Erlent

Konurnar í ríkisstjórninni

Þótt ekki hafi tekist að öllu leyti vel til við skipan nýrrar ríkisstjórnar í Írak þá er sú staðreynd að sjöttungur embættanna er skipaður konum fagnaðarefni. Óvíða hafa konur jafn mikið um stjórn lands síns að segja í þessum heimshluta. Raunar er löng hefð á bak við stjórnmálaþáttöku kvenna í Írak enda nutu þær ýmissa réttinda í stjórnartíð hins veraldlega Baath-flokks sem kynsystur þeirra í arabalöndunum hafa jafnvel ekki í dag. Suhaila Jaafar er ráðherra innflytjenda- og flóttamannamála, Jwan Massoum situr í stól fjarskiptamálaráðherra, Narmin Othman gegnir embætti umhverfisráðherra, ráðuneyti málefna kvenna er í höndum Azahar al-Sheikhli, Bassima Boutros er ráðherra tækni- og vísindamála og Nasreen Berwari veitir sveitarstjórnarmálaráðuneytinu forstöðu. Staða kvenna á íraska þinginu er jafnframt góð en sett voru skilyrði um lágmarksfjölda kvenna á framboðslistum í kosningunum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×