Lífið

Diaz biðst afsökunar

Leikkonan Cameron Diaz hefur beðið Perúbúa afsökunar.
Leikkonan Cameron Diaz hefur beðið Perúbúa afsökunar.

Leikkonan Cameron Diaz hefur beðist afsökunar á því að hafa borið tösku með pólitískum slagorðum sem hafa vakið upp slæmar minningar á meðal íbúa Perú.



Diaz var stödd í borginni Machu Picchu í Andes-fjöllunum í Perú á dögunum þar sem hún bar tösku með rauðri stjörnu þar sem stóð á kínversku: „Þjónið fólkinu“. Slagorðið er eitt það þekktasta frá Maó, fyrrum leiðtoga Kínverja. Vekur slagorðið upp minningar Perúbúa um herlið Maós sem barðist við stjórnvöld í landinu á níunda áratugnum og byrjun þess tíunda. Átökin voru afar blóðug og kostuðu tæplega sjötíu þúsund manns lífið.



„Ég biðst innilega afsökunar ef ég hef sært einhvern,“ sagði Diaz. „Ég keypti töskuna þegar ég ferðaðist um Kína og vissi ekki hversu móðgandi slagorðið væri.“ Diaz er stödd í Perú við upptökur á sjónvarpsþætti um menningu landsins. „Það var aldrei ætlun mín að ýfa upp gömul sár á meðal þjóðarinnar,“ sagði hún.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.