Erlent

Múslímar hvattir til frekari árasa

Minnst 22 féllu þegar fjórar bílasprengjur sprungu í Bagdad í Írak í morgun. Leiðtogi al-Qaida í Írak hvetur múslíma til að herða sóknina enn frekar gegn Bandaríkjaher. Nærri 70 manns særðust í árásum uppreisnarmanna í Írak í morgun sem allar beindust að íröskum her- og lögreglumönnum, en mörgum hinna slösuðu er vart hugað líf. Bílsprengjurnar sprungu á fimmtán mínútna tímabili og sprakk sú fyrsta nærri orkuveri í suðurhluta Bagdad þegar lögreglubíll keyrði þar fram hjá. Skömmu síðar sprungu sprengjur við herstöð í miðborginni og fyrir utan veitingastað þar sem hópur lögreglumanna hafði safnast saman. Þetta gerist aðeins sólarhring eftir að írakska þingið lagði blessun sína á fyrstu lýðræðislega kjörnu ríkisstjórn landsins. Abu Musab al-Zarqawi, leiðtogi al-Qaida í Írak, hvatti í hljóðupptöku, sem send var út á Netinu í morgun, múslíma til þess að skipuleggja frekari árásir og herða enn frekar sóknina gegn Bandaríkjaher. Hann kallaði uppreisnarmenn syni íslömsku þjóðarinnar og skoraði á þá að vera sterka í baráttunni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×