Moreno í áfalli eftir fullyrðingar Luis Enrique: Þetta voru ljót orð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. nóvember 2019 09:15 Robert Moreno með Sergio Ramos, fyrirliða spænska landsliðsins. Getty/David S. Bustamante Robert Moreno skilur ekkert í því af hverju Luis Enrique rak hann úr spænska landsliðsteyminu eða af hverju Luis Enrique þurfti að mála svona ljóta mynd af honum í viðtölum við fjölmiðla. Þeir voru bestu vinir en svo breyttist allt þegar Moreno stóð sig vel í fjarveru Luis Enrique. Robert Moreno kom spænska fótboltalandsliðinu á EM í forföllum Luis Enrique en var launaður greiðinn með því að vera rekinn úr landsliðsþjálfarateyminu þegar Luis Enrique sneri aftur. Í viðbót við það fór Luis Enrique ekki fögrum orðum um fyrrverandi aðstoðarmann sinn í viðtölum.Former Spain head coach Robert Moreno says returning national boss Luis Enrique has "labelled me with words that are ugly". More here https://t.co/44CnmiK7eHpic.twitter.com/xwIqAJH9u2 — BBC Sport (@BBCSport) November 29, 2019Luis Enrique sagði að Robert Moreno hafi verið óheiðarlegur og fengi þess vegna ekki að vera áfram hluti af landsliðsþjálfarateyminu. Þeir voru góðir vinir og eru búnir að vinna saman lengi þar á meðal hjá Barcelona. „Ég veit ekki af hverju Luis Enrique vill ekki lengur hafa mig með sér,“ sagði Robert Moreno á blaðamannafundi. Luis Enrique hætti sem þjálfari spænska landsliðsins í júní til að eyða meiri tíma með níu ára dóttur sinni Xönu sem lést síðan úr krabbameini í ágúst. Moreno tók við starfinu og vildi fá að stýra spænska liðinu á EM áður en hann sneri aftur í starf aðstoðarþjálfara. „Ég veit að hann hefur unnið hart að því að vera þjálfari og hann er metnaðarfullur en þetta er óheiðarleiki í mínum bókum,“ sagði Luis Enrique meðal annars um Robert Moreno. „Ég myndi aldrei gera svona sjálfur og ég vil ekki vera með óheiðarlegt fólk í mínu starfsliði,“ sagði Enrique. Spænska landsliðið vann 5-0 sigur á Rúmeníu í síðasta leiknum undir stjórn Robert Moreno. Moreno stýrði liðinu í sex leikjum, fjórir unnust og hann tapaði aldrei. Markatalan var sautján mörk í plús eða 20-3. Robert Moreno svaraði þessu: „Þetta eru ljót orð sem hann sagði um mig og áttu ekki rétt á sér. Í fyrsta fundi mínum með Luis Enrique þá sagði hann mér að ég hefði gert það sem ég átti að gera og að hann væri stoltur af mér,“ sagði Moreno. „Ég hef alltaf sagt að ég myndi stíga til hliðar ef hann sneri aftur. Hann sagðist hins vegar ekki hafa þörf fyrir mig lengur. Ég var í áfalli. Ég lét hina í starfsliðinu vita og velti því fyrir mér hvað ég hefði gert rangt,“ sagði Robert Moreno. EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Enrique tekinn aftur við spænska landsliðinu Fimm mánuðum eftir að hann hætti með spænska landsliðið hefur Luis Enrique verið ráðinn þjálfari þess á ný. 19. nóvember 2019 11:50 Luis Enrique að taka aftur við spænska landsliðinu Blaðamannafundur hjá spænska knattspyrnusambandinu í hádeginu. 19. nóvember 2019 09:30 Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Enski boltinn Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Handbolti Fleiri fréttir Einar heim í Hafnarfjörðinn Bein útsending: Stelpurnar okkar sem mæta Sviss og Frakklandi Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Ramos spilar í Mexíkó en af hverju í treyju númer 93? Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Orri Steinn og félagar i undanúrslit spænska bikarsins Albert fékk ekki að spila í leiknum sem byrjaði í desember en lauk í febrúar Hætta við leikinn í miðnætursólinni Framarar lausir við Frambanann Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Greindi frá válegum tíðindum Newcastle lét draum Víkings rætast U21-strákarnir í riðli með Frökkum Farinn að sakna landsliðsins eftir nokkurra ára fjarveru Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Sjá meira
Robert Moreno skilur ekkert í því af hverju Luis Enrique rak hann úr spænska landsliðsteyminu eða af hverju Luis Enrique þurfti að mála svona ljóta mynd af honum í viðtölum við fjölmiðla. Þeir voru bestu vinir en svo breyttist allt þegar Moreno stóð sig vel í fjarveru Luis Enrique. Robert Moreno kom spænska fótboltalandsliðinu á EM í forföllum Luis Enrique en var launaður greiðinn með því að vera rekinn úr landsliðsþjálfarateyminu þegar Luis Enrique sneri aftur. Í viðbót við það fór Luis Enrique ekki fögrum orðum um fyrrverandi aðstoðarmann sinn í viðtölum.Former Spain head coach Robert Moreno says returning national boss Luis Enrique has "labelled me with words that are ugly". More here https://t.co/44CnmiK7eHpic.twitter.com/xwIqAJH9u2 — BBC Sport (@BBCSport) November 29, 2019Luis Enrique sagði að Robert Moreno hafi verið óheiðarlegur og fengi þess vegna ekki að vera áfram hluti af landsliðsþjálfarateyminu. Þeir voru góðir vinir og eru búnir að vinna saman lengi þar á meðal hjá Barcelona. „Ég veit ekki af hverju Luis Enrique vill ekki lengur hafa mig með sér,“ sagði Robert Moreno á blaðamannafundi. Luis Enrique hætti sem þjálfari spænska landsliðsins í júní til að eyða meiri tíma með níu ára dóttur sinni Xönu sem lést síðan úr krabbameini í ágúst. Moreno tók við starfinu og vildi fá að stýra spænska liðinu á EM áður en hann sneri aftur í starf aðstoðarþjálfara. „Ég veit að hann hefur unnið hart að því að vera þjálfari og hann er metnaðarfullur en þetta er óheiðarleiki í mínum bókum,“ sagði Luis Enrique meðal annars um Robert Moreno. „Ég myndi aldrei gera svona sjálfur og ég vil ekki vera með óheiðarlegt fólk í mínu starfsliði,“ sagði Enrique. Spænska landsliðið vann 5-0 sigur á Rúmeníu í síðasta leiknum undir stjórn Robert Moreno. Moreno stýrði liðinu í sex leikjum, fjórir unnust og hann tapaði aldrei. Markatalan var sautján mörk í plús eða 20-3. Robert Moreno svaraði þessu: „Þetta eru ljót orð sem hann sagði um mig og áttu ekki rétt á sér. Í fyrsta fundi mínum með Luis Enrique þá sagði hann mér að ég hefði gert það sem ég átti að gera og að hann væri stoltur af mér,“ sagði Moreno. „Ég hef alltaf sagt að ég myndi stíga til hliðar ef hann sneri aftur. Hann sagðist hins vegar ekki hafa þörf fyrir mig lengur. Ég var í áfalli. Ég lét hina í starfsliðinu vita og velti því fyrir mér hvað ég hefði gert rangt,“ sagði Robert Moreno.
EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Enrique tekinn aftur við spænska landsliðinu Fimm mánuðum eftir að hann hætti með spænska landsliðið hefur Luis Enrique verið ráðinn þjálfari þess á ný. 19. nóvember 2019 11:50 Luis Enrique að taka aftur við spænska landsliðinu Blaðamannafundur hjá spænska knattspyrnusambandinu í hádeginu. 19. nóvember 2019 09:30 Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Enski boltinn Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Handbolti Fleiri fréttir Einar heim í Hafnarfjörðinn Bein útsending: Stelpurnar okkar sem mæta Sviss og Frakklandi Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Ramos spilar í Mexíkó en af hverju í treyju númer 93? Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Orri Steinn og félagar i undanúrslit spænska bikarsins Albert fékk ekki að spila í leiknum sem byrjaði í desember en lauk í febrúar Hætta við leikinn í miðnætursólinni Framarar lausir við Frambanann Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Greindi frá válegum tíðindum Newcastle lét draum Víkings rætast U21-strákarnir í riðli með Frökkum Farinn að sakna landsliðsins eftir nokkurra ára fjarveru Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Sjá meira
Enrique tekinn aftur við spænska landsliðinu Fimm mánuðum eftir að hann hætti með spænska landsliðið hefur Luis Enrique verið ráðinn þjálfari þess á ný. 19. nóvember 2019 11:50
Luis Enrique að taka aftur við spænska landsliðinu Blaðamannafundur hjá spænska knattspyrnusambandinu í hádeginu. 19. nóvember 2019 09:30