Erlent

Tengjast bin Laden

Skæruliðahópur Abu Musabs al-Zarqawis í Írak, sem Bandaríkjamenn segja jafngilda útibúi al-Kaída í landinu, hefur í fyrsta sinn lýst yfir hollustu sinni við Ósama bin Laden. Fjöldi hryðjuverkaárása og mannrána í Írak er rakinn til hópsins og í gær var birt yfirlýsing á netsíðu sem tengist hópnum þar sem gerð er grein fyrir tengslunum við al-Kaída í fyrsta sinn. Þar er sagt að múslímar verði að sameinast í baráttunni gegn óvininum og því hafi Tawhid og Jihad hóparnir ákveðið að ganga við liðs við heilaga bardagamenn Ósama bin Ladens. Hægt er að horfa á fréttina úr morgunsjónvarpi Stöðvar 2 með því að smella á hlekkinn hér að neðan.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×