Efla viðskiptatengslin í Mónakó 19. mars 2008 00:01 Upphafi keppnistímabilsins í Formúlu eitt var fagnað í veislu Stöðvar 2 Sport í Perlunni fyrir helgi. Þar var meðal annars til sýnis keppnisbíll Williams-liðsins frá því í fyrra. Markaðurinn/Anton Glamúr og peningar eru orð sem koma upp í hugann í tengslum við Formúlu 1 kappakstur. Mikið er enda í lagt við keppnishald og stjarnfræðilegar upphæðir kostar að þróa bíla og halda úti keppnisliði og fara með það um allan heim. Auga leið gefur að ekki er fyrir nema sterkefnaða með nær ótakmarkaðan frítíma að ætla sér að hlaupa heimshorna á milli til að styðja sitt lið. En svo gerir það kannski heldur enginn? Formúlutímabilið fór af stað af krafti í þessum mánuði. Fyrsta keppnin fór fram í Melbourne í Ástralíu um síðustu helgi og um næstu helgi verður svo keppt á Sepang-brautinni í Kúala Lúmpúr í Malasíu. Gunnlaugur Rögnvaldsson, umsjónarmaður sýninga frá Formúlu 1 keppnum í sjónvarpi, segir liggja fyrir að áhangendur keppninnar séu af öllum þjóðfélagsstigum. „Formúla er fyrst og fremst sjónvarpsíþrótt. Hún er sýnd í yfir 200 löndum og vinsælasta áhorfsefnið fyrir utan Ólympíuleika og heimsmeistaramót í fótbolta sem koma á fjögurra ára fresti,“ segir hann. Eins segir Gunnlaugur ljóst að ekki þurfi að vera milljónamæringur til að skella sér á keppni. „Héðan eru til dæmis að fara hátt í hundrað manns á keppnina í Barcelona og það er ekkert endilega sterkefnað fólk. Hins vegar hefur fjöldi Íslendinga farið á Mónakó þar sem er meiri glæsileiki og dýrara að mæta. Bæði farið í einkaþotum, komið á eigin snekkjum og gist í höfninni sem kostar sitt og borgað dýru verði inn á skemmtistaði þegar mót standa yfir.“ Gunnlaugur segir tilfellið að þegar mót séu haldin í Mónakó þyki góður kostur að fara þangað til að ná í viðskiptasambönd. „Þetta er til dæmis mikið notað af kostendum Formúlu 1 liðanna, að bjóða til sín tignum gestum og fólki sem verið er að ná inn í viðskipti og þetta því sterkur vettvangur fyrir það.“ Um mótshelgi segir Gunnlaugur dýrtíð aukast mjög í Mónakó; hótelherbergi geti kostað allt upp í tvö til þrjú hundruð þúsund krónur og ekki auðvelt að komast að. „Um allan heim þykir Formúlan hins vegar sterkur vettvangur til að heilla tilvonandi kúnna í viðskiptalífinu og þá er ég að tala um forstjóra og framkvæmdastjóra,“ segir Gunnlaugur og bendir á að samkvæmt könnunum sem hann hafi látið Gallup gera hér í tví- eða þrígang sé áberandi hversu mikið af forstjórum og framkvæmdastjórum fylgist hér á landi með Formúlu 1. „Þegar búið er að greina þessar kannanir, svo sem með tilliti til launa þeirra sem horfa á Formúluna, kemur í ljós að þau eru yfirleitt vel yfir meðallaunum. Svo eru framkvæmdastjórar fyrirtækja og þeir sem eru með einkarekstur mjög stór hópur áhorfenda.“ Gunnlaugur segir tilfellið enda vera að kostun og auglýsingar tengdar Formúlu 1 liðunum skili árangri. „Á keppnishelgum fylgjast um 200 milljónir manna með. Síðan má nefna lönd á borð við Spán, þar sem Fernando Alonso hefur orðið heimsmeistari tvö ár í röð, þar sem Formúla 1 þekktist ekki, en þeir fóru að sýna eftir að honum gekk vel. Þá náðu þeir sjötíu prósenta áhorfi og sala á Renault-bílum rauk upp um mörg hundruð prósent. Svo eru fyrirtæki á borð við Baug sem eru að auka styrk sinn til Williams-liðsins vegna þess hve vel hefur gengið. Þeir hafa verið með Hamley‘s á bílnum, en salan hefur aukist svo mjög að þeir ákváðu að bæta við tveimur til þremur vörumerkjum til að auka veltuna.“ Þá bendir Gunnlaugur á að Salt Investments, fjárfestingarfélag Róberts Wessman, styrki ungan ökuþór, Kristján Einar Kristjánsson, til keppni í Formúlu 3, en þar sé vel þekktur stökkpallur fyrir ökumenn inn í Formúlu 1. „Þannig að hann sér markaðstækifæri í þessu.“ Héðan og þaðan Mest lesið Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Lækkanir í Asíu halda áfram Viðskipti erlent Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Viðskipti innlent „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Viðskipti innlent Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands Viðskipti innlent Fleiri fréttir Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Sjá meira
Glamúr og peningar eru orð sem koma upp í hugann í tengslum við Formúlu 1 kappakstur. Mikið er enda í lagt við keppnishald og stjarnfræðilegar upphæðir kostar að þróa bíla og halda úti keppnisliði og fara með það um allan heim. Auga leið gefur að ekki er fyrir nema sterkefnaða með nær ótakmarkaðan frítíma að ætla sér að hlaupa heimshorna á milli til að styðja sitt lið. En svo gerir það kannski heldur enginn? Formúlutímabilið fór af stað af krafti í þessum mánuði. Fyrsta keppnin fór fram í Melbourne í Ástralíu um síðustu helgi og um næstu helgi verður svo keppt á Sepang-brautinni í Kúala Lúmpúr í Malasíu. Gunnlaugur Rögnvaldsson, umsjónarmaður sýninga frá Formúlu 1 keppnum í sjónvarpi, segir liggja fyrir að áhangendur keppninnar séu af öllum þjóðfélagsstigum. „Formúla er fyrst og fremst sjónvarpsíþrótt. Hún er sýnd í yfir 200 löndum og vinsælasta áhorfsefnið fyrir utan Ólympíuleika og heimsmeistaramót í fótbolta sem koma á fjögurra ára fresti,“ segir hann. Eins segir Gunnlaugur ljóst að ekki þurfi að vera milljónamæringur til að skella sér á keppni. „Héðan eru til dæmis að fara hátt í hundrað manns á keppnina í Barcelona og það er ekkert endilega sterkefnað fólk. Hins vegar hefur fjöldi Íslendinga farið á Mónakó þar sem er meiri glæsileiki og dýrara að mæta. Bæði farið í einkaþotum, komið á eigin snekkjum og gist í höfninni sem kostar sitt og borgað dýru verði inn á skemmtistaði þegar mót standa yfir.“ Gunnlaugur segir tilfellið að þegar mót séu haldin í Mónakó þyki góður kostur að fara þangað til að ná í viðskiptasambönd. „Þetta er til dæmis mikið notað af kostendum Formúlu 1 liðanna, að bjóða til sín tignum gestum og fólki sem verið er að ná inn í viðskipti og þetta því sterkur vettvangur fyrir það.“ Um mótshelgi segir Gunnlaugur dýrtíð aukast mjög í Mónakó; hótelherbergi geti kostað allt upp í tvö til þrjú hundruð þúsund krónur og ekki auðvelt að komast að. „Um allan heim þykir Formúlan hins vegar sterkur vettvangur til að heilla tilvonandi kúnna í viðskiptalífinu og þá er ég að tala um forstjóra og framkvæmdastjóra,“ segir Gunnlaugur og bendir á að samkvæmt könnunum sem hann hafi látið Gallup gera hér í tví- eða þrígang sé áberandi hversu mikið af forstjórum og framkvæmdastjórum fylgist hér á landi með Formúlu 1. „Þegar búið er að greina þessar kannanir, svo sem með tilliti til launa þeirra sem horfa á Formúluna, kemur í ljós að þau eru yfirleitt vel yfir meðallaunum. Svo eru framkvæmdastjórar fyrirtækja og þeir sem eru með einkarekstur mjög stór hópur áhorfenda.“ Gunnlaugur segir tilfellið enda vera að kostun og auglýsingar tengdar Formúlu 1 liðunum skili árangri. „Á keppnishelgum fylgjast um 200 milljónir manna með. Síðan má nefna lönd á borð við Spán, þar sem Fernando Alonso hefur orðið heimsmeistari tvö ár í röð, þar sem Formúla 1 þekktist ekki, en þeir fóru að sýna eftir að honum gekk vel. Þá náðu þeir sjötíu prósenta áhorfi og sala á Renault-bílum rauk upp um mörg hundruð prósent. Svo eru fyrirtæki á borð við Baug sem eru að auka styrk sinn til Williams-liðsins vegna þess hve vel hefur gengið. Þeir hafa verið með Hamley‘s á bílnum, en salan hefur aukist svo mjög að þeir ákváðu að bæta við tveimur til þremur vörumerkjum til að auka veltuna.“ Þá bendir Gunnlaugur á að Salt Investments, fjárfestingarfélag Róberts Wessman, styrki ungan ökuþór, Kristján Einar Kristjánsson, til keppni í Formúlu 3, en þar sé vel þekktur stökkpallur fyrir ökumenn inn í Formúlu 1. „Þannig að hann sér markaðstækifæri í þessu.“
Héðan og þaðan Mest lesið Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Lækkanir í Asíu halda áfram Viðskipti erlent Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Viðskipti innlent „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Viðskipti innlent Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands Viðskipti innlent Fleiri fréttir Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Sjá meira