Erlent

Engin sátt um Íraksrannsókn

Ítölsk og bandarísk yfirvöld hafa ekki náð fullum sáttum um útskýringar á því hvernig til þess kom að bandarískir hermenn skutu ítalskan leyniþjónustumann til bana í Írak í byrjun mars, en hann var þá að fylgja út á flugvöll ítalskri blaðakonu sem frelsuð hafði verið úr gíslingu. Fulltrúar beggja ríkisstjórna luku fundarhöldum í Róm í gær án þess að komast að neinni sameiginlegri niðurstöðu um málið. Fulltrúarnir sendu þó frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem því var slegið föstu að rannsókn málsins væri lokið. "Rannsakendurnir voru ófærir um að komast að sameiginlegri niðurstöðu, en eftir að hafa hvorir tveggja skoðað málsgögnin sættust þeir á vissar staðreyndir og ályktanir," segir í yfirlýsingunni. Ítölsk yfirvöld hafa sett í gang eigin sakarannsókn á atvikinu, en það hefur aukið mjög þrýstinginn á ríkisstjórn Silvios Berlusconis að kalla heim þá 3.000 ítölsku hermenn sem þjóna í Írak.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×