Erlent

Haturshermaður dæmdur

Bandarískur hermaður hefur verið dæmdur til dauða fyrir að drepa tvo félaga sína og særa fjórtán í herbúðum í Kúvæt á upphafsdögum Íraksstríðsins. Þetta er í fyrsta sinn síðan á dögum Víetnamstríðsins sem bandarískur hermaður er sakfelldur fyrir slíkan glæp. Hasan Akbar höfuðsmaður notaði riffil og handsprengjur við verknaðinn. Saksóknarar sögðu við réttarhöldin að um hatursglæp væri að ræða gegn Bandaríkjunum og að Akbar, sem er múslimi, vildi koma í veg fyrir að íraskir trúbræður hans yrðu drepnir. Þótt Akbar þjáist af geðveilu var hann úrskurðaður sakhæfur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×