Lokahelgi Davíðs 6. júlí 2007 02:45 Davíð Örn Halldórsson Það er komið að sýningarlokum á fyrstu einkasýningu Davíðs Arnar Halldórssonar í Safninu á Laugavegi. Hann er fæddur í Reykjavík, býr þar og starfar. Davíð Örn fæst við málaralistina og hefur gert síðan hann útskrifaðist frá Myndlistardeild Listaháskóla Íslands árið 2002. Á þessum tíma hefur Davíð Örn Verk Davíðs Arnar eru gjarnan byggð á atburðum úr daglega lífinu; persónuleg úrvinnsla á umhverfisskynjun Davíðs, sem hann útfærir gjarnan í formi myndmáls sem á sér grunn í og vísar til teiknimynda, veggjalistar(graffiti), pop-listar og til vestrænnar listasögu. Bakgrunnur Davíðs úr námi í grafík við Listaháskólann leynir sér ekki í verkum hans; það er sá efnislegi grunnur sem listamaðurinn byggir á. Í Safni sýnir Davíð Örn málverk, sem máluð eru með blandaðri tækni á fundnar tréplötur. Davíð Örn málar einnig á veggi Safns og notar á þá litað límband, sem hluta af veggverkum. Goddur segir um verk hans: „Hann myndbirtir úthverfakúltúrinn. Hann kemur úr úthverfi, er Breiðholtsgötustrákur. Samt er eins og maður gangi inní expressjóníska mið-evrópska landslagshefð, allt frá secessjónistum til Hundertwassers. Hann málar á fundna hluti, borð, hurðir, palla, mottur, dúka o.þ.h. Hann notar túss, sprey og stensla, það flæðir út á veggina og myndar einskonar abstrakt landslag hugvíkkandi sýrunnar. Tónlistin er nálæg. Maður sér í ecstasíuna, danskúltúrinn og reifið.“ Mest lesið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Það er komið að sýningarlokum á fyrstu einkasýningu Davíðs Arnar Halldórssonar í Safninu á Laugavegi. Hann er fæddur í Reykjavík, býr þar og starfar. Davíð Örn fæst við málaralistina og hefur gert síðan hann útskrifaðist frá Myndlistardeild Listaháskóla Íslands árið 2002. Á þessum tíma hefur Davíð Örn Verk Davíðs Arnar eru gjarnan byggð á atburðum úr daglega lífinu; persónuleg úrvinnsla á umhverfisskynjun Davíðs, sem hann útfærir gjarnan í formi myndmáls sem á sér grunn í og vísar til teiknimynda, veggjalistar(graffiti), pop-listar og til vestrænnar listasögu. Bakgrunnur Davíðs úr námi í grafík við Listaháskólann leynir sér ekki í verkum hans; það er sá efnislegi grunnur sem listamaðurinn byggir á. Í Safni sýnir Davíð Örn málverk, sem máluð eru með blandaðri tækni á fundnar tréplötur. Davíð Örn málar einnig á veggi Safns og notar á þá litað límband, sem hluta af veggverkum. Goddur segir um verk hans: „Hann myndbirtir úthverfakúltúrinn. Hann kemur úr úthverfi, er Breiðholtsgötustrákur. Samt er eins og maður gangi inní expressjóníska mið-evrópska landslagshefð, allt frá secessjónistum til Hundertwassers. Hann málar á fundna hluti, borð, hurðir, palla, mottur, dúka o.þ.h. Hann notar túss, sprey og stensla, það flæðir út á veggina og myndar einskonar abstrakt landslag hugvíkkandi sýrunnar. Tónlistin er nálæg. Maður sér í ecstasíuna, danskúltúrinn og reifið.“
Mest lesið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira