Innlent

Forseti ASÍ: Útilokað að ná þjóðarsátt á meðan ríkisstjórnin hamast á velferðarkerfinu

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Samtök atvinnulífsins hafa lagt áherslu á hóflegar launahækkanir til að viðhalda stöðugleika og ná þannig fram auknum kaupmætti.

Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, segir hins vegar útilokað að ná þjóðarsátt um stöðugleika og hóflegar launahækkanir á meðan ríkisstjórnin hamast á velferðarkerfinu.

Lágtekjufólki standi engin aðstoð til boða þegar kemur að húsnæðismálum og mikið vantar uppá varðandi öryggi í heilbrigðismálum.

Alþýðusambandið hefur sakað ríkisstjórnina og sveitarfélög um að grafa undan þeim stöðugleikasáttmála sem gerður var í fyrra með kjarasamningum við kennara og lækna.

Gylfi segir að launþegar finni fyrir mikilli misskiptingu í samfélaginu og að aðgerðir ríkisstjórnarinnar hafi ekki bætt þar úr.

Gylfi var gestur Sigurjóns M. Egilssonar á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun og má hlusta á viðtalið við hann í spilaranum hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×