu og brons á Ólympíuleikunum í Los Angeles 1984.Jimmy Armfield, fyrrverandi fyrirliði enska landsliðsins í knattspyrnu og framkvæmdastjóri Leeds, lést í janúar, 82 ára að aldri. Hann var í hóp landsliðsins þegar Englendingar tryggði sér heimsmeistaratitilinn í knattspyrnu á heimavelli árið 1966.Roger Bannister, breskur hlaupari sem var fyrsti maðurinn til að hlaupa eina mílu (1,6 kílómetra) á undir fjórum mínútum, lést í mars, 88 ára gamall. Nicholas Bett, kenískur grindahlaupari, lést í bílslysi í ágúst, 28 ára að aldri. Hann varð heimsmeistari í 400 metra grindarhlaupi á HM í Peking árið 2015. Goran Bunjevčević, serbneskur knattspyrnumaður, lést í júní, 45 ára að aldri. Bunjevčević gekk til liðs við Tottenham frá Rauðu stjörnunni í Belgrad árið 2003 og var honum ætlað að fylla skarð Sol Campbell sem hafði þá gengið í raðir erkifjendanna í Arsenal.Doug Ellis, fyrrverandi stjórnarformaður enska knattspyrnuliðsins Aston Villa, lést í október, 94 ára að aldri. Ellis gegndi stjórnarformennsku í félaginu í tvígang, en í seinna skiptið frá 1982 til 2006. Henri Michel, franskur knattspyrnumaður og þjálfari, lést í apríl, sjötugur að aldri. Hann náði þeim áfanga að þjálfa átta landslið á glæstum ferli, meðal annars knattspyrnulandslið Frakklands á árunum 1984 til 1988. Hann spilaði sjálfur 58 landsleiki fyrir Frakka. Liam Miller, fyrrverandi leikmaður Manchester United og írska landsliðsins, lést í febrúar eftir baráttu við krabbamein. Hann varð 36 ára gamall.Quini, spænskur knattspyrnumaður sem spilaði lengi með liði Barcelona, lést í febrúar, 68 ára að aldri. Hann spilaði sem framherji og skoraði 54 mörk í hundrað leikjum með Barcelona á árunum 1980 til 1984. Quini rataði í heimsfréttirnar árið 1981 þegar honum var rænt af tveimur mönnum og haldið í gíslingu í tæpan mánuð.Cyrille Regis, fyrrum framherji West Bromwich Albion og enska landsliðsins, lést í janúar, 59 ára að aldri. Regis var í hópi frumkvöðla svartra fótboltamanna og spilaði í frægri framlínu West Brom með þeim Laurie Cunningham og Brendon Batson.Jlloyd Samuel, fyrrum leikmaður Aston Villa og Bolton, lést í bílslysi í maí, 37 ára gamall. Hann var frá Trínídad og Tóbagó.Sigi Schmid, sigursælasti þjálfarinn í sögu bandarísku MLS-deildarinnar í fótbolta, lést í desember, 65 ára að aldri. Hinn þýski Schmid stýrði LA Galaxy til sigur í MLS árið 2002 og Columbus Crew árið 2008.Vibeke Skofterud, norsk skíðagöngudrottning, lést í júlí, 38 ára að aldri. Á ferli sínum náði Skofterud bæði að verða Ólympíu- og heimsmeistari og vann alls fimmtán mót í heimsbikarnum. Vibeke Skofterud varð Ólympíumeistari í 4x5 km boðgöngu á Ólympíuleikunum í Vancouver árið 2010. Hún lét lífið eftir slys á vatnssleða.Vichai Srivaddhanaprabha, taílenskur auðjöfur og eigandi enska knattspyrnuliðsins Leicester, lést í október, sextugur að aldri. Srivaddhanaprabha keypti Leicester árið 2010 og gerðist í kjölfarið stjórnarformaður félagsins. Ray Wilkins, fyrrverandi landsliðsmaður Englands í fótbolta, lést í apríl, 61 árs gamall. Wilkins spilaði með stórliðum á borð við Chelsea, Manchester United, AC Milan og Paris Saint-Germain á glæstum 24 ára löngum ferli en hann spilaði einnig 84 landsleiki fyrir England. ViðskiptiPaul Allen, annar stofnanda Microsoft og eigandi NFL liðsins Seattle Seahawks og NBA liðsins Portland Trailblazers, lést í október, 65 ára að aldri. Allen stofnaði fyrirtækið Microsoft árið 1975 ásamt félaga sínum Bill Gates. Wang Jian, kínverskur viðskiptajöfur, lést eftir fall í júlí, 57 ára að aldri. Hann var stjórnarformaður kínverska risafyrirtækisins HNA. Félagið á stóra hluti í öðrum stórfyrirtækjum: t.a.m. hótelkeðjunni Hilton, Deutsche Bank ásamt því að eiga fjölda skýjakljúfa í Lundúnum.Ingvar Kamprad, stofnandi IKEA, féll frá á árinu.GettyIngvar Kamprad, stofnandi sænsku húsgangakeðjunnar IKEA, lést í janúar, 91 árs að aldri. Hann stofnaði IKEA árið 1943 þegar hann var aðeins sautján ára gamall og byggði upp það heimsveldi á húsgagnamarkaði sem flestir þekkja.Colin Kroll, einn stofnanda Vine, lést í desember, 35 ára að aldri. Auk þess að stofna Vine, þar sem notendur gátu sett inn sjö sekúndna örmyndbönd, var hann forstjóri smáforritsins HQ Trivia.Peter Sutherland, írskur viðskiptamaður, lögmaður og stjórnmálamaður, lést í