McIlroy grét eftir klúðrið á Masters 17. desember 2011 19:15 Kylfingurinn Rory MCIlroy hefur viðurkennt að hafa grátið eins og barn eftir að hann kastaði frá sér sigrinum á Masters-mótinu. McIlroy hafði fjögurra högga forskot fyrir lokadaginn en fór algerlega á taugum. Hann kláraði hringinn á 80 höggum og endaði tíu höggum á eftir efsta manni. Eftir mótið hringdi hann í foreldra sína í Norður-Írlandi og hann missti algjörlega stjórn á tilfinningum sínum í símanum. "Þau sögðu eðlilega að þetta yrði allt í lagi en ég var því ósammála því ég hafði klúðrað hugsanlega eina tækifærinu sem ég fæ á að vinna þetta mót," sagði Rory. "Mér leið betur eftir að hafa talað við mömmu og pabba og geri mér grein fyrir því í dag að ég mun fá annað tækifæri." Rory lét þetta tap ekki á sig fá því aðeins 67 dögum síðar vann hann næsta risamót, US Open. Golf Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Kylfingurinn Rory MCIlroy hefur viðurkennt að hafa grátið eins og barn eftir að hann kastaði frá sér sigrinum á Masters-mótinu. McIlroy hafði fjögurra högga forskot fyrir lokadaginn en fór algerlega á taugum. Hann kláraði hringinn á 80 höggum og endaði tíu höggum á eftir efsta manni. Eftir mótið hringdi hann í foreldra sína í Norður-Írlandi og hann missti algjörlega stjórn á tilfinningum sínum í símanum. "Þau sögðu eðlilega að þetta yrði allt í lagi en ég var því ósammála því ég hafði klúðrað hugsanlega eina tækifærinu sem ég fæ á að vinna þetta mót," sagði Rory. "Mér leið betur eftir að hafa talað við mömmu og pabba og geri mér grein fyrir því í dag að ég mun fá annað tækifæri." Rory lét þetta tap ekki á sig fá því aðeins 67 dögum síðar vann hann næsta risamót, US Open.
Golf Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira