Innlent

Dreifa 5000 smokkum á næsta ári

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Gunnlaugur I. Grétarsson formaður HIV Ísland, Einar Þór Jónsson framkvæmdastjóri HIV Ísland, Gísli Ágúst Halldórsson framkvæmdastjóri G. Halldórsson ehf., Helga Sif Friðjónsdóttir Hjúkrunarfræðingur og Þór Gíslason verkefnastjóri Reykjavíkurdeildar Rauða krossins þegar átakið var kynnt í dag.
Gunnlaugur I. Grétarsson formaður HIV Ísland, Einar Þór Jónsson framkvæmdastjóri HIV Ísland, Gísli Ágúst Halldórsson framkvæmdastjóri G. Halldórsson ehf., Helga Sif Friðjónsdóttir Hjúkrunarfræðingur og Þór Gíslason verkefnastjóri Reykjavíkurdeildar Rauða krossins þegar átakið var kynnt í dag.
Reykjavíkurdeild Rauða kross Íslands og HIV Ísland dreifa 5000 smokkum til almennings á Íslandi á næsta ári. Þá munu Reykjavíkurdeild Rauða kross Íslands og HIV Íslands hefja forvarnarátak sem er liður í samstarfi félaganna. Smokkadreifingin skipar stóran sess í því samstarfi og rík áhersla verður lögð á að efla vitund ungs fólks um HIV og ná til áhættuhópa varðandi HIV smit. Það er Pasante sem leggur til smokkana en Pasante er einn stærsti smokkaframleiðandi á Bretlandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×