Erlent

"Páfabíll" á eBay

Á uppboðsvefnum eBay býðst netverjum nú að bjóða í bifreið sem þykir merkileg fyrir þær sakir hver er skráður fyrri eigandi hennar. Það er enginn annar er Josef Ratzinger kardináli, nú Benedikt XVI páfi. Þegar litið var inn á þýska útgáfu eBay-vefsins um miðjan dag í gær var hæsta boð í bílinn 41.564 evrur, andvirði 3,4 milljóna króna. Það þykir allgott fyrir sex ára gamlan Volkswagen Golf, sem lætur annars lítið yfir sér. Tekið er fram í lýsingu á uppboðsgripnum að upprunalegu sætin séu í bílnum, það er sömu sætin og nýi páfinn vermdi í kardinálatíð sinni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×