Snaggaralegir og sportlegir 30. júlí 2004 00:01 Mitsubishi Motors Corporation frumsýnir þrjá nýja bíla á bílasýningunni í París í september. Bílarnir eru þriggja dyra Colt CZ3, þriggja dyra 150 hestafla Colt CZT með forþjöppu og 202 hestafla Outlander Turbo cross-over. Einnig ætlar Mitsubishi Motors að sýna alla bestu bíla sína í París, bæði fyrir kappakstur og almennan vegaakstur. Í síðarnefnda flokknum eru til dæmis Lancer Evolution VIII 2004. Colt CZ3, sem er þriggja dyra, kemur á markað á fyrsta á ársfjórðungi 2005 og brúar bilið á milli CZ2 2001 hugmyndabílsins og nýja Colt hlaðbaks sem er fimm dyra. Hlaðbakurinn var kynntur hér á landi í haust en Colt CZ3 er sportlegri og kraftlegri bíll sem hentar líka fyrir fjölskylduna. Colt CZ3 er styttri gerð með rennilegri framrúðu, lágri þaklínu, fastmótaðri yfirbyggingu, breiðum sílsum, lengdum hurðum og litlum hliðargluggum að aftan. Bíllinn er kraftmikil útgáfa af One-Motion hönnunarþema Colt og afturhlutinn er snaggaralegur og rennilegur. Annar bíllinn sem Mitsubishi frumsýnir er Colt CZT. Hann er þriggja dyra og höfðar líka til ungra kaupenda. Bíllinn er fyrst og fremst sportbíll og er snöggur og flottur borgarbíll. Síðasti frumsýningarbíll Mitsubishi er Outlander Turbo cross-over. Bíllinn er snaggaralegur og flottur með forþjöppu. Hann er knúinn nýrri og nákvæmri útgáfu af tveggja lítra, fjögurra strokka, sextán ventla ECI-MULTI 4G63 vél. Vélin er úr Lancer Evolution VIII og er með DOCH-forþjöppu með millikæli. Vélin skilar 202 hestöflum og er 303 Newton-metrar í togi. Þyngdarpunktur í Outlander Turbo er lágur og bíllinn er með sídrifi og diskahemlum á öllum hjólum, fjölliðafjaðrabúnaði að aftan og á sautján tommu hjólbörum. Umboðsaðili Mitsubishi Motors Corporation á Íslandi er Hekla. Bílar Mest lesið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Anora sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Auddi og Steindi í BDSM Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Fleiri fréttir Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Mitsubishi Motors Corporation frumsýnir þrjá nýja bíla á bílasýningunni í París í september. Bílarnir eru þriggja dyra Colt CZ3, þriggja dyra 150 hestafla Colt CZT með forþjöppu og 202 hestafla Outlander Turbo cross-over. Einnig ætlar Mitsubishi Motors að sýna alla bestu bíla sína í París, bæði fyrir kappakstur og almennan vegaakstur. Í síðarnefnda flokknum eru til dæmis Lancer Evolution VIII 2004. Colt CZ3, sem er þriggja dyra, kemur á markað á fyrsta á ársfjórðungi 2005 og brúar bilið á milli CZ2 2001 hugmyndabílsins og nýja Colt hlaðbaks sem er fimm dyra. Hlaðbakurinn var kynntur hér á landi í haust en Colt CZ3 er sportlegri og kraftlegri bíll sem hentar líka fyrir fjölskylduna. Colt CZ3 er styttri gerð með rennilegri framrúðu, lágri þaklínu, fastmótaðri yfirbyggingu, breiðum sílsum, lengdum hurðum og litlum hliðargluggum að aftan. Bíllinn er kraftmikil útgáfa af One-Motion hönnunarþema Colt og afturhlutinn er snaggaralegur og rennilegur. Annar bíllinn sem Mitsubishi frumsýnir er Colt CZT. Hann er þriggja dyra og höfðar líka til ungra kaupenda. Bíllinn er fyrst og fremst sportbíll og er snöggur og flottur borgarbíll. Síðasti frumsýningarbíll Mitsubishi er Outlander Turbo cross-over. Bíllinn er snaggaralegur og flottur með forþjöppu. Hann er knúinn nýrri og nákvæmri útgáfu af tveggja lítra, fjögurra strokka, sextán ventla ECI-MULTI 4G63 vél. Vélin er úr Lancer Evolution VIII og er með DOCH-forþjöppu með millikæli. Vélin skilar 202 hestöflum og er 303 Newton-metrar í togi. Þyngdarpunktur í Outlander Turbo er lágur og bíllinn er með sídrifi og diskahemlum á öllum hjólum, fjölliðafjaðrabúnaði að aftan og á sautján tommu hjólbörum. Umboðsaðili Mitsubishi Motors Corporation á Íslandi er Hekla.
Bílar Mest lesið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Anora sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Auddi og Steindi í BDSM Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Fleiri fréttir Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira