Árangurslausri leit brátt hætt 30. júlí 2004 00:01 Eitt hundrað og tuttugu björgunarsveitarmenn hafa tekið þátt í árangurslausri leit að magaveikum frönskum ferðahópi frá því um miðjan dag í gær. Leitin hófst eftir óljóst neyðarkall sem starfsmaður Ferðafélags Íslands tók á móti. Talið er líklegt að um gabb hafi verið að ræða en kostnaður við leitina hleypur á milljónum. Starfsmaður Ferðafélagsins gerði Neyðarlínunni viðvart í gærmorgun eftir að maður hafði komið inn í samtal hans og skálarvarðar í Hvanngili um talstöð. Maðurinn sagðist vera á hálendinu með franskan ferðahóp sem hefði veikst eftir að hafa borðað kjúklingabita, upp úr sömu fötunni. Hann sagði í samtalinu að Þorsteinn Líndal hefði flutt inn ferðahópinn. Við eftirgrennslan kom í ljós að eini maðurinn með þessu nafni er dýralæknir í Noregi og kannaðist ekki við ferðahópinn. Skálavörðurinn í Hvanngili heyrði ekki samtalið, heldur einungis starfsmaður Ferðafélagsins og einn annar maður í Reykjavík sem gerði lögreglu viðvart. Talstöðvarsambandið rofnaði áður en náðist að gefa upp staðsetningu. Leitað var á landi og úr lofti með þyrlu á sunnanverðu hálendinu í gær. Áfram var leitað á landi í nótt og fram á miðjan dag. Kjartan Þorkelsson sýslumaður á Hvolsvelli segir að gera verði allar tiltækar ráðstafanir þegar slíkar hjálparbeiðnir berast en það sé ljóst að ef um gabb hafi verið að ræða sé það alvarlegur refsiverður verknaður. 120 björgunarsveitarmenn komu að leitinni og 25 björgunarbílar. Þá leitaði Þyrla Landhelgisgæslunnar í fimm klukkustundir í gær þrátt fyrir erfið veðurskilyrði. Benóný Ásgrímsson, flugstjóri Landhelgisgæslunnar segist ekki vilja trúa því að það sé til fólk sem gerði þvílíkt at. Það sé mikið af fólki sem leggi sig í talsverða hættu við björgunaraðgerðir sem þessar. Sýslumenn, lögregla og Björgunarsveitarmenn höfðu fund í Leitarstöðinni í Skógarhlíðinni í hádeginu. Ákveðið var að klára þá leit sem þegar hefði verið ákveðin en hætta svo skipulagðri leit en halda áfram eftirgrennslan. Enginn hefur enn sem komið er orðið hópsins var, hvorki ferðaþjónustfólk, ferðamenn á hálendinu eða skálaverðir. Kristján Maack hjá Landsbjörgu sem fór fyrir Björgunarsveitarmönnum í gær og í nótt, segir að ef þetta reynist vera gabb sé það hið fyrsta sinnnar tegundar. Fréttir Innlent Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Fleiri fréttir Upplifði að hann hefði dáið eftir stunguárás í sumarbústað Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Sjá meira
Eitt hundrað og tuttugu björgunarsveitarmenn hafa tekið þátt í árangurslausri leit að magaveikum frönskum ferðahópi frá því um miðjan dag í gær. Leitin hófst eftir óljóst neyðarkall sem starfsmaður Ferðafélags Íslands tók á móti. Talið er líklegt að um gabb hafi verið að ræða en kostnaður við leitina hleypur á milljónum. Starfsmaður Ferðafélagsins gerði Neyðarlínunni viðvart í gærmorgun eftir að maður hafði komið inn í samtal hans og skálarvarðar í Hvanngili um talstöð. Maðurinn sagðist vera á hálendinu með franskan ferðahóp sem hefði veikst eftir að hafa borðað kjúklingabita, upp úr sömu fötunni. Hann sagði í samtalinu að Þorsteinn Líndal hefði flutt inn ferðahópinn. Við eftirgrennslan kom í ljós að eini maðurinn með þessu nafni er dýralæknir í Noregi og kannaðist ekki við ferðahópinn. Skálavörðurinn í Hvanngili heyrði ekki samtalið, heldur einungis starfsmaður Ferðafélagsins og einn annar maður í Reykjavík sem gerði lögreglu viðvart. Talstöðvarsambandið rofnaði áður en náðist að gefa upp staðsetningu. Leitað var á landi og úr lofti með þyrlu á sunnanverðu hálendinu í gær. Áfram var leitað á landi í nótt og fram á miðjan dag. Kjartan Þorkelsson sýslumaður á Hvolsvelli segir að gera verði allar tiltækar ráðstafanir þegar slíkar hjálparbeiðnir berast en það sé ljóst að ef um gabb hafi verið að ræða sé það alvarlegur refsiverður verknaður. 120 björgunarsveitarmenn komu að leitinni og 25 björgunarbílar. Þá leitaði Þyrla Landhelgisgæslunnar í fimm klukkustundir í gær þrátt fyrir erfið veðurskilyrði. Benóný Ásgrímsson, flugstjóri Landhelgisgæslunnar segist ekki vilja trúa því að það sé til fólk sem gerði þvílíkt at. Það sé mikið af fólki sem leggi sig í talsverða hættu við björgunaraðgerðir sem þessar. Sýslumenn, lögregla og Björgunarsveitarmenn höfðu fund í Leitarstöðinni í Skógarhlíðinni í hádeginu. Ákveðið var að klára þá leit sem þegar hefði verið ákveðin en hætta svo skipulagðri leit en halda áfram eftirgrennslan. Enginn hefur enn sem komið er orðið hópsins var, hvorki ferðaþjónustfólk, ferðamenn á hálendinu eða skálaverðir. Kristján Maack hjá Landsbjörgu sem fór fyrir Björgunarsveitarmönnum í gær og í nótt, segir að ef þetta reynist vera gabb sé það hið fyrsta sinnnar tegundar.
Fréttir Innlent Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Fleiri fréttir Upplifði að hann hefði dáið eftir stunguárás í sumarbústað Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Sjá meira