Katla: Andinn í liðinu miklu betri Helgi Hrafn Ólafsson skrifar 26. febrúar 2020 22:02 Katla Rún Garðarsdóttir, fyrirliði Keflavíkur. mynd/stöð2sport Katla Rún Garðarsdóttir, fyrirliði Keflavíkur, var ánægð eftir sigurinn á Haukum í kvöld í Keflavík, 79-74. Lið hennar hefur átt erfitt uppdráttar eftir áramót en virðast vera að rétta hlut sinn eftir bikarfríið. Þær unnu KR í seinustu umferð og hafa núna innbyrðis yfir gegn Haukum í deildarkeppninni. „Já, mér finnst við farnar að spila betur saman í síðustu tveim leikjum,“ sagði Katla um liðið sitt undanfarið. „Það vita allir að við vorum ekki að spila okkar leik eftir áramót en mér finnst við vera að finna okkur núna og erum að þjappa okkur saman.“ Leikstjórnandi Keflavíkur getur varla leynt brosinu þegar hún segir frá upplifuninni innan liðsins seinustu vikurnar. „Andinn í liðinu er orðinn miklu betri og mér finnst allt ógeðslega skemmtilegt núna!“ segir hún kát. Keflavík átti slaka byrjun á nýju ári en er núna loksins að finna sig. Hvað veldur? „Ég veit það ekki alveg, það er eins og jólafríið hafi farið illa í okkur en bikarfríið farið vel í okkur. Við lítum bara á það þannig og höldum ótrauð áfram,“ sagði Katla um framhaldið. Leikurinn gegn Haukum var góður en Keflvíkingar pössuðu ekki vel upp á boltann í honum. Katla gekkst við því og taldi sig vita ástæðuna. „Við vorum svolítið stífar í leiknum og vorum að tapa boltanum á klaufalegan hátt. Á algjörlega ónauðsynlegan hátt,“ sagði hún og tapaði sjálf sex boltum í leiknum. Suðurnesjalið hafa oft verið þekkt fyrir að hitta vel fyrir utan þriggja stiga línuna en Keflavík hefur ekki sýnt það í langan tíma. Í þessum leik voru þær hins vegar að finna þristana. „Þriggja stiga nýtingin var loksins einhver í þessum leik. Hún er ekki búin að vera góð undanfarið en var loksins fín,“ sagði Katla um skotnýtingu sinna liðsmanna. Katla Rún bætti við að lokum að Keflavík hefur yfirleitt verið að vinna leiki á hinum enda vallarins. „Vörnin hefur verið að vinna leiki fyrir okkur en ekki skotnýtingin,“ sagði hún og hélt hress inn í búningsklefa til að fagna með liðinu. Dominos-deild kvenna Tengdar fréttir Leik lokið: Keflavík - Haukar 79-74 | Keflavík hélt 3. sæti Keflavík náði tveggja stiga forskoti á Hauka og endar með betri innbyrðis úrslit úr leikjum liðanna í vetur, með mikilvægum sigri í leik liðanna í Dominos-deild kvenna í körfubolta í kvöld. 26. febrúar 2020 22:45 Mest lesið Í beinni: Álftanes - Njarðvík | Blóðug barátta um sæti í undanúrslitum Körfubolti „Þetta var manndrápstilraun“ Sport Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Fótbolti Fékk dauðan grís í verðlaun Fótbolti „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ Íslenski boltinn „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ Körfubolti Leik lokið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Körfubolti Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Íslenski boltinn Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Golf Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Álftanes - Njarðvík | Blóðug barátta um sæti í undanúrslitum Leik lokið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Jokic sá þriðji með þrefalda tvennu að meðaltali í leik á tímabili Falko: Zarko og Matej voru frábærir Uppgjörið: Njarðvík-Álftanes 107-74 | Njarðvíkingar eru enn á lífi Uppgjör: Stjarnan - ÍR 87-89 | Háspenna þegar ÍR klóraði í bakkann „Vissi að ég átti miklu, miklu meira inni“ Álftnesingar fengu frábærar fréttir fyrir kvöldið „Get huggað mig við það að ég var líka heppinn“ „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Þrír aðstoða Pekka með landsliðið Jokic tjáir sig um óvæntan brottrekstur þjálfarans Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu Sjá meira
Katla Rún Garðarsdóttir, fyrirliði Keflavíkur, var ánægð eftir sigurinn á Haukum í kvöld í Keflavík, 79-74. Lið hennar hefur átt erfitt uppdráttar eftir áramót en virðast vera að rétta hlut sinn eftir bikarfríið. Þær unnu KR í seinustu umferð og hafa núna innbyrðis yfir gegn Haukum í deildarkeppninni. „Já, mér finnst við farnar að spila betur saman í síðustu tveim leikjum,“ sagði Katla um liðið sitt undanfarið. „Það vita allir að við vorum ekki að spila okkar leik eftir áramót en mér finnst við vera að finna okkur núna og erum að þjappa okkur saman.“ Leikstjórnandi Keflavíkur getur varla leynt brosinu þegar hún segir frá upplifuninni innan liðsins seinustu vikurnar. „Andinn í liðinu er orðinn miklu betri og mér finnst allt ógeðslega skemmtilegt núna!“ segir hún kát. Keflavík átti slaka byrjun á nýju ári en er núna loksins að finna sig. Hvað veldur? „Ég veit það ekki alveg, það er eins og jólafríið hafi farið illa í okkur en bikarfríið farið vel í okkur. Við lítum bara á það þannig og höldum ótrauð áfram,“ sagði Katla um framhaldið. Leikurinn gegn Haukum var góður en Keflvíkingar pössuðu ekki vel upp á boltann í honum. Katla gekkst við því og taldi sig vita ástæðuna. „Við vorum svolítið stífar í leiknum og vorum að tapa boltanum á klaufalegan hátt. Á algjörlega ónauðsynlegan hátt,“ sagði hún og tapaði sjálf sex boltum í leiknum. Suðurnesjalið hafa oft verið þekkt fyrir að hitta vel fyrir utan þriggja stiga línuna en Keflavík hefur ekki sýnt það í langan tíma. Í þessum leik voru þær hins vegar að finna þristana. „Þriggja stiga nýtingin var loksins einhver í þessum leik. Hún er ekki búin að vera góð undanfarið en var loksins fín,“ sagði Katla um skotnýtingu sinna liðsmanna. Katla Rún bætti við að lokum að Keflavík hefur yfirleitt verið að vinna leiki á hinum enda vallarins. „Vörnin hefur verið að vinna leiki fyrir okkur en ekki skotnýtingin,“ sagði hún og hélt hress inn í búningsklefa til að fagna með liðinu.
Dominos-deild kvenna Tengdar fréttir Leik lokið: Keflavík - Haukar 79-74 | Keflavík hélt 3. sæti Keflavík náði tveggja stiga forskoti á Hauka og endar með betri innbyrðis úrslit úr leikjum liðanna í vetur, með mikilvægum sigri í leik liðanna í Dominos-deild kvenna í körfubolta í kvöld. 26. febrúar 2020 22:45 Mest lesið Í beinni: Álftanes - Njarðvík | Blóðug barátta um sæti í undanúrslitum Körfubolti „Þetta var manndrápstilraun“ Sport Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Fótbolti Fékk dauðan grís í verðlaun Fótbolti „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ Íslenski boltinn „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ Körfubolti Leik lokið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Körfubolti Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Íslenski boltinn Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Golf Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Álftanes - Njarðvík | Blóðug barátta um sæti í undanúrslitum Leik lokið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Jokic sá þriðji með þrefalda tvennu að meðaltali í leik á tímabili Falko: Zarko og Matej voru frábærir Uppgjörið: Njarðvík-Álftanes 107-74 | Njarðvíkingar eru enn á lífi Uppgjör: Stjarnan - ÍR 87-89 | Háspenna þegar ÍR klóraði í bakkann „Vissi að ég átti miklu, miklu meira inni“ Álftnesingar fengu frábærar fréttir fyrir kvöldið „Get huggað mig við það að ég var líka heppinn“ „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Þrír aðstoða Pekka með landsliðið Jokic tjáir sig um óvæntan brottrekstur þjálfarans Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu Sjá meira
Leik lokið: Keflavík - Haukar 79-74 | Keflavík hélt 3. sæti Keflavík náði tveggja stiga forskoti á Hauka og endar með betri innbyrðis úrslit úr leikjum liðanna í vetur, með mikilvægum sigri í leik liðanna í Dominos-deild kvenna í körfubolta í kvöld. 26. febrúar 2020 22:45
Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik