Erlent

Norð­maður í fangelsi fyrir kaup á barna­kyn­lífs­dúkku

Atli Ísleifsson skrifar
Maðurinn er fjórði í röðinni sem hlýtur dóm fyrir slík kaup frá árinu 2016.
Maðurinn er fjórði í röðinni sem hlýtur dóm fyrir slík kaup frá árinu 2016. Getty
Dómstóll í Noregi hefur dæmt karlmann á fimmtugsaldri frá Senja í Norður-Noregi í 45 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa pantað barnakynlífsdúkku frá Kína.

Maðurinn fullyrti fyrir dómi í fylkinu Troms að hann hugðist nota dúkkuna sem fyrirsætu í portrett- og landslagsmyndatökum. Dómstóllinn tók manninn ekki trúanlegan þar sem hann hefur áður hlotið dóm fyrir kynferðisbrot gegn börnum.

„Dómurinn telur að barnakynlífsdúkka eins og þessi sé skaðleg samfélaginu þar sem hún ýtir undir viðhorf sem draga úr alvarleika kynferðisbrota gegn börnum,“ sagði í dómsorðum.

Málið hefur vakið talsverða athygli í Noregi og hafa Barnaheill í Noregi þrýst á hið opinbera að skýra lagalegu hliðina betur. Liggi grunur á að tengsl séu milli þess að eiga kynlífsdúkku sem líkist barni og að beita raunverulega barni kynferðislegu ofbeldi.

Maðurinn er fjórði í röðinni sem hlýtur dóm fyrir slík kaup frá árinu 2016. Alls hefur tollstjóraembættið í Noregi haldlagt fjörutíu slíkar dúkkur á síðustu tveimur árum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×