Erlent

Mjótt á mununum í Frakklandi

Naumur meirihluti Frakka er andvígur stjórnarskrá Evrópusambandsins samkvæmt skoðanakönnun sem birt var í dag, mánuði áður en þjóðin greiðir atkvæði um hana. Í könnun sem gerð var fyrir dagblaðið Journal de Dimanche kemur fram að 52 prósent eru andvíg stjórnarskránni en 48 prósent fylgjandi henni, en aðeins tíu prósent aðspurðra höfðu enn ekki ákveðið sig. Nokkuð hefur dregið saman með fylkingunum en allt að 58 prósent þjóðarinnar hafa sagst andvíg stjórnarskránni í skoðanakönnunum undanfarnar vikur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×