Snaps opnar nýjan stað Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. janúar 2020 07:30 Veitingastaðurinn Snaps við Óðinstorg í miðbæ Reykjavíkur er einn vinsælasti veitingastaður bæjarins. Vísir/Vilhelm Stefnt er að því að opna vínbar við Óðinstorg með vorinu. Það staðfestir fjárfestirinn Birgir Þór Bieltvedt í samtali við Vísi. Vín og léttir réttir verða á boðstólnum en staðurinn verður rekinn samhliða Snaps. Birgir Þór seldi á síðasta ári húsnæði við Bergstaðastræti 2 þar sem hann velti fyrir sér um tíma að opna vínbar. „Hugmyndin fluttist eiginlega frá Bergstaðastræti upp á Óðinsstræti,“ segir Birgir Þór. Birgir velti fyrir sér að opna vínbarinn í þessu rauða húsi við Bergstaðastræti 2. Hann féll frá hugmyndinni og seldi húsið í fyrra.Vísir/Vilhelm Vínbarinn verður á horninu þar sem kaffihúsið C is for Cookie var starfrækt þar til í febrúar. „Ég tók það húsnæði á leigu og taldi að það væri kannski aðeins skemmtilegra að hafa vínbarinn við hliðina á Snaps heldur en að hafa staðina hvorn á sínum staðnum.“ Framkvæmdir hafa staðið yfir á Týsgötu og Óðinsgötu og dregist á langinn. „Þær hafa tekið miklu lengri tíma en átti að taka og það er enn verið að vinna í þessu torgi. En við erum að vonast til þess að geta opnað barinn með vorinu.“ Vínbarinn verður á jarðhæð í þessu húsi. Ljósmyndarinn stendur fyrir utan Snaps þegar hann tekur þessa mynd.Vísir/Vilhelm Hann segir ekki tímabært að upplýsa að fullu um hvernig starfsemin verði. Að öðru leyti en því að Snaps muni eiga staðinn og hann verði rekinn í anda hans. Fókusinn verði á vín og létta rétti. Athygli vakti í febrúar þegar C is for Cookie skellti í lás. Rekstraraðilar kaffihússins sögðust ekki geta mætt kröfum eigenda um 100 prósenta hækkun á leigu. Leigan fór úr 315 þúsund krónum á mánuði í 650 þúsund krónur. „Þegar þessi upphæð kom á borðið var auðséð með það að það var of langt á milli aðila til að fara eitthvað lengra með þetta,“ sagði Daníel Tryggvi Daníelsson, eigandi C is for Cookie. Daníel Tryggvi Daníelsson rak C is for Cookie við Óðinstorg.Vísir/Kolbeinn Tumi Birgir segist ekki hafa kynnt sér hver leiga fyrri leiguaðila hafi verið. „Ég fékk bara einhvern leigusamning sem ég taldi vera sanngjarnan og tók því. Ég var ekkert að grafa í gamla leigusamninga,“ segir Birgir. Vel geti verið að leigan sem fyrri aðilar hafi greitt hafi verið há fyrir þann rekstur sem þeir voru með. „Okkar fókus verður meira á vín. Við verðum með breitt úrval af víni og létta rétti. Látum þessi tvö konsept vinna vel saman.“ Reykjavík Veitingastaðir Tengdar fréttir Lokar kaffihúsinu eftir að leigan hækkaði um 100 prósent Eftir níu ára rekstur hafa aðstandendur kaffihússins C is for Cookie við Týsgötu tekið ákvörðun um að skella í lás um mánaðamótin. 11. febrúar 2019 09:00 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Sjá meira
Stefnt er að því að opna vínbar við Óðinstorg með vorinu. Það staðfestir fjárfestirinn Birgir Þór Bieltvedt í samtali við Vísi. Vín og léttir réttir verða á boðstólnum en staðurinn verður rekinn samhliða Snaps. Birgir Þór seldi á síðasta ári húsnæði við Bergstaðastræti 2 þar sem hann velti fyrir sér um tíma að opna vínbar. „Hugmyndin fluttist eiginlega frá Bergstaðastræti upp á Óðinsstræti,“ segir Birgir Þór. Birgir velti fyrir sér að opna vínbarinn í þessu rauða húsi við Bergstaðastræti 2. Hann féll frá hugmyndinni og seldi húsið í fyrra.Vísir/Vilhelm Vínbarinn verður á horninu þar sem kaffihúsið C is for Cookie var starfrækt þar til í febrúar. „Ég tók það húsnæði á leigu og taldi að það væri kannski aðeins skemmtilegra að hafa vínbarinn við hliðina á Snaps heldur en að hafa staðina hvorn á sínum staðnum.“ Framkvæmdir hafa staðið yfir á Týsgötu og Óðinsgötu og dregist á langinn. „Þær hafa tekið miklu lengri tíma en átti að taka og það er enn verið að vinna í þessu torgi. En við erum að vonast til þess að geta opnað barinn með vorinu.“ Vínbarinn verður á jarðhæð í þessu húsi. Ljósmyndarinn stendur fyrir utan Snaps þegar hann tekur þessa mynd.Vísir/Vilhelm Hann segir ekki tímabært að upplýsa að fullu um hvernig starfsemin verði. Að öðru leyti en því að Snaps muni eiga staðinn og hann verði rekinn í anda hans. Fókusinn verði á vín og létta rétti. Athygli vakti í febrúar þegar C is for Cookie skellti í lás. Rekstraraðilar kaffihússins sögðust ekki geta mætt kröfum eigenda um 100 prósenta hækkun á leigu. Leigan fór úr 315 þúsund krónum á mánuði í 650 þúsund krónur. „Þegar þessi upphæð kom á borðið var auðséð með það að það var of langt á milli aðila til að fara eitthvað lengra með þetta,“ sagði Daníel Tryggvi Daníelsson, eigandi C is for Cookie. Daníel Tryggvi Daníelsson rak C is for Cookie við Óðinstorg.Vísir/Kolbeinn Tumi Birgir segist ekki hafa kynnt sér hver leiga fyrri leiguaðila hafi verið. „Ég fékk bara einhvern leigusamning sem ég taldi vera sanngjarnan og tók því. Ég var ekkert að grafa í gamla leigusamninga,“ segir Birgir. Vel geti verið að leigan sem fyrri aðilar hafi greitt hafi verið há fyrir þann rekstur sem þeir voru með. „Okkar fókus verður meira á vín. Við verðum með breitt úrval af víni og létta rétti. Látum þessi tvö konsept vinna vel saman.“
Reykjavík Veitingastaðir Tengdar fréttir Lokar kaffihúsinu eftir að leigan hækkaði um 100 prósent Eftir níu ára rekstur hafa aðstandendur kaffihússins C is for Cookie við Týsgötu tekið ákvörðun um að skella í lás um mánaðamótin. 11. febrúar 2019 09:00 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Sjá meira
Lokar kaffihúsinu eftir að leigan hækkaði um 100 prósent Eftir níu ára rekstur hafa aðstandendur kaffihússins C is for Cookie við Týsgötu tekið ákvörðun um að skella í lás um mánaðamótin. 11. febrúar 2019 09:00