Bólginn og marinn en kominn heim til sín Kristín Ólafsdóttir skrifar 8. september 2019 14:12 Frá smábátahöfninni í Keflavík þar sem maðurinn stakk sér til sunds í gærkvöldi. Vísir/vilhelm Formaður Björgunarsveitarinnar Suðurnesja segir að björgunarsveitarmaðurinn sem varð fyrir árás manns sem hann bjargaði upp úr sjónum við Grófina í Keflavík í gærkvöldi sé á batavegi. Atvik í líkingu við þetta hefur aldrei komið á borð formannsins á nær þrjátíu ára ferli hans í björgunarstarfi. Málið hefur vakið mikla athygli í dag en maðurinn, sem var í annarlegu ástandi, stakk sér til sunds þegar flugeldasýning Ljósanætur fór fram í gærkvöldi. Björgunarbátur var ræstur út og björgunarmenn drógu manninn, sem var þá hætt kominn, upp í bátinn. Við þetta reiddist maðurinn og byrjað að lemja björgunarsveitarmanninn sem hífði hann upp í bátinn. Ákveðið var að flytja björgunarsveitarmanninn til Reykjavíkur eftir skoðun í Keflavík. Haraldur Haraldsson formaður Björgunarsveitarinnar Suðurnesja segir það hafa verið gert sökum eðlis áverkanna sem hann hlaut. „En sem betur fer varð hann ekki fyrir neinum varanlegum skaða. En hann er bólginn og marinn í andliti, brjóstkassa, kvið og nára. En hann er heima og hefur það ágætt í dag. Þetta virðist vera betra heldur en á horfðist í gær.“Árásarmaðurinn þurfti einnig aðhlynningu Árásarmaðurinn stakk sér til sunds fljótlega eftir að fyrstu flugeldum var skotið upp klukkan 22:30. Nokkrir björgunarmenn fóru í kjölfarið á eftir honum út á björgunarbát. „Þeir þurftu að fara úr bátnum til að bjarga manninum og svo byrjar þarna ákveðin atburðarás sem verður til þess að þegar er búið að bjarga honum verður hann svona æstur,“ segir Haraldur.Frá flugeldasýningu Ljósanætur í Reykjanesbæ fyrir nokkrum árum. Flugeldasýningin var nýbyrjuð í gærkvöldi þegar atburðarásin hófst.Mynd/VísirSjálfur var Haraldur, sem starfar hjá slökkviliðinu á Keflavíkurflugvelli, á næturvakt þegar málið kom upp og var því ekki á staðnum. Hann þakkar viðbragðsaðilum úr röðum lögreglunnar á Suðurnesjum, brunavörnum Suðurnesja og björgunarsveitanna fyrir skjót viðbrögð og góða samvinnu. „Svo má ekki gleyma stráknum sem stakk sér til sunds. Hann þurfti auðvitað að fá sína hjálp líka. Þeir þurftu báðir á aðhlynningu að halda eftir þetta.“Hefur eitthvað þessu líkt komið fyrir áður í þínum störfum?„Ekki neitt þessu líkt, aldrei. Ekki svo ég muni eftir, og er nú búinn að starfa hjá björgunarsveitum í nær þrjátíu ár. En ég vona að þetta sé auðvitað algjört einsdæmi.“ Lögreglan á Suðurnesjum hefur málið nú til rannsóknar. Ekki var frekari upplýsingar að fá hjá embættinu um líðan árásarmannsins eða stöðu rannsóknarinnar nú á þriðja tímanum. Björgunarsveitir Reykjanesbær Tengdar fréttir Réðst á björgunarsveitarmanninn sem bjargaði lífi hans Björgunarsveitarmenn björguðu manni sem hafði stungið sér til sunds í smábátahöfninni í Keflavík þegar flugeldasýning Ljósanætur fór fram í gærkvöldi. 8. september 2019 07:50 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Sjá meira
