Unnur Brá íhugar framboð Aðalsteinn Kjartansson skrifar 2. október 2015 12:36 Unnur Brá liggur nú undir feldi. vísir/daníel Almennur félagsfundur í Sjálfstæðisfélaginu Kára í Rangárþingi eystra skoraði á Unni Brá í gær um að gefa kost á sér í embætti varaformanns flokksins en í gær tilkynnti Hanna Birna Kristjánsdóttir, núverandi varaformaður, að hún ætlaði ekki að gefa kost á áframhaldandi setu. Vísað hún til lekamálsins í því samhengi, en málið varð til þess að hún sagði af sér sem innanríkisráðherra síðastliðinn vetur. Unnur Brá segir að henni þyki vænt um áskorunina. „Þetta gerðist nú allt saman í gær að Hanna Birna ákvað að gefa ekki kost á sér en mér þykir afskaplega vænt um að fá þessa yfirlýsingu og þar kemur fram ósk eða krafa um breiða forystu í Sjálfstæðisflokknum. Það er einfaldlega eitthvað sem ég þarf að íhuga, hvort ég svari því kalli,“ segir hún.Þannig þú hefur ekki tekið afstöðu eða ákvörðun um hvort þú gefir kost á þér eða ekki? „Ég hef ekki tekið ákvörðun um það en þessi ósk um breiða forystu, um að forysta flokksins endurspegli breiðan aldurshóp og eins bæði landsbyggðina og höfuðborgarsvæðið, er eitthvað sem bæði ég og aðrir sjálfstæðismenn þurfa að íhuga,“ svarar hún.Þannig að það kemur til greina að þú gefir kost á þér? „Ég er að íhuga málið.“ Unnur Brá segir að það muni ekki ráða úrslitum um ákvörðun um framboð hverjir aðrir gefi mögulega kost á sér í embættið. Lagt hefur verið að Ólöfu Nordal innanríkisráðherra um að gefa kost á sér. Unnur Brá segist gera ráð fyrir því að fleiri Sjálfstæðismenn íhugi stöðu sína. Alþingi Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Fleiri fréttir Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Sjá meira
Almennur félagsfundur í Sjálfstæðisfélaginu Kára í Rangárþingi eystra skoraði á Unni Brá í gær um að gefa kost á sér í embætti varaformanns flokksins en í gær tilkynnti Hanna Birna Kristjánsdóttir, núverandi varaformaður, að hún ætlaði ekki að gefa kost á áframhaldandi setu. Vísað hún til lekamálsins í því samhengi, en málið varð til þess að hún sagði af sér sem innanríkisráðherra síðastliðinn vetur. Unnur Brá segir að henni þyki vænt um áskorunina. „Þetta gerðist nú allt saman í gær að Hanna Birna ákvað að gefa ekki kost á sér en mér þykir afskaplega vænt um að fá þessa yfirlýsingu og þar kemur fram ósk eða krafa um breiða forystu í Sjálfstæðisflokknum. Það er einfaldlega eitthvað sem ég þarf að íhuga, hvort ég svari því kalli,“ segir hún.Þannig þú hefur ekki tekið afstöðu eða ákvörðun um hvort þú gefir kost á þér eða ekki? „Ég hef ekki tekið ákvörðun um það en þessi ósk um breiða forystu, um að forysta flokksins endurspegli breiðan aldurshóp og eins bæði landsbyggðina og höfuðborgarsvæðið, er eitthvað sem bæði ég og aðrir sjálfstæðismenn þurfa að íhuga,“ svarar hún.Þannig að það kemur til greina að þú gefir kost á þér? „Ég er að íhuga málið.“ Unnur Brá segir að það muni ekki ráða úrslitum um ákvörðun um framboð hverjir aðrir gefi mögulega kost á sér í embættið. Lagt hefur verið að Ólöfu Nordal innanríkisráðherra um að gefa kost á sér. Unnur Brá segist gera ráð fyrir því að fleiri Sjálfstæðismenn íhugi stöðu sína.
Alþingi Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Fleiri fréttir Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Sjá meira