Erlent

Birti myndir af látnum hermönnum

Bandaríska varnarmálaráðuneytið hefur birt tæplega 300 myndir af látnum hermönnum og kistum þeirra, en hermennirnir létust m.a í Írak og Afganistan. Þetta gerði ráðuneytið í kjölfar þess að háskólaprófessorinn Ralph Begleiter lagði fram kæru á hendur því, en hann taldi að samkvæmt upplýsingalögum yrðu bandarísk stjórnvöld að birta myndirnar. Um nokkurra ára skeið hafa yfirvöld í Pentagon bannað að myndir af látnum bandarískum hermönnum eða kistum þeirra yrðu birtar í fjölmiðlum og segjast hafa gert það af virðingu við aðstandendur hermannanna. Gagnrýnendur stjórnvalda hafa hins vegar haldið því fram að myndirnar séu opinber gögn og að ráðamenn í Bandaríkjunum hafi ekki vilja birta þær þar sem þær sýni raunverulegan fórnarkostnað stríðanna í Írak og Afganistan.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×