Íslenski boltinn

Mateja Zver með liði Þór/KA í Kórnum í dag?

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Slóvenski framherjinn Mateja Zver.
Slóvenski framherjinn Mateja Zver. Mynd/Heimasíða Þórs

Slóvenski framherjinn Mateja Zver kom til landsins í gær og verður hugsanlega með Þór/KA í úrslitaleik Lengjubikars kvenna í Kórnum í dag. Þór/KA mætir þá Stjörnunni í úrslitaleik og getur þar unnið sinn fyrsta stóra titil.

Mateja Zver skoraði 10 mörk í 9 leikjum með Þór/KA í úrvalsdeild kvenna í fyrrasumar en hún og Rakel Hönnudóttir náðu mjög vel saman í framlínu liðsins.

Rakel Hönnudótir kom til landsins fyrir síðasta leik og tryggði Þór/KA þá sæti í úrslitaleiknum með því að skora eina markið í 1-0 sigri á Breiðabliki.

Stjarnan vann fyrri leik liðanna í keppninni 4-0 fyrir aðeins fimmtán dögum en Þór/KA lék þá án bæði Rakel og Mateju. Björk Gunnarsdóttir, markahæsti leikmaður Lengjubikars kvenna í ár, skoraði tvennu í leiknum.

Þór/KA hefur unnið b-deild deildabikars kvenna undanfarin þrjú ár en fær nú tækifæri til að vinna a-deildina í fyrsta sinn.

Leikur Stjörnunnar og Þór/KA hefst klukkan 16.00 í Kórnum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×