janúar, 71 árs að aldri. Hann starfaði sem dómsmálaráðherra Írlands 1982-84, framkvæmdastjóri í framkvæmdastjórn ESB 1985-89, framkvæmdastjóri WTO 1993-95 og stjórnarformaður fjárfestingabankans Goldman Sachs 1995-2015. Vísindi og geimfararStephen Hawking , breskur stjarneðlisfræðingur, lést í mars, 76 ára að aldri. Hann gat sér gott orð fyrir rannsóknir sínar í þyngdarsviðsfræðum, á svartholum og afstæði en eftir hann liggur fjöldi vinsælla bóka, meðal annars Saga Tímans.John Young, bandarískur geimfari, lést í janúar, 87 ára að aldri. Ferill Youngs spannaði 42 ár en enginn annar geimfari hafði starfað svo lengi í þjónustu NASA. Young er eini maðurinn sem hefur stýrt fjórum mismunandi geimförum og enginn maður hefur farið jafnmargar geimferðir og hann, en þær eru sex talsins. Hann var níundi maðurinn til þess að stíga fæti á tunglið árið 1972.AnnaðLjúdmíla Alexeyeva, rússnesk andófskonan og mannréttindasinni, lést í desember, 91 árs að aldri. Hún andæfði stjórnvöldum í Sovétríkjunum sálugu og í Rússlandi samtímans og stofnaði meðal annars elstu mannréttindasamtök Rússlands.James „Whitey“ Bulger, bandarískur mafíuforingi, var myrtur í klefa sínum í alríkisfangelsi í Vestur-Virginíu í október. Bulger hélt Boston í heljargreipum sem foringi glæpagengi og var á flótta undan yfirvöldum í hátt á annan áratug. Hann varð 89 ára. Billy Graham, bandarískur sjónvarpsprédikari, lést í febrúar, 99 ára að aldri. Hann var þekktur um víða veröld fyrir predikanir sínar og hélt þær meðal annars á stórum leikvöngum.Elizabeth Hawley, bandarísk blaðakona, sem þekkt var fyrir skrásetningar á fjallaleiðöngrum í Himalaja-fjallgarðinum, lést í janúar, 94 ára að aldri. Hún ferðaðist til Nepal árið 1959 og festi þar rætur.Dennis Hof, sem þekktastur er fyrir að eiga og reka nokkur lögleg vændishús í Nevadaríki í Bandaríkjunum, lést í október, 72 ára gamall. Hof var í framboði til ríkisþings Nevadaríkis fyrir Repúblikanaflokkinn og var einnig fastagestur á sjónvarpsskjám Bandaríkjamanna en HBO-sjónvarpsstöðin framleiddi raunveruleikaþættina Cathouse um rekstur eins vændishússins árin 2005-2014.Naomi Parker Farley, fyrirmynd Rosie The Riveter, eða Rósu Hnoðneglara, sem hvatti bandarískar konur til þátttöku á vinnumarkaði í seinni heimsstyrjöldinni, lést í janúar, 96 ára að aldri.Jamal Khashoggi, sádi-arabískur fréttamaður, var myrtur á ræðismannsskrifsstofu Sádi-Arabíu í tyrknesku borginni Istanbul. Morðið vakti heimsathygli og hafa stjórnvöld í Sádi-Arabíu sætt mikillar gagnrýni vegna málsins.Thomas S. Monson, forseti mormónakirkjunnar, kirkju Jesú Krists hinna síðari daga heilögu, lést í janúar, níræður að aldri. Monson hafði gegnt stöðu forseta mormónakrikjunnar frá árinu 2008. Joachim Rønneberg, norskur fyrrum andspyrnumaður sem tók þátt í að spilla fyrir áætlunum nasista um þróun kjarnavopna í síðari heimsstyrjöldinni, lést í október, 99 ára að aldri. Forsætisráðherra Noregs lýsti Rønneberg sem einni mestu hetju þjóðarinnar.Oksana Shachko, úkraísk listakona og aðgerðasinni, lést í júlí, 31 árs að aldri. Hún var í hópi stofnenda FEMEN, baráttusamtaka feminista.
Andlát Fréttir ársins 2018 Tengdar fréttir Þau kvöddu á árinu 2017 Fjölmargir þekktir einstaklingar úti í heimi kvöddu þennan heim á árinu sem senn er á enda. 18. desember 2017 14:30 Þau kvöddu á árinu 2016 Svo virðist sem hver tónlistargoðsögnin á fætur annarri hafi fallið frá á árinu – þeirra á meðal Prince, Leonard Cohen og David Bowie. 22. desember 2016 13:00 Þau kvöddu á árinu 2015 Fjölmargir þekktir einstaklingar úti í heimi kvöddu þennan heim á árinu sem senn er á enda. Vísir tók saman nokkur nöfn sem Íslendingum ættu að vera kunnug. 17. desember 2015 14:45 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Sjá meira
Þau kvöddu á árinu 2017 Fjölmargir þekktir einstaklingar úti í heimi kvöddu þennan heim á árinu sem senn er á enda. 18. desember 2017 14:30
Þau kvöddu á árinu 2016 Svo virðist sem hver tónlistargoðsögnin á fætur annarri hafi fallið frá á árinu – þeirra á meðal Prince, Leonard Cohen og David Bowie. 22. desember 2016 13:00
Þau kvöddu á árinu 2015 Fjölmargir þekktir einstaklingar úti í heimi kvöddu þennan heim á árinu sem senn er á enda. Vísir tók saman nokkur nöfn sem Íslendingum ættu að vera kunnug. 17. desember 2015 14:45