Allt útlit fyrir að réttarhöldin yfir Trump hefjist eftir viku Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 14. janúar 2020 20:00 Nancy Pelosi og Donald Trump. Vísir/AP Allt útlit er fyrir að formleg réttarhöld yfir Donald Trump, forseta Bandaríkjana, þar sem ákærur á hendur honum til embættismiss verða teknar fyrir í öldungadeildinni, hefjist eftir viku. Búist er við að fulltrúadeildin sendi ákærurnar formlega til meðferðar öldungadeilarinnar á morgun.Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildarinnar, hefur neitað að halda atkvæðagreiðslu um hverjir flytja málið fyrir hönd demókrata í öldungadeildinni í nokkrar vikur með því markmiði að fá Mitch McConnell, forseta öldungadeildarinnar, til að tilkynna að Repúblikanar muni leyfa vitni í réttarhöldunum. McConnell hefur hins vegar ekki viljað skuldbinda sig til þess. Sú atkvæðagreiðsla mun hins vegar fara fram á morgun.Í dag var greint frá því að öldungadeildarþingmenn Repúblikanaflokksins ætla ekki að fella ákærurnar gegn Donald Trump, forseta, niður án réttarhalda. Mitch McConnell tilkynnti í dag, eftir að Pelosi hafði tilkynnt að fulltrúadeildin myndi greiða atkvæði á morgun, að þriðjudagurinn 21. janúar, eftir slétta viku, væri líklegasta dagsetningin til þess að hefja réttarhöldin. Eftir að ákærurnar eru formlega komnar til öldungadeildarinnar mun hún nýta næstu daga til að undirbúa réttarhöldin, að sögn McConnell. Þau fara þannig fram að forseti Hæstaréttar Bandaríkjanna er einskonar dómari, nokkrir þingmenn úr hópi fulltrúadeildarþingmanna munu sækja málið en öldungadeildarþingmennirnir 100 mynda kviðdóm og er það þeirra að taka ákvörðun um að sakfella eða sýkna forsetann. Tveir þriðju hluti öldungadeildarþingmanna þarf að greiða atkvæði með sakfellingu til þess að Donald Trump verði fjarlægður úr embætti. Talið er afar ólíklegt að það verði niðurstaðan enda Repúblikanar í meirihluta í öldungadeildinni. Trump er gert að hafa beitt utanríkisstefnu Bandaríkjanna gagnvart Úkraínu með því markmiði að þvinga Volodymyr Zelensky, forseta Úkraínu til að tilkynna upphaf tveggja rannsókna sem myndu nýtast Trump í kosningunum á næsta ári. Sú viðleitni hafi staðið yfir um mánaða skeið og hafi verið stýrt af Rudy Giuliani, einkalögmanni Trump. Ákæruferli þingsins gegn Trump Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Ætla ekki að fella ákærurnar niður án réttarhalda Öldungadeildarþingmenn Repúblikanaflokksins ætla ekki að fella ákærurnar gegn Donald Trump, forseta, niður án réttarhalda, eoms og Trump hefur krafist. 14. janúar 2020 13:45 Repúblikanar tilbúnir að hefja réttarhöld yfir Trump án samkomulags Deilt er um hvort að vitni og frekari gögn verði lögð fyrir þegar öldungadeildin réttar yfir Trump vegna mögulegra embættisbrota hans. 8. janúar 2020 10:40 Mest lesið Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Erlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent „Við erum mjög háð rafmagninu“ Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Sjá meira
Allt útlit er fyrir að formleg réttarhöld yfir Donald Trump, forseta Bandaríkjana, þar sem ákærur á hendur honum til embættismiss verða teknar fyrir í öldungadeildinni, hefjist eftir viku. Búist er við að fulltrúadeildin sendi ákærurnar formlega til meðferðar öldungadeilarinnar á morgun.Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildarinnar, hefur neitað að halda atkvæðagreiðslu um hverjir flytja málið fyrir hönd demókrata í öldungadeildinni í nokkrar vikur með því markmiði að fá Mitch McConnell, forseta öldungadeildarinnar, til að tilkynna að Repúblikanar muni leyfa vitni í réttarhöldunum. McConnell hefur hins vegar ekki viljað skuldbinda sig til þess. Sú atkvæðagreiðsla mun hins vegar fara fram á morgun.Í dag var greint frá því að öldungadeildarþingmenn Repúblikanaflokksins ætla ekki að fella ákærurnar gegn Donald Trump, forseta, niður án réttarhalda. Mitch McConnell tilkynnti í dag, eftir að Pelosi hafði tilkynnt að fulltrúadeildin myndi greiða atkvæði á morgun, að þriðjudagurinn 21. janúar, eftir slétta viku, væri líklegasta dagsetningin til þess að hefja réttarhöldin. Eftir að ákærurnar eru formlega komnar til öldungadeildarinnar mun hún nýta næstu daga til að undirbúa réttarhöldin, að sögn McConnell. Þau fara þannig fram að forseti Hæstaréttar Bandaríkjanna er einskonar dómari, nokkrir þingmenn úr hópi fulltrúadeildarþingmanna munu sækja málið en öldungadeildarþingmennirnir 100 mynda kviðdóm og er það þeirra að taka ákvörðun um að sakfella eða sýkna forsetann. Tveir þriðju hluti öldungadeildarþingmanna þarf að greiða atkvæði með sakfellingu til þess að Donald Trump verði fjarlægður úr embætti. Talið er afar ólíklegt að það verði niðurstaðan enda Repúblikanar í meirihluta í öldungadeildinni. Trump er gert að hafa beitt utanríkisstefnu Bandaríkjanna gagnvart Úkraínu með því markmiði að þvinga Volodymyr Zelensky, forseta Úkraínu til að tilkynna upphaf tveggja rannsókna sem myndu nýtast Trump í kosningunum á næsta ári. Sú viðleitni hafi staðið yfir um mánaða skeið og hafi verið stýrt af Rudy Giuliani, einkalögmanni Trump.
Ákæruferli þingsins gegn Trump Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Ætla ekki að fella ákærurnar niður án réttarhalda Öldungadeildarþingmenn Repúblikanaflokksins ætla ekki að fella ákærurnar gegn Donald Trump, forseta, niður án réttarhalda, eoms og Trump hefur krafist. 14. janúar 2020 13:45 Repúblikanar tilbúnir að hefja réttarhöld yfir Trump án samkomulags Deilt er um hvort að vitni og frekari gögn verði lögð fyrir þegar öldungadeildin réttar yfir Trump vegna mögulegra embættisbrota hans. 8. janúar 2020 10:40 Mest lesið Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Erlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent „Við erum mjög háð rafmagninu“ Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Sjá meira
Ætla ekki að fella ákærurnar niður án réttarhalda Öldungadeildarþingmenn Repúblikanaflokksins ætla ekki að fella ákærurnar gegn Donald Trump, forseta, niður án réttarhalda, eoms og Trump hefur krafist. 14. janúar 2020 13:45
Repúblikanar tilbúnir að hefja réttarhöld yfir Trump án samkomulags Deilt er um hvort að vitni og frekari gögn verði lögð fyrir þegar öldungadeildin réttar yfir Trump vegna mögulegra embættisbrota hans. 8. janúar 2020 10:40