Viðskipti innlent

Vinna saman að tilboði í Símann

Hópur fjárfesta vinnur nú að tilboði í Símann. Í hópnum eru Atorka Group, Frosti Bergsson, Jón Helgi Guðmundsson, Jón Snorrason og Sturla Snorrason. Hópurinn útilokar ekki samstarf við aðra, en í fréttatilkynningu frá þeim segir að fjárfestarnir hafi ekki starfað saman áður. Þeir vonast til að einkavæðingarferlið verði gagnsætt þannig að allir sitji við sama borð. Segist hópurinn, sem hefur mikla reynslu af fyrirtækjarekstri, hafa áhuga á að reka Símann vel og heiðarlega. Tillögur ráðgjafarfyrirtækisins Morgan Stanley um einkavæðingu Símans hafa nú verið birtar á vef einkavæðingarnefndar. Þar er meðal annars mælt með að samkomulag um sölu ætti að liggja fyrir í júnílok.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×