Menning

Öryggismyndavélum fjölgað

Til stendur að fjölga öryggismyndavélum á stærstu vegum í Svíþjóð um rúmlega helming eða úr 330 myndavélum í 700. Útreikningar sýna að um fjögur hundruð þúsund manns munu nást á filmu á ári eftir þessa fjölgun á myndavélum. Á síðasta ári var tekin mynd af aðeins tíu þúsund manns. Hver myndavél getur tekið allt að 250 myndum á dag og munu allar myndir skrást sjálfkrafa í höfuðstöðvarnar sem staðsettar verða í borginni Kiruna. Stjórnmálafylkingar í Svíþjóð hafa deilt um kostnað verkefnisins sem mun vera um fjórir milljarðar íslenskra króna. Lögreglan hefur hins vegar bent á að með þessu nýja kerfi verði vinna þeirra á helstu vegum Svíþjóðar markvissari og öruggari.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.