Formaður Björgunarsveitarinnar Suðurnesja segir að björgunarsveitarmaðurinn sem varð fyrir árás manns sem hann bjargaði upp úr sjónum við Grófina í Keflavík í gærkvöldi sé á batavegi. Atvik í líkingu við þetta hefur aldrei komið á borð formannsins á nær þrjátíu ára ferli hans í björgunarstarfi. Málið hefur vakið mikla athygli í dag en maðurinn, sem var í annarlegu ástandi, stakk sér til sunds þegar flugeldasýning Ljósanætur fór fram í gærkvöldi. Björgunarbátur var ræstur út og björgunarmenn drógu manninn, sem var þá hætt kominn, upp í bátinn. Við þetta reiddist maðurinn og byrjað að lemja björgunarsveitarmanninn sem hífði hann upp í bátinn. Ákveðið var að flytja björgunarsveitarmanninn til Reykjavíkur eftir skoðun í Keflavík. Haraldur Haraldsson formaður Björgunarsveitarinnar Suðurnesja segir það hafa verið gert sökum eðlis áverkanna sem hann hlaut. „En sem betur fer varð hann ekki fyrir neinum varanlegum skaða. En hann er bólginn og marinn í andliti, brjóstkassa, kvið og nára. En hann er heima og hefur það ágætt í dag. Þetta virðist vera betra heldur en á horfðist í gær.“Árásarmaðurinn þurfti einnig aðhlynningu Árásarmaðurinn stakk sér til sunds fljótlega eftir að fyrstu flugeldum var skotið upp klukkan 22:30. Nokkrir björgunarmenn fóru í kjölfarið á eftir honum út á björgunarbát. „Þeir þurftu að fara úr bátnum til að bjarga manninum og svo byrjar þarna ákveðin atburðarás sem verður til þess að þegar er búið að bjarga honum verður hann svona æstur,“ segir Haraldur.Frá flugeldasýningu Ljósanætur í Reykjanesbæ fyrir nokkrum árum. Flugeldasýningin var nýbyrjuð í gærkvöldi þegar atburðarásin hófst.Mynd/VísirSjálfur var Haraldur, sem starfar hjá slökkviliðinu á Keflavíkurflugvelli, á næturvakt þegar málið kom upp og var því ekki á staðnum. Hann þakkar viðbragðsaðilum úr röðum lögreglunnar á Suðurnesjum, brunavörnum Suðurnesja og björgunarsveitanna fyrir skjót viðbrögð og góða samvinnu. „Svo má ekki gleyma stráknum sem stakk sér til sunds. Hann þurfti auðvitað að fá sína hjálp líka. Þeir þurftu báðir á aðhlynningu að halda eftir þetta.“Hefur eitthvað þessu líkt komið fyrir áður í þínum störfum?„Ekki neitt þessu líkt, aldrei. Ekki svo ég muni eftir, og er nú búinn að starfa hjá björgunarsveitum í nær þrjátíu ár. En ég vona að þetta sé auðvitað algjört einsdæmi.“ Lögreglan á Suðurnesjum hefur málið nú til rannsóknar. Ekki var frekari upplýsingar að fá hjá embættinu um líðan árásarmannsins eða stöðu rannsóknarinnar nú á þriðja tímanum.
Björgunarsveitir Reykjanesbær Tengdar fréttir Réðst á björgunarsveitarmanninn sem bjargaði lífi hans Björgunarsveitarmenn björguðu manni sem hafði stungið sér til sunds í smábátahöfninni í Keflavík þegar flugeldasýning Ljósanætur fór fram í gærkvöldi. 8. september 2019 07:50 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Sjá meira
Réðst á björgunarsveitarmanninn sem bjargaði lífi hans Björgunarsveitarmenn björguðu manni sem hafði stungið sér til sunds í smábátahöfninni í Keflavík þegar flugeldasýning Ljósanætur fór fram í gærkvöldi. 8. september 2019 07:50