Carsten Jensen kominn 19. ágúst 2007 06:15 Í dag heldur áfram hin viðamikla og fjölbreytta dagskrá Reyfis með bókaeftirmiðdegi: verða upplestrar fyrirferðarmiklir í dagskránni í dag: Einar Már og og skáldin úr Nýhil verða á svæðinu en trompið er danski rithöfundurinn Carsten Jensen. Carsten er afar áberandi í dönsku menningarlífi bæði sem höfundur skáldsagna, ferðabóka og rita samfélagslegs eðlis. Hann er af sjómönnum kominn, fæddur 1952 í sjómannabænum Marstal en þaðan komu margir sem hingað sigldu á Íslandsförum fyrr á tíð. Uppruninn varð honum yrkisefni í síðustu stóru skáldsögu hans Vi, de druknede sem kom út í fyrra. Kunnastur varð hann þó á ritvellinum fyrir ferðasögur sínar tvær frá 1996 og 1997, Jeg har set verden begynde og Jeg har hört et stjerneskud, sem lýsa ferð hans umhverfis hnöttinn. Þær seldust í gríðarlegu upplagi í Danmörku og hafa skapað honum frægð víða um lönd.. Carsten er menntaður bókmenntafræðingur og hóf feril sinn sem rithöfundur um þrítugt. Í fyrsta kaflanum á ferli hans sem höfundur var hann raunar frekar samfélagsgagnrýnandi en skáld, Skyggn á samfélagsástand með næma tilfinningu fyrir smáatriðum sem í umfjöllun hans lýstu upp stærra svið. Í öðrum kafla skáldskapar hans tókst hann á við skáldsöguna í tveimur bókum: Kannibalernes nadver (1988) og Jorden i Munden (1991). Báðar lýstu leitandi ungum manni, í ástum og í hinni seinni á ferð um Indland. Í kjölfar þeirra komu tvö ritgerðasöfn, en þá tók við heimsreisa sögumanna þvert í gegnum Rússland til Kína, Kambódíu, Víetnam, yfir Kyrrahafið, um Suður-Ameríku og loks heim. Heimkominn vindur hann kvæði sínu í kross, semur lýsingu af ári tvö og þrjú með ungri dóttur og loks úttekt á heiminum í kjölfar árása á tvíburaturnanna. Carsten er mikill stílisti á móðurmáli sínu. Verk hans eru með sterku pólitísku og siðferðilegu ívafi. Þetta mun ekki vera fyrsta heimsókn hans hingað til lands, en Carsten hittir lesendur sína í Glerskálanum kl. 14. Einar Már les upp kl. 13, og Nýhil-skáldin kl. 15. Mest lesið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Hafa aldrei rifist Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Lífið samstarf Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Í dag heldur áfram hin viðamikla og fjölbreytta dagskrá Reyfis með bókaeftirmiðdegi: verða upplestrar fyrirferðarmiklir í dagskránni í dag: Einar Már og og skáldin úr Nýhil verða á svæðinu en trompið er danski rithöfundurinn Carsten Jensen. Carsten er afar áberandi í dönsku menningarlífi bæði sem höfundur skáldsagna, ferðabóka og rita samfélagslegs eðlis. Hann er af sjómönnum kominn, fæddur 1952 í sjómannabænum Marstal en þaðan komu margir sem hingað sigldu á Íslandsförum fyrr á tíð. Uppruninn varð honum yrkisefni í síðustu stóru skáldsögu hans Vi, de druknede sem kom út í fyrra. Kunnastur varð hann þó á ritvellinum fyrir ferðasögur sínar tvær frá 1996 og 1997, Jeg har set verden begynde og Jeg har hört et stjerneskud, sem lýsa ferð hans umhverfis hnöttinn. Þær seldust í gríðarlegu upplagi í Danmörku og hafa skapað honum frægð víða um lönd.. Carsten er menntaður bókmenntafræðingur og hóf feril sinn sem rithöfundur um þrítugt. Í fyrsta kaflanum á ferli hans sem höfundur var hann raunar frekar samfélagsgagnrýnandi en skáld, Skyggn á samfélagsástand með næma tilfinningu fyrir smáatriðum sem í umfjöllun hans lýstu upp stærra svið. Í öðrum kafla skáldskapar hans tókst hann á við skáldsöguna í tveimur bókum: Kannibalernes nadver (1988) og Jorden i Munden (1991). Báðar lýstu leitandi ungum manni, í ástum og í hinni seinni á ferð um Indland. Í kjölfar þeirra komu tvö ritgerðasöfn, en þá tók við heimsreisa sögumanna þvert í gegnum Rússland til Kína, Kambódíu, Víetnam, yfir Kyrrahafið, um Suður-Ameríku og loks heim. Heimkominn vindur hann kvæði sínu í kross, semur lýsingu af ári tvö og þrjú með ungri dóttur og loks úttekt á heiminum í kjölfar árása á tvíburaturnanna. Carsten er mikill stílisti á móðurmáli sínu. Verk hans eru með sterku pólitísku og siðferðilegu ívafi. Þetta mun ekki vera fyrsta heimsókn hans hingað til lands, en Carsten hittir lesendur sína í Glerskálanum kl. 14. Einar Már les upp kl. 13, og Nýhil-skáldin kl. 15.
Mest lesið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Hafa aldrei rifist Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Lífið samstarf Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp