Tveggja metra reglan verði hluti daglegs lífs um fyrirsjáanlega framtíð Stefán Ó. Jónsson skrifar 27. apríl 2020 06:37 Þrátt fyrir að faraldur kórónuveirunnar sé víða í uppsveiflu vestanhafs eru ýmis ríki þegar farin að aflétta takmörkunum. epa/ CRISTOBAL HERRERA Bæði Bretar og Bandaríkjamenn munu að líkindum þurfa að búa við „tveggja metra regluna“ svokölluðu langt fram á sumar. Breskir ráðamenn segja þannig að fjarlægðamörkin gætu þurft að vera hluti hins nýja, eðlilega ástands „í töluverðan tíma“ - jafnvel löngu eftir að mestu baráttunni við kórónuveiruna sleppir. Á sama tíma segjast íslenskar almannavarnir horfa til þess að afnema tveggja metra regluna, sem kveður á um að fólk reyni að halda hið minnsta tveggja metra fjarlægð hvort frá öðru til að minnka smithættu, eftir rétt rúman mánuð - mánaðamótin maí/júní. Til þess þurfi þó slökun samkomubannsins 4. maí að ganga vel, þegar 50 manns mega koma saman í stað 20 áður. Nýtt, eðlilegt ástand Beggja vegna Atlantsála undirbúa ráðamenn þjóðir sínar hins vegar undir það að tveggja metra reglan og félagslegar takmarkanir verði við lýði næstu mánuðina. Dominic Raab, utanríkisráðherra Bretlands, sagði þannig á upplýsingafundi í gær að skólar og aðrar stofnanir á Bretlandseyjum þurfi að laga starf sitt að tveggja metra fjarlægðatakmörkunum. „Þetta er eins og ég lýsi því, og mörg hafa notað þetta hugtak á undan mér, nýtt eðlilegt ástand þar sem félagsforðun verður hluti af daglegu lífi í töluverðan tíma og við munum þurfa að styðjast við aðrar starfsaðferðir,“ sagði Raab í gær. Dominic Raab utanríkisráðherra og staðgengill forsætisráðherra Breta.Getty/PA Aflétta takmörkunum í skugga uppsveiflu Deborah Birx, læknirinn sem fer fyrir kórónuveiruviðbragðsteymi Hvíta hússins, sagði að sama skapi í gærkvöld að Bandaríkjamenn þyrftu helst að búa við félagslegar takmarkanir næstu mánuðina. Hin ýmsu ríki vestanhafs eru þó þegar farin að aflétta aðgerðum. Bandaríkin þurfi nauðsynlega, að mati Birx, að efla skimun fyrir veirunni. Aðeins þannig verður hægt að tryggja öryggi þjóðarinnar með einhverri vissu. Góð teikn séu þó víða á lofti, til að mynda í borgunum Houston og Detriot, sem blási bandarískum stjórnvöldum von í brjóst. Ríkisstjóri New York greindi einnig frá því í gær að hlutar ríkisins muni að líkindum geta afnumið harðar aðgerðir þess þann 15. maí. Daglegum dauðsföllum hefur fækkað þar undanfarna daga en New York-ríki hefur orðið verst úti í Bandaríkjunum. Ríkisstjóri Georgíu sætir þó gagnrýni, frá bæði demókrötum og repúblikönum, fyrir að aflétta margvíslegum hömlum frá og með deginum í dag. Veitingastaðir munu þannig geta opnað aftur en líkamsræktarstöðvar og hárgreiðslustofur höfðu áður fengið leyfa til að hefja eðlilega starfsemi að nýju. Smitum fer þó ört fjölgandi í ríkinu, þó svo að skimun þar sé í mýflugumynd að mati gagnrýnenda. Bandaríkin Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Titringur á Alþingi Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fleiri fréttir Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Sjá meira
Bæði Bretar og Bandaríkjamenn munu að líkindum þurfa að búa við „tveggja metra regluna“ svokölluðu langt fram á sumar. Breskir ráðamenn segja þannig að fjarlægðamörkin gætu þurft að vera hluti hins nýja, eðlilega ástands „í töluverðan tíma“ - jafnvel löngu eftir að mestu baráttunni við kórónuveiruna sleppir. Á sama tíma segjast íslenskar almannavarnir horfa til þess að afnema tveggja metra regluna, sem kveður á um að fólk reyni að halda hið minnsta tveggja metra fjarlægð hvort frá öðru til að minnka smithættu, eftir rétt rúman mánuð - mánaðamótin maí/júní. Til þess þurfi þó slökun samkomubannsins 4. maí að ganga vel, þegar 50 manns mega koma saman í stað 20 áður. Nýtt, eðlilegt ástand Beggja vegna Atlantsála undirbúa ráðamenn þjóðir sínar hins vegar undir það að tveggja metra reglan og félagslegar takmarkanir verði við lýði næstu mánuðina. Dominic Raab, utanríkisráðherra Bretlands, sagði þannig á upplýsingafundi í gær að skólar og aðrar stofnanir á Bretlandseyjum þurfi að laga starf sitt að tveggja metra fjarlægðatakmörkunum. „Þetta er eins og ég lýsi því, og mörg hafa notað þetta hugtak á undan mér, nýtt eðlilegt ástand þar sem félagsforðun verður hluti af daglegu lífi í töluverðan tíma og við munum þurfa að styðjast við aðrar starfsaðferðir,“ sagði Raab í gær. Dominic Raab utanríkisráðherra og staðgengill forsætisráðherra Breta.Getty/PA Aflétta takmörkunum í skugga uppsveiflu Deborah Birx, læknirinn sem fer fyrir kórónuveiruviðbragðsteymi Hvíta hússins, sagði að sama skapi í gærkvöld að Bandaríkjamenn þyrftu helst að búa við félagslegar takmarkanir næstu mánuðina. Hin ýmsu ríki vestanhafs eru þó þegar farin að aflétta aðgerðum. Bandaríkin þurfi nauðsynlega, að mati Birx, að efla skimun fyrir veirunni. Aðeins þannig verður hægt að tryggja öryggi þjóðarinnar með einhverri vissu. Góð teikn séu þó víða á lofti, til að mynda í borgunum Houston og Detriot, sem blási bandarískum stjórnvöldum von í brjóst. Ríkisstjóri New York greindi einnig frá því í gær að hlutar ríkisins muni að líkindum geta afnumið harðar aðgerðir þess þann 15. maí. Daglegum dauðsföllum hefur fækkað þar undanfarna daga en New York-ríki hefur orðið verst úti í Bandaríkjunum. Ríkisstjóri Georgíu sætir þó gagnrýni, frá bæði demókrötum og repúblikönum, fyrir að aflétta margvíslegum hömlum frá og með deginum í dag. Veitingastaðir munu þannig geta opnað aftur en líkamsræktarstöðvar og hárgreiðslustofur höfðu áður fengið leyfa til að hefja eðlilega starfsemi að nýju. Smitum fer þó ört fjölgandi í ríkinu, þó svo að skimun þar sé í mýflugumynd að mati gagnrýnenda.
Bandaríkin Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Titringur á Alþingi Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fleiri fréttir Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Sjá meira