Drón á sveimi við Seðlabanka Íslands Una Sighvatsdóttir skrifar 2. október 2015 19:13 Þess eru dæmi að ómönnuð loftför séu á ferli nær opinberum stofnunum en starfsfólk þeirra kærir sig um. Þetta á meðal annars við um Seðlabanka Íslands, þar sem oftar en einu sinni hefur gerst að starfsfólk verði vart við drón á flugi óþægilega nærri gluggum, á skrifstofum þar sem sýslað er með ýmsar trúnaðarupplýsingar. Nýjasta dæmið var nú fyrir skömmu þegar starfsmaður á efri hæðum bankans sá drón í kyrrstöðu í um 4 metra fjarlægð frá glugganum. Þegar hann stóð upp til að skoða drónið nánar, þá flaug það burt í skyndingu og hvarf fyrir horn Ekki er vitað hvort stjórnandi drónsins hafði eitthvað misjafnt í huga en til að fyrirbyggja að slíkt geti gerst stendur til að setja reglugerð, þar sem meðal annars er ákvæði um að ekki sé heimilt„að fljúga loftfari innan 150 m fjarlægðar frá forsetabústað, ráðuneytum eða öðrum opinberum byggingum, þ. á m. lögreglustöðvum og fangelsum.“ Samgöngustofa skilaði drögum að reglugerðinni til innanríkisráðuneytisins í sumar en dregist hefur að drögin séu kynnt opinberlega til umsagnar. Brandur Bjarnason Karlsson, formaður Flygildafélags Íslands segir að óorðið sem drón hafi á sér stafi fyrst og fremst af hernaðardrónum í Bandaríkjunum. Flygildi séu þó fyrst og fremst spennandi tækni sem bjóði upp á mikil tækifæri og atvinnumöguleika, meðal annars fyrir fatlaða. Hann segir slæmt ef setning nýrrar reglugerðar stýrist af óttaviðbragði. „Eins og með alla nýja tækni þá á fólk það til að hafa áhyggjur svona fyrst um sinn. En við höfum áhyggjur af því að það verði setta er einhverjar reglugerðir sem útiloka alls konar tækifæri sem yrðu okkur öllum til góðs," segir Brandur. Hægt sé að misnota drón eins og alla aðra tækni, en það eitt og sér sé ekki tilefni til að banna hana. Brandur nefnir sem dæmi að í Bandaríkjunum hafi verið sett fremur ströng löggjöf um drónanotkun almennra borgara, á meðan reglur séu mun opnari í Asíu. Nú séu Bandaríkjamenn aftur að slaka á löggjöfinni þegar renni upp fyrir þeim hve mikil tækifæri séu í notkun dróna. Flygildafélag Íslands var stofnað í sumar og telur nú þegar hátt í 400 meðlimi sem ýmist eiga drón eða eru áhugasamir um að eignast slík tæki. „Flygildi er breið flóra, þetta er ekki eitthvað eitt fyrirbæria sem er hægt að setja eina reglugerð um," segir Brandur. „Við myndum vilja sjá opnað fyrir þróunina á að nota þetta, til dæmis í björgunarstörf." Mest lesið Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Máttu ekki banna fréttamenn AP Erlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Erlent Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Innlent Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Fleiri fréttir Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Sjá meira
Þess eru dæmi að ómönnuð loftför séu á ferli nær opinberum stofnunum en starfsfólk þeirra kærir sig um. Þetta á meðal annars við um Seðlabanka Íslands, þar sem oftar en einu sinni hefur gerst að starfsfólk verði vart við drón á flugi óþægilega nærri gluggum, á skrifstofum þar sem sýslað er með ýmsar trúnaðarupplýsingar. Nýjasta dæmið var nú fyrir skömmu þegar starfsmaður á efri hæðum bankans sá drón í kyrrstöðu í um 4 metra fjarlægð frá glugganum. Þegar hann stóð upp til að skoða drónið nánar, þá flaug það burt í skyndingu og hvarf fyrir horn Ekki er vitað hvort stjórnandi drónsins hafði eitthvað misjafnt í huga en til að fyrirbyggja að slíkt geti gerst stendur til að setja reglugerð, þar sem meðal annars er ákvæði um að ekki sé heimilt„að fljúga loftfari innan 150 m fjarlægðar frá forsetabústað, ráðuneytum eða öðrum opinberum byggingum, þ. á m. lögreglustöðvum og fangelsum.“ Samgöngustofa skilaði drögum að reglugerðinni til innanríkisráðuneytisins í sumar en dregist hefur að drögin séu kynnt opinberlega til umsagnar. Brandur Bjarnason Karlsson, formaður Flygildafélags Íslands segir að óorðið sem drón hafi á sér stafi fyrst og fremst af hernaðardrónum í Bandaríkjunum. Flygildi séu þó fyrst og fremst spennandi tækni sem bjóði upp á mikil tækifæri og atvinnumöguleika, meðal annars fyrir fatlaða. Hann segir slæmt ef setning nýrrar reglugerðar stýrist af óttaviðbragði. „Eins og með alla nýja tækni þá á fólk það til að hafa áhyggjur svona fyrst um sinn. En við höfum áhyggjur af því að það verði setta er einhverjar reglugerðir sem útiloka alls konar tækifæri sem yrðu okkur öllum til góðs," segir Brandur. Hægt sé að misnota drón eins og alla aðra tækni, en það eitt og sér sé ekki tilefni til að banna hana. Brandur nefnir sem dæmi að í Bandaríkjunum hafi verið sett fremur ströng löggjöf um drónanotkun almennra borgara, á meðan reglur séu mun opnari í Asíu. Nú séu Bandaríkjamenn aftur að slaka á löggjöfinni þegar renni upp fyrir þeim hve mikil tækifæri séu í notkun dróna. Flygildafélag Íslands var stofnað í sumar og telur nú þegar hátt í 400 meðlimi sem ýmist eiga drón eða eru áhugasamir um að eignast slík tæki. „Flygildi er breið flóra, þetta er ekki eitthvað eitt fyrirbæria sem er hægt að setja eina reglugerð um," segir Brandur. „Við myndum vilja sjá opnað fyrir þróunina á að nota þetta, til dæmis í björgunarstörf."
Mest lesið Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Máttu ekki banna fréttamenn AP Erlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Erlent Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Innlent Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Fleiri fréttir Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Sjá meira