Enska úrvalsdeildin stofnar heiðurshöll Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. febrúar 2020 11:30 Bikarinn sem er keppt er um í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Getty/Shaun Botterill Hér eftir eiga bestu leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta möguleika á því að komast í heiðurshöll deildarinnar. Fyrstu meðlimirnir verða teknir inn í mars. Heiðurshöll eða „Hall of Fame“ eins og við þekkjum hana í enskumælandi löndum verður tekin upp hjá ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í næsta mánuði en þetta kemur fram á heimasíðu ensku úrvalsdeildarinnar. Heiðurshallirnar eru þekktar frá Bandaríkjunum en Englendingar hafa nú ákveðið að stíga þetta skref hjá sér. Enska úrvalsdeildin var sett á laggirnar haustið 1992 og umrædd heiðurshöll mun verðlauna mestu afreksmenn sína frá þeim tíma. Fyrstu tveir meðlimir heiðurshallar ensku úrvalsdeildarinnar verða teknir inn fimmtudaginn 19. mars næstkomandi. Það hefur ekkert verið gefið enn upp hverjir þeir eru. OFFICIAL: The Premier League has announced that it will be launching a Hall of Fame, with the first two inductees revealed on March 19th pic.twitter.com/ZKvIDCoR3w— B/R Football (@brfootball) February 27, 2020 Innganga í heiðurshöll ensku úrvalsdeildarinnar verður hér eftir mesti heiður sem leikmaður getur fengið frá ensku úrvalsdeildinni. Þann nítjánda mars næstkomandi verður einnig gefinn út listi með tilnefningum þar sem aðdáendur fá síðan tækifæri til að kjósa einn af þeim inn í heiðurshöllina. Til að koma til greina í heiðurshöllina þarf leikmaður að vera búinn að leggja skóna á hilluna og aðeins ferill hans í ensku úrvalsdeildinni kemur til greina við mat á hans frammistöðu. Sá sem er tekinn inn í heiðurshöllina fær stóran persónulegan verðlaunapening þar sem á verður greypt nafn hans og árið sem hann var tekinn inn. Við Íslendingar eigum Heiðurshöll ÍSÍ en handboltamaðurinn Alfreð Gíslason varð nítjándi meðlimur hennar í desember síðastliðnum. Coming soon.... #PLHallOfFame— Premier League (@premierleague) February 27, 2020 Bretland England Enski boltinn Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Sport Fleiri fréttir Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Hörð keppni um Delap í sumar Onana ekki með gegn Newcastle „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Jason skoraði í svekkjandi jafntefli Dramatík í Nottingham, Leicester fékk loks stig og Asensio klúðraði tveimur vítum Vonir Plymouth glæðast og Leeds á toppinn Ótrúleg endurkoma hjá City í sjö marka leik Amorim íhugar að henda Onana á bekkinn Grealish og Foden líður ekki vel Sjá meira
Hér eftir eiga bestu leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta möguleika á því að komast í heiðurshöll deildarinnar. Fyrstu meðlimirnir verða teknir inn í mars. Heiðurshöll eða „Hall of Fame“ eins og við þekkjum hana í enskumælandi löndum verður tekin upp hjá ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í næsta mánuði en þetta kemur fram á heimasíðu ensku úrvalsdeildarinnar. Heiðurshallirnar eru þekktar frá Bandaríkjunum en Englendingar hafa nú ákveðið að stíga þetta skref hjá sér. Enska úrvalsdeildin var sett á laggirnar haustið 1992 og umrædd heiðurshöll mun verðlauna mestu afreksmenn sína frá þeim tíma. Fyrstu tveir meðlimir heiðurshallar ensku úrvalsdeildarinnar verða teknir inn fimmtudaginn 19. mars næstkomandi. Það hefur ekkert verið gefið enn upp hverjir þeir eru. OFFICIAL: The Premier League has announced that it will be launching a Hall of Fame, with the first two inductees revealed on March 19th pic.twitter.com/ZKvIDCoR3w— B/R Football (@brfootball) February 27, 2020 Innganga í heiðurshöll ensku úrvalsdeildarinnar verður hér eftir mesti heiður sem leikmaður getur fengið frá ensku úrvalsdeildinni. Þann nítjánda mars næstkomandi verður einnig gefinn út listi með tilnefningum þar sem aðdáendur fá síðan tækifæri til að kjósa einn af þeim inn í heiðurshöllina. Til að koma til greina í heiðurshöllina þarf leikmaður að vera búinn að leggja skóna á hilluna og aðeins ferill hans í ensku úrvalsdeildinni kemur til greina við mat á hans frammistöðu. Sá sem er tekinn inn í heiðurshöllina fær stóran persónulegan verðlaunapening þar sem á verður greypt nafn hans og árið sem hann var tekinn inn. Við Íslendingar eigum Heiðurshöll ÍSÍ en handboltamaðurinn Alfreð Gíslason varð nítjándi meðlimur hennar í desember síðastliðnum. Coming soon.... #PLHallOfFame— Premier League (@premierleague) February 27, 2020
Bretland England Enski boltinn Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Sport Fleiri fréttir Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Hörð keppni um Delap í sumar Onana ekki með gegn Newcastle „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Jason skoraði í svekkjandi jafntefli Dramatík í Nottingham, Leicester fékk loks stig og Asensio klúðraði tveimur vítum Vonir Plymouth glæðast og Leeds á toppinn Ótrúleg endurkoma hjá City í sjö marka leik Amorim íhugar að henda Onana á bekkinn Grealish og Foden líður ekki vel Sjá meira