Enski boltinn

Mourin­ho: Þetta er Totten­ham á móti City en ekki Mourin­ho gegn Guar­diola

Anton Ingi Leifsson skrifar
Félagarnir takast í hendur eftir Manchester-slaginn rétt áður en Mourinho fékk sparkið.
Félagarnir takast í hendur eftir Manchester-slaginn rétt áður en Mourinho fékk sparkið. vísir/getty

Jose Mourinho, stjóri Tottenham, segir að það eigi ekki að vera tala svo mikið um hann og Pep Guardiola, stjóra Man. City, fyrir leik liðanna á morgun.

Rimmur Mourinho og Guardiola hafa verið rosalegar í gegnum tíðina. Þeir hafa bæði mæst í slagnum um Manchester og El Clasico en einnig voru rimmurnar rosalegar á milli Inter og Barcelona.

Á morgun mætast þeir svo enn á ný en það verður í fyrsta skipti sem Mourinho stýrir Tottenham gegn Man. City.

„Varðandi Guardiola þá hugsa ég frekar um þann tíma þegar við unnum á sama stað,“ sagði Mourinho en Mourinho var þjálfari hjá Barcelona er Guardiola var enn leikmaður.







„Síðan hefur komið Barcelona og Real, Inter og Barcelona í Meistaradeildinni, City og United og nú Tottenham gegn Man. City.“

„Svo ég segi það aftur þá er þetta ekki Jose og Pep. Þetta snýst um félögin. Nýr kafli hefst svo þegar Tottenham mætir Manchester City, með okkur við stjórnvölinn.“

„Þetta er leikur sem ég vil vinna því ég vil vinna og fá þrjú stig. Það er ekkert meira en það á bakvið það,“ sagði Mourinho.

Leikur Tottenham og Man. City hefts klukkan 16.30 á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×