Rithöfundar bíða átekta 19. ágúst 2007 09:00 Einar Kárason Miklar sviptingar urðu á útgáfumarkaði hér á landi á dögunum, þegar Edda-útgáfa seldi bókaútgáfuhluta sinn til Máls og menningar. Margir ástsælustu rithöfundar þjóðarinnar hafa verið á mála hjá Eddu. Fréttablaðið forvitnaðist um hvernig viðskiptin horfi við þeim. Ólafur Jóhann Ólafsson, einn farsælasti rithöfundur Íslendinga, sagðist ekki hafa mótað sér skýra afstöðu gagnvart breytingunum. „Ég held að menn hugsi ekki mikið um þetta fyrr en það líður að útgáfu hjá þeim. Ég ætla að sjá hvað verður úr þessu og hvernig þetta spilast allt út, það virðist ekki vera ljóst ennþá," sagði Ólafur. „Ég var að byrja á skáldsögu, svo það er dálítill tími í að ég gefi út. Ég þarf ekkert að stressa mig á þessari ákvörðun," bætti hann við. Ólafur Jóhann Ólafsson Ólafur sagði nöfn útgáfufyrirtækja þar að auki skipta litlu máli. „Ég held að höfundar vinni allir með fólki, ekki fyrirtækjum, þannig að þetta fer allt eftir því hverjir verða þarna innanborðs," sagði hann. Einar Már Guðmundsson Einar Már Guðmundsson var á sama máli. „Ég held að samband útgefanda og höfunda byggist á gagnkvæmu trausti, og það er fólkið innan forlagsins sem skiptir máli," sagði hann. Einar Már var ekki kominn svo langt að íhuga vistaskipti. „Nei, nei, nei. Ég veit ekki til þess að menn séu að hlaupa burt þó á móti blási, en ég veit ekki heldur hvort það blási nokkuð. Það þarf mikla bresti í þetta hjónband til að slíkt komi til tals," sagði hann. Hallgrímur Helgason Hallgrímur Helgason kvaðst mundu bíða átekta og fylgjast með breytingum. „Ég er alltaf opinn fyrir breytingum, en maður er svolítið að bíða og sjá til," sagði hann. Hallgrímur sagði samstarf sitt við Mál og menningu, og síðar Eddu, hafa verið farsælt. „Maður fer ekki að slíta því svo glatt," sagði Hallgrímur, sem kvaðst þó ekki útiloka það með öllu að hann myndi flytja sig um set. „Það gæti komið til greina, en ég hef ekki hugsað svo langt," sagði hann. Einar Kárason var harla ánægður með skiptin, sérstaklega nafnsins vegna. „Eddu-nafnið verður ekki lengur á útgáfunni, heldur Mál og menning. Mér finnst það miklu betra nafn," sagði hann. Fyrsta bók Einars kom út hjá Máli og menningu 1981, og hann segist hafa verið Máls og menningar maður síðan. Hann reiknaði því ekki með því að flytja sig um set. „Ég er að vísu alltaf opinn fyrir nýju samstarfi. JPV gaf til dæmis út bókina Úti að aka, eftir mig og Ólaf Gunnarsson, í fyrra," benti hann á, „en ég vonast til að eiga fínt samstarf við Mál og menningarmenn áfram," sagði hann. Arnaldur Indriðason vildi ekki tjá sig um málið. Mest lesið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Miklar sviptingar urðu á útgáfumarkaði hér á landi á dögunum, þegar Edda-útgáfa seldi bókaútgáfuhluta sinn til Máls og menningar. Margir ástsælustu rithöfundar þjóðarinnar hafa verið á mála hjá Eddu. Fréttablaðið forvitnaðist um hvernig viðskiptin horfi við þeim. Ólafur Jóhann Ólafsson, einn farsælasti rithöfundur Íslendinga, sagðist ekki hafa mótað sér skýra afstöðu gagnvart breytingunum. „Ég held að menn hugsi ekki mikið um þetta fyrr en það líður að útgáfu hjá þeim. Ég ætla að sjá hvað verður úr þessu og hvernig þetta spilast allt út, það virðist ekki vera ljóst ennþá," sagði Ólafur. „Ég var að byrja á skáldsögu, svo það er dálítill tími í að ég gefi út. Ég þarf ekkert að stressa mig á þessari ákvörðun," bætti hann við. Ólafur Jóhann Ólafsson Ólafur sagði nöfn útgáfufyrirtækja þar að auki skipta litlu máli. „Ég held að höfundar vinni allir með fólki, ekki fyrirtækjum, þannig að þetta fer allt eftir því hverjir verða þarna innanborðs," sagði hann. Einar Már Guðmundsson Einar Már Guðmundsson var á sama máli. „Ég held að samband útgefanda og höfunda byggist á gagnkvæmu trausti, og það er fólkið innan forlagsins sem skiptir máli," sagði hann. Einar Már var ekki kominn svo langt að íhuga vistaskipti. „Nei, nei, nei. Ég veit ekki til þess að menn séu að hlaupa burt þó á móti blási, en ég veit ekki heldur hvort það blási nokkuð. Það þarf mikla bresti í þetta hjónband til að slíkt komi til tals," sagði hann. Hallgrímur Helgason Hallgrímur Helgason kvaðst mundu bíða átekta og fylgjast með breytingum. „Ég er alltaf opinn fyrir breytingum, en maður er svolítið að bíða og sjá til," sagði hann. Hallgrímur sagði samstarf sitt við Mál og menningu, og síðar Eddu, hafa verið farsælt. „Maður fer ekki að slíta því svo glatt," sagði Hallgrímur, sem kvaðst þó ekki útiloka það með öllu að hann myndi flytja sig um set. „Það gæti komið til greina, en ég hef ekki hugsað svo langt," sagði hann. Einar Kárason var harla ánægður með skiptin, sérstaklega nafnsins vegna. „Eddu-nafnið verður ekki lengur á útgáfunni, heldur Mál og menning. Mér finnst það miklu betra nafn," sagði hann. Fyrsta bók Einars kom út hjá Máli og menningu 1981, og hann segist hafa verið Máls og menningar maður síðan. Hann reiknaði því ekki með því að flytja sig um set. „Ég er að vísu alltaf opinn fyrir nýju samstarfi. JPV gaf til dæmis út bókina Úti að aka, eftir mig og Ólaf Gunnarsson, í fyrra," benti hann á, „en ég vonast til að eiga fínt samstarf við Mál og menningarmenn áfram," sagði hann. Arnaldur Indriðason vildi ekki tjá sig um málið.
Mest lesið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira