Erlent

Mótmæltu sjálfstæðu Ísraelsríki

Þúsundir strangtrúaðra gyðinga söfnuðust í gær saman fyrir utan ræðismannsskrifstofu Ísraels í New York til þess að mótmæla stefnu Ísraelsstjórnar. Það kann að hljóma undarlega að gyðingar mótmæli stefnu Ísraels en hópur bókstafstrúargyðinga neitar að samþykkja sjálfstætt ríki Ísraels þar sem í Gamla testamentinu segi að gyðingar skuli vera í útlegð uns sjálfur guð komi og frelsi þá. Tugþúsundir bókstafstrúargyðinga búa í New York og þeir halda nú páskahátíð sína hátíðlega.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×