Erlent

Pútín heitir Palestínumönnum hjálp

Vladimír Pútín Rússlandsforseti hét því í gær að sjá leiðtogum Palestínumanna fyrir þyrlum og öðrum búnaði og þjálfun til að hjálpa palestínskum yfirvöldum að framfylgja lögum og reglu á Gazaströndinni og þeim hlutum Vesturbakkans sem Ísraelar hafa heitið að fara frá í sumar. Í fyrstu heimsókn valdhafa í Moskvu til palestínsku heimastjórnarsvæðanna hét Pútín því einnig að Rússar myndu aðstoða við uppbyggingu innviða Palestínu í aðdraganda þess sem á að geta orðið sjálfstætt ríki Palestínumanna. Af tillitssemi við Ísraela tók Pútín fram að öll sú aðstoð sem Rússar myndu veita yrði veitt með fullu samráði við báða aðila.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×