Fótbolti

Stuðningsmaður Inter í dái eftir að hafa fallið úr stúkunni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
San Siro völlurinn í Mílanó.
San Siro völlurinn í Mílanó. Mynd/AFP

Stuðningsmaður ítalska liðsins Inter Milan er í dái eftir að hafa dottið úr stúkunni á San Siro á meðan á leik Inter og Fiorentina stóð í gær. Umræddur maður er 36 ára gamall en hann féll niður úr efri stúkunni eftir að hafa verið að klifra upp á brúninni.

46 ára maður og sonur hans slösuðust einnig þegar þeir urðu undir manninum. Meiðsli þeirra eru ekki alvarleg. Samkvæmt fréttum á Ítalíu gerðist atvikið þegar Diego Milito skoraði sigurmark Inter úr vítaspyrnu.

Stuðningsmaðurinn var fluttur meðvitundarlaus á sjúkrahús þar sem sjúkraliðarnir börðustu fyrir lífi hans. Hann hefur ekki komist til meðvitundar og er nú í dái.